Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 13
- 9 - ekki að brosa og yppa öxlum, mönnum ætti ekki að líðast það. Þessu ófremdar- ástandi verður að eyða með róttækum aðgerðum og það fljótt. Eitt ömurlegasta drykkjufyrirbrigðið er óhófleg víneyzla ungs fólks frá tvítugs- aldri og allar götur niður fyrir fermingu. Það er ekkert nýnæmi að sjá flokka hálfsterkra piltunga slangra útúrfulla um göturnar hreytandi ókvæðisorðum í frið- sama borgara. Þesskonar táningalýð þyrfti að tyfta rækilega helzt hýða á almanna- færi og fá til að skammast sín, það er það eina, sem hrxfur. Fávísir menn eru nú farnir að þvaðra um einhverja "vínmenningu" af miklum fjálgleik. Það er ekkert til, sem heitir "vínmenning". Það er ekki menning frem- ur en að hafa hægðir, þótt svonefndur hófdrykkjumaður gangi að skáp sínum dag- lega, dragi þar út fleyg og fái sér teyg og annan, ropi því næst og dæsi af vellíðan. Orðskrípið "vínmenning" er aðeins orðið til í sljóvguðum hugsanagraut óvitra brenni- vínsberserkja. Nemendur þessa skóla hafa ekki á nokkurn hátt staðið af sér boðaföll brenni- vínsins fremur en aðrir, eins og bent hefur verið á áður. Mönnum virðist seint ætla að skiljast, að þeim leyfist ekki allt, þótt svo eigi að heita, að þeir séu í lærðum skóla. Að vísu hefur ekki borið á drykkju á skemmtunum í fþöku vegna sjálfsagðra reglna, en á öðrum skemmtunum svo og þar sem nemendur koma fram utan skólans, hefur hegðun þeirra verið að öllum jafnaði lakari en annarra og mjög ábótavant. Einnig hagar stór hluti nemenda sér eins og skynlausar skepnur við ýmiss tækifæri önnur, svo sem eftir próf, og mætti helzt líkja því sukki við sumar- skemmtanirnar f dreifbýlinu. Margir eru svo að bulla um, að fjöldi unglinga hrjáist af minnimáttarkennd og verði að drekka í sig kjark, en jafnhliða blaðra þessir sömu menn um frjálsmann- lega og ófeimna reykvíska æsku. Þvílík öfugmæli og heimskuvaðall. Nei, nemend- ur þessa skóla ættu að sjá sóma sinn í og ber raunar siðferðileg skylda til að gera Bakkus brennivínskóng útlægan og leggja sitt af mörkum til að lægja alkóhólölduna, sem nú er allt að færa í kaf. G.K. QUID NOVI, frh. af bls. 23. kunni heldri manna siði og færi Skóla- blaðinu alúðarþakkir fyrir að hafa heiðr- að sig á afmælinu. Islenzkt mannlif. A skólafundinum sæla, þar sem Helgi form. Jónsson fór auðmjúklega fram á að nemendur gæfu félagsheim- ilinu tuttugu og fimmkall hver, svo að hann gæti af fullum krafti byrjað að selja nemendum kók og sígarettur, þótti ýmsum nær lagi að Helgi fengi tíkall hjá hverjum, svo að félagsheimilisnefnd gæti keypt sér mannheldan peningaskáp. Jórakur. Magnús G. Jónsson I 6.-X: "Ég vann í sjö ár áður en ég byrjaði að kenna. " BLEKSLETTUR, frh. af bls. 21. Novi verði Islenzkaðar. Má vera, að latínulærdómurinn hafi breytt afstöðu hans. Annars vænta menn alls góðs af JúníusL þvf hann er energískur að lemja menn til penna, og gjalda skal editornum það sem editorsins er skil- víslega. Reykjavík, 8. 10. 1962. B. K, Tilkynning frá f é 1 a g s h e im i 1 i s - n e f n d : Valdimar Örnólfsson mun I vetur hafa eftirlit með starfsemi félagsheimilisins, svo sem hann hefur gert undanfarin ár.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.