Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 28

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 28
24 - lítilli kompu undir súð í suðurenda útihýsis þess h H hér við skólann, er íþaka nefnist, er bókasafn I I menntskælinga til húsa. Þó safn þetta sé lítið að r H vöxtum og búi við þröngán kost í áðurnefndri ■mmJ kompu, er það engu að sxður furðu gnótt góðra bóka við flestra hæfi. Eru það bækur um líkleg- ustu og ólíklegustu efni og á fjölmörgum þjóðtungum. Þar getur að líta ljóðabækur, smásagnasöfn, fræðibækur, listaverkabækur, skáldsögur, bækur trúarlegs eðlis o. fl. o. fl. Orðabækur og náms- bækur eru einnig lánaðar fram á loftið eina kvöldstund eða svo, ef safngestir óska. Að vísu er aðstaða til lesturs námsbóka ekki sem skyldi, en þeim, sem gera sér hana að góðu, er það guðvelkomið. Eitt vildi ég þó taka skýrt fram og það er : Munið að skila alltaf því, sem þið hafið fengið að láni. Ckkur er gersamlega ómögulegt að þurfa kannski að kaupa sömu bókina þrisvar. Já ég segi og skrifa þrisvar, á sama árinu. En það eru einkum orðabækur og námsbækur, sem verða fyrir barðinu á "gleymzku" viðskiptavinanna. Munum við neyðast til að taka fyrir þessa sjálfsögðu þjónustu, ef ekki breytir til batn- aðar. Annar er sá hlutur, er mér finnst aflaga fara hér á safn- inu og er sá hálfu verri. Hvers vegna eru menntlingar slíkan óratíína að uppgötva, að þeir eiga bokasafn. Menn eru kannski komnir í fjórða eða fimmta bekk, þegar þeir eygja þá auð- legð, sem þeim hefur ávallt staðið til boða, en þeir aldrei fært sér í nyt. Hvort það er sökum feimni eða hæversku neðri bekkjanna veit ég ekki og vil því taka fram, að allir eru safngestir jafn velkomnir. Sérstaklega býð ég þó 3. bekkinga velkomna og vona að sjá þá sem flesta á safninu 1 vetur. Einnig er þess að vænta að hinir, sem ennþa hafa aldrei litið inn, herði upp hugann og reyni að bæta ráð sitt, svo þeir hinir sömu yfirgefi ekki þennan skóla jafn innantómir og menntunarsnauðir og þeir komu í hann. F.h. fþöku Sig. R. Helgason. STALDRAÐ VIÐ, saman bréfsnuddu með einhverju krummasprangi sem hann hefur frh. af bls. 15. rissað upp af rælni. Ég horfði með eftirsjá á þennan fallega smíðisgrip í þrem pörtum.-Það hefði áreiðanlega einhver viljað kaupa hana, sagði. Ég mætti vantrúuðu augnaráði gamla mannsins. - Ég hefði vilj- að kaupa hana, hélt ég áfram. - Kannski gef ég þér eina seinna þegar dúfan hans Gilla litla hefur heppnazt. Ég sagði ekkert, af því að ég var ekki viss um nema hann væri að gera grin að mér. - Það er mikill póstur í dag, sagði Þurxður. - Helvitis firn, sagði ég. Ég þakkaði fyrir mig og snaraði töskunni yfir axlirnar. - Verið þið sæl, sagði ég. - Sæll, sagði gamli maðurinn. Hann var að byrja á nýrri dúfu. Atli Magnússon Júli 1961.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.