Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 32

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 32
28 - ANDRÉS INDRIÐASON : Um&f ÍSLEtlZKROR LEÍKÚSTfiR. ERRANÖTTIN er elzta tradisjónin okkar og hiklaust merkasti þátt- ur í félagslífi xslenzkra skóla. Skyldu mörg okkar gera sér grein fyrir þvi, að íslenzk leik- list getur rakið uppruna sinn til hennar? Sýningar skólapilta í Skálholti eru nefni- lega frumbernskuskeið íslenzkrar leik- listar. Við menntaskólanemar höfum nú orðið að sjá á bak gamalli og virðulegri tradisjón, þ. e. tolleringunum. Himna- ferð busa er úr sögunni. Það kann að hljóma undarlega, þegar sagt er, að svo virðist, sem þess sé ekki langt að bíða, að Herranóttin hljóti einnig sömu örlög. En ef við dæmum áhuga nemenda eftir aðsókn þeirra að sýningunum undanfarin ár og þó sérstaklega í fyrra, er þetta ef til vill ekki svo mjög orðum aukið. En slíkt má aldrei koma fyrir. Herranóttin skipar heiðurssess í ís- lenzku leiklistarlífi og því er það skylda okkar að sjá til þess, að hún geispi ekki golunni eins og tolleringarnar. í Skálholtsskóla stendur vagga ís- lenzkrar leiklistar, þvi að þar efndu skólasveinar til árlegra gleðimóta, sem kölluð voru Herranætur eða Herradagar. Nafnið er skýrt þann veg, að einungis piltar voru í skólanum. Lxklegt má telja, að fyrirmynd fagnaða þessara sé ærslafenginn stúdentafagnaður, er tíðk- aður var við háskóla og klausturskóla álfunnar á miðöldum og nefndist Festum Stultorum eða hátíð heimskingjanna. Upphafsmaður gleðimótanna hér á landi er talinn vera Bjarni Halldórsson, skólameistari í Skálholti 1723-1728. Hann nam við Kaupmannahafnarháskóla í þann mund er Konunglega leikhúsið var stofnað og fyrstu Holbergskómedíurnar komu fram. Lítill vafi þykir leika á, að fyrsta leikritið frumsamið á íslenzka tungu, Sperðill, hafi verið samið fyrir Herra- nótt skólapilta í Skálholti og eigi rætur sínar að rekja til skólavistar höfundar þar. Höfundur þess var sr. Snorri Björnsson, rímnaskáld og prestur á Húsafelli. Hann var í Skálholtsskóla í skólameistaratíð Bjarna Halldórssonar. Rökstyður Þorkell Jóhannesson skoðun jxessa 1 Sögu íslendinga, er hann segir : '. . . . ekki hefur sá, er rit þetta samdi, verið alls ófróður um leikrit og leiklist nokkurs konar, og tæplega hefir hann samið verlc þetta út í blainn, heldur bein- lfnis til notkunar fyrir leiksvið. En hvar ætti hann að hafa kynnzt slíku? Líkast til hvergi nema í Skálholti á skólaárum sínum. Og þar myndi líka helzt þörf fyrir leikrit á þessum tíma og tæplega annars staðar. ..." Sperðill, sem talinn er ritaður um 1760, er, eins og gefur að skilja harla frumstætt að uppbyggingu og endar með óvenjulegum og frumlegum klimax. Það segir á gamansaman hátt frá landshorna- flækingum og er í senn þjóðlífslýsing og ádeila. Ahrifa frá Holberg þykir gæta, t.d. í nafngiftinni, en Sperðill er heitinn eftir höfuðpersónunni ( sbr. Erasmus Montanus ). í öndverðu nefndi sr. Snorri leikrit sitt hins vegar Comædia. Herranóttin var að mestu leyti haldin

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.