Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 17

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 17
- 13 - gekk upp götuna með þunga pósttöskuna um óxl. Það var hellirign- ing, og ég hafði brett upp kragann á jakkanum mínum, til þess að ekki rigndi niður í hálsmálið. Það runnu forugir lækir niður eftir göt- unni ofan í rennusteininn og soguðust nið- ur um rist við gangstéttarbrúnina með lágu vatnshljóði. Gullfoss var nýkominn úr ferð, og það var þvi mikið að bera út í bæinn. Ég af- henti eitt eða fleiri bréf í næstum hvert hús, og auk þess var talsvert um smá- pakka og tímarit, sem tóku mikið pláss í töskunni og voru til óhæginda. Þetta voru verstu dagarnir hjá okkur í póstin- um, og ég flýtti mér ekki mikið, þar sem ég yrði lengi að bera þetta út, hvort sem var. Ég skaut bréfunum inn um bréfa- rifurnar, þar sem þær voru fyrir hendi, en hringdi annars dyrabjöllunni. Það var alls ekki óhætt að skilja neitt eftir á hurðarhúnunum í svona veðri. Ég var nýbyrjaður að bera út póst, hafði aðeins gert það í hálfan mánuð. En þrátt fyrir það var ég orðinn vel kunnug- ur í hverfinu og þekkti marga. Eg held af fenginni reynslu, að maður kynnist því fólki seint, sem maður kynniöt ekki strax. Þannig var það með mig. É£ þekkti ekki fleiri eftir heilan mánuð en ég þekkti eftir viku. Ofarlega við götuna var skúr, sem hét Mundahús og stóð í hvarfi á bak við búð, sem hét Mundabúð, að minnsta kosti var hún alltaf nefnd því nafni á bréfum. Það henti sjaldan, að það bærist bréf í skúr- inn Mundahús, en í þetta skipti var stíl- að þangað bréf vestan frá Ameríku. Ég leit á frímerkið. Myndin var af styttu með kyndil í hendinni, og í baksýn gnæfðu stórhýsi. A póststimplinum voru tilmæli á ensku um að biðja fyrir friðnum. Það var engin grind í trérimlagirð- ingunni, sem slagaði í kringum verzlun- arhúsið og skúrinn, og stígurinn heim að skúrdyrunum var eins og yfirfullur flór. Ég sökk í skóvarp, þegar ég gekk hann, þrátt fyrir að ég rejmdi að fara varlega. Garðurinn var lfka osköp rytjulegur, o£ inn á milli fölbleikra sinutoppa glytti 1 blautan jarðveginn. Eg barði á dyr. Hurðin marraði við hvert högg. Hún var undin til endanna, og hægt hefði ver- ið að stinga fingri inn um öll samskeyti. Konan, sem kom í dyrnar, var um fertugt að sjá. Hún var fremur lág, klædd rósóttum léreftskjól og með hvíta svuntu, sem var sett blúndum. - Góðan daginn, Þuríður, sagði ég. Það er bréf til þín. Bréf frá útlöndum. - ö, já, sagði Þuríður. Hún stakk bréfinu 1 svuntuvasa sinn og skyggndist skáhallt upp til bununnar, sem rann ofan úr þakrennunni. - Það er hálfgerður rigningarruddi, sagði hún síðan. - Það er ekki hundi út sigandi. - Já, hann rignir, sagði ég. Það var farið að væsa um mig þarna í nepjunni, og ég ætlaði að halda áfram, enda bezta raðið gegn kulda að vera á hreyfingu. En Þuríður kallaði á mig. - Viltu ekki kaffi, Arni minn. Hinkraðu við. ’Ég varð dauðfeginn og snaraði af mér töskunni. Ég henti henni í ganginn, um leið og ég gekk inn. Þuríður lagaði alltaf ketilkaffi að norskum sið. Hún sagðist hafa lært list- ina af norskum skipstjóra vestur á Fjörð- um fyrir ævalöngu. Mér þótti það prýð- isgott. - Éttu bara eins og þú getur, sagði

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.