Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 10
Kæru lesendur : ÞROTTASÍÐAN hefur nú sitt annað ár með kynningu ís- lenzkra íþrótta. A siðustu íþróttasíðu birtist greinar- korn um hinn göfuga og langfræga íþróttamann Jesse Owens. Þótti mörgum þá miður, að eigi fékkst inn- lent efni til sfðunnar og höf- um vér því ákveðið að birta nú einungis íslenzkt efni. Megi það verða hvöt hverjum sönnum og heiðarlegum íþrótta- manni og jafnframt minna oss á þá gagn- semd og hollustu, sem af fþróttum hlýzt og halda mun nafni þeirra á lofti um aldur alda . Þá er fyrst að geta knattleika: Knöttur hefur jafnan þótt hið þarf- asta áhald til íþrótta. Gjöra menn sér gaman af því að varpa honum og spyrna sfn á milli. Má af þessu sjá, hvílfkt þarfaþing knöttur hefur þótt, ef menn náðu að halda honum : "Þá vill Gísli taka knöttinn, en Þorgrímur heldur hon- um og lætur hann eigi ná. Þá fellir Gísli svo hart Þorgrfm, svo að hann hafði ekki við og af gekk skinnið af knú- unum, en blóð stökk úr nösunum og af gekk og kjötið af knjánum. " Hinn tilþrifarfki leikur á hug vorn allan, göfgi leikmanna hrífur oss og hjarta vort gleðst yfir þvf, að nú skuli íslend- ingar hyggja á knattleika sem atvinnu- grein. Löngum hafa menn stundað aflraunir, enda mun vart fara á milli mála, að styrkleiki er einn aðalþáttur hinna ágæt- ustu íþrótta. Aflraunirnar hvessa vilja og styðja orku jafnt til lfkama sem sál- ar. Fátt mun því meira uppbyggjandi og hollt, svo sem hér segir : "Hann gekk til með mönnum að bera langskipsrá. En með þvf, að þeir vissu, að Ari var sterkari en aðrir menn, þá hljópu þeir undan ránni, en Ari lét eigi niður falla að heldur. Eftir það tók hann sótt og andaðist. " Mjög þætti oss óskandi að fleiri menn iðkuðu aflraunir en nú er, þvf með þvf öðlast menn ekki einungis krafta-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.