Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 19
- 15 -
grip, svo vel sé, játaði ég.
- Ég hef smíðað tvær á undan þessari,
sagði listamaðurinn. - Þær voru hvorug
nógu vel gerðar.
Ég fullvissaði hann um, að þessi yrði
það.
- Þessar litlu fjaðrir í kringum hálsinn,
sagði ég. - Mikið hlýtur að vera erfitt
að skera þær svona fallega.
- Nei, það er ekki svo erfitt.
- En spegillinn í vængnum, hann ljómar
alveg. Það hlýtur að hafa verið erfitt
að fá hann til þess.
- Nei, það var ekki svo erfitt. Það er
aðeins eitt, sem er erfitt; þessi dúfa á
að geta flogið.
Eg stalst til að líta á Þuríði. Hún sneri
að mér baki og hagræddi kringlunum á
kökudisknum. Það varð þögn nokkra
stund, og ekkert heyrðist nema skrjáfið
í vasahnífnum.
Loks rauf fósturfaðirinn þögnina.
- Þú heldur auðvitað, að ég se ekki með
réttu ráði. Það kann vel að vera rétt.
En ég lofaði honum Gilla litla að reyna
þetta, og maður má aldrei svíkja það,
sem maður hefur einu sinni lofað.
- En þetta er ómögulegt. Þú gæðir
ekki tréð lífi. Þú brýtur ekki lögmál
náttúrunnar.
Það brakaði dálítið 1 viðnum, þegar
hann skóf hann til að jafna misfellurnar.
Spænirnir héldu áfram að detta.
Ég sneri mér að kaffinu mínu. Það
var orðið kalt. Eg lauk úr bollanum og
undi mér við að nazla í kringluna á eftir
Kötturinn Öðinn lá í glugganum í
stofunni og horfði á mig. Mér fannst
augað vera einkennilega stórt. Ef til vill
hafði það vaxið, eftir að hitt augað
blindaðist. Það gera sum líffæri við lík-
ar aðstæður.
Þegar hann sá, að ég var hættur að
tala við gamla manninn, stökk hann nið-
ur á gólfið og hljóp undir rúmið hans.
Hann rétti aðra klóna fram undan rúm-
stokknum og reyndi að grípa spænina,
þegar þeir svifu. öðru hvoru gægðist
hann fram undan og gáði, hvort einhver
væri að hlæja að sér. Hann þoldi ekki,
að hlegið væri að sér. Hann var svart-
ur á litinn, og það bar ekki mikið á
honum þa^rna undan rúminu utan fálm-
andi klónni, sem sneri uppí loft eins og
lófi.
Þuriður bauð mér aftur í bollann, en
ég þá það ekki. - Ég át svo mikið af
kringlum, sagði ég. .
Hún reyndi ekki að fá mig til að
borða meira. Það er sjaldgæft meðal
húsmæðra. Þuríður var heldur engin
venjuleg kona, enda þótt hún hefði fátt
um sjálfa sig og léti jafnan lítið fyrir
sér. fara var hún allsendis ólík þessum
verum, sem lifa og hrærast í einu og
sama eldhúsinu og maður fær á tilfinn-
inguna sem hálf-óhlutstæð heimilisáhöld.
Enginn var heldur eins tilgerðarlaus og
frábitin öllum hirðsiðadyntum og hún,
og enginn var heldur eins svipmikill
persónuleiki. Ég fann strax þegar ég
kom fyrst í Mundahús, að hún var raun-
verulega sú, sem allt snerist um, og
mér fannst, að aðeins hennar vegna væri
búið í Mundahúsi og að aðeins hennar
vegna væri þar allt eins og það var.
Stundum hugsaði ég um, hvernig skyldi
standa á því, að manneskja eins og hún
skyldi vera niðurkomin á þessum stað.
Mér fannst, að kona með hennar lund-
erni léti sér ekki svo lítinn hlut nægja.
Ég leitaði orsakanna með sjálfum mér,
en fann enga lausn.
Ég leit út um gluggann. Það var
stytt upp og himinninn speglaðist í poll-
unum í garðinum. Það sátu nokkrir
regndropar eftir á rúðunni, stórir tærir
regndropar.
Ég stóð upp og bjóst til ferðar.
Taskan mín lá í ganginum og ég opnaði
hana til að athuga, hvort bréfin sem
fara skyldu í næstu hús væru í réttri
röð. Þegar ég var að loka henni aftur,
heyrði ég dálítinn brest. Það var eins
og þegar grannt tré brestur. Gamli
maðurinn var að brjóta vænginn af dúf-
unni sinni. Fyrst annan og svo hinn.
Kötturinn Oðinn varð steinhissa. Hann
horfði nokkra stund á vængina, sem fall-
ið höfðu á gólfið fyrir framan hann.
Svo stökk hann á annan þeirra og beit í
hann. Dúfan var dálitið álappaleg svona
á sig komin. Brosleitt augnaráð hennar
varð í hjákátlegu ósamræmi við vængja-
lausan bolinn. Það var ekki að sjá nein
svipbrigði þess manns á andliti smiðs-
ins, sem hefnir sín á misheppnuðu verki
sínu með því að misþyrma því. Öllu
heldur þess manns sem bögglar brosandi
Frh. á bls. 24.