Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 30
- 26 -
M
Bjartur er minn rekkjurefill
rökkurlangar nætur.
Tregðan sú er tregðan hennar
tátunnar sem grætur.
Dökkur er minn rekkjurefill
roðabjarta morgna.
Enginn sér þau tímans táknin,
tárin beisk sem þorna.
Segðu engum rekkjurefill
raunir þær um svannann,
\
Ég horfði á þig vaxa í vor,
þú veikbyggða, þróttlausa strá
og rétt, þegar blómin þú barst,
eg bar að þér skínandi ljá.
En moldin var móðir þér trygg
og máttur þér leyndist í rót,
og brátt mun ég brýna minn ljá,
er brosir þú sólinni mót.
Þú mannsbarn, hvort veiztu ei þú varst
sem veikbyggt og þróttlítið strá
og rétt, þegar blómin þú barst,
sá olika á skínandi ljá.
En moldin var móðir þér köld
og magnþrota hvílir í gröf.
H. P.