Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 30

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 30
- 26 - M Bjartur er minn rekkjurefill rökkurlangar nætur. Tregðan sú er tregðan hennar tátunnar sem grætur. Dökkur er minn rekkjurefill roðabjarta morgna. Enginn sér þau tímans táknin, tárin beisk sem þorna. Segðu engum rekkjurefill raunir þær um svannann, \ Ég horfði á þig vaxa í vor, þú veikbyggða, þróttlausa strá og rétt, þegar blómin þú barst, eg bar að þér skínandi ljá. En moldin var móðir þér trygg og máttur þér leyndist í rót, og brátt mun ég brýna minn ljá, er brosir þú sólinni mót. Þú mannsbarn, hvort veiztu ei þú varst sem veikbyggt og þróttlítið strá og rétt, þegar blómin þú barst, sá olika á skínandi ljá. En moldin var móðir þér köld og magnþrota hvílir í gröf. H. P.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.