Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 16
- 12 - mín. Þess vegna er það, sem ég vil segja eftirfarandi : Það, sem kemur til með að verða gert í FRAMTÍÐINNI i vetur, verður fyrst og fremst að þakka stjórn þeirri, sem nú er, en í henni eiga sæti úrvalsmenn og stúlkur eiga einnig sinn full- trúa þar. En það er ekki eingöngu stjórnin, sem ræður því, hvernig starfið verður, því að sex manna stjórn getur lítið, ef hún hefur ekki vinsældum að fagna, hefur ekkert traust meðal nemenda. Kæru skólasystkin, við byggjum fyrst og fremst á ykkur, við byggjum að því, að þið með dugnaði ykkar takið að ykkur stjórn félagsins, að við verðum aðeins fámennur hópur, sem er stjórn að nafninu til, að FRAMTÍÐIN verði félag með lýð- ræðislegu 800 manna ráði. FRAMTÍÐIN hefur löngum fóstrað þá menn, sem unna fósturjörð vorri vel og dyggilega, hún hefur fóstrað vormenn ÍSLANDS. Því fleirri þátttakendur í starfi FRAMTÍÐARINNAR, því fleirri málssvarar réttlæt- is og íslenzks málsstaðar. tfl hans. þessum pistli mun Listafélagið kynna starfsemi sína í vetur og verður þar væntanlega um auðugan garð að gresja. Starf allt er í undirbúningi. Við höfum margt á prjónunum, þótt ekki sé allt fastákveðið. Fyrsta kynning vetrarins verður væntanlega þann 16. þ. m. , og verður þá kynntur rithöfundurinn Halldór Stefánsson. Halldór er landskunnur orðinn, einkum fyrir smásögur sínar. Halldór verður sjötugur á þessu ári, og þótti okkur við eiga að hefja starfsárið með kynningu á verkum Fyrsta tónlistarkynningin verður væntanlega fyrir næstu mánaðarmót. Verður það mikil og merkileg kynning á höfuðsnillingnum Mozart. Tónlistardeildin er nú í óða önn að undirbúa þá kynningu, og veit ég, að nemendur bíða spenntir eftir þessu tækifæri til að kynnast lifi og list þessa meistara. Aðrar kynningar hafa ekki verið fastákveðnar, en margt er x bígerð. Má þar m. a. nefna, að við höfum í hyggju að fá Baldvin Halldórsson til þess að æfa með leikaraefnum skólans Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjónssonar, og verður leikritið síðan lesið upp, án búninga, leiktjalda eða sviðskiptinga. Baldvin Halldórsson hefur tjáð sig boðinn og búinn til að aðstoða okkur við hvers kyns leikstarfsemi í skólanum og á hann þakkir skyldar fyrir velhug í garð skólans. Einnig höfum við í hyggju að kynna þann íslenzkan rithöfund, sem e. t. v. er einna sízt þörf á að kynna, en það er Þórbergur Þórðarson. Það er reynsla okkar, að nem- endur sækja sizt kynningar á listamönnum, sem þeir þekkja minnst, og má það virðast undarlegt háttarlag, en hvað sem öðru líður verður þetta areiðanlega ein merkasta og jafnframt fjölsóttasta kynning vetrarins. Sem rúsxnan í pylsuendanum vildi ég minna ykkur á, að dr. Páll ísólfsson hefur gefið vilyrði sitt til að leika á orgel dómkirkjunnar fyrir nemendur skólans, og er okkur þá sýndur mikill heiður, sem við aðeins getum launað með því að vera öll viðstödd og nema list þessa mikla orgelmeistara. Þetta er þó allt óráðið og verður nánar getið síðar. Listafélagið mun reyna að sjá fyrir því að sem beztar 0g flestar listkvnningar verg haldnar, og er það von okkar, að nemendur svari með gagnkvæmum áhuga. Væri þa ai t vel. Reykjavík, 8. október 1962. Olafur Gíslason

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.