Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.10.1962, Blaðsíða 15
-11 - VII. KLÚBBAR. Ahugamannahópar um fleiri atriði en um getur í V. og VI. lið eru æskilegir. Vil ég undir þessum lið drepa á ýmis atriði í því sambandi og öðru. Siðastliðinn vetur barst FRAM- TÍÐINNI bréf frá FRATER-NITER,norsku málfundafélagi, sem fyrir allmörgum ár- um hafði bréfaviðskipti við FRAMTÍÐ- INA. Bréfaskipti þessi voru all lífleg og fer félagið þess á leit við FRAMTlÐINA, að þetta verði tekið upp aftur. Vanalega er mjög erfitt að skrifa bréf, bara til þess að skrifa bréfið, en ekki til þess að skrifa um eitthvert ákveðið efni. I fá- mennum hóp ungra manna koma oft fram skemmtilegar hugmyndir og úrvinnsla þessara hugmynda yrði til þess, að fleiri drægjust inn x starfið. Æskilegast teldi ég, að skólanum yrði skipt niður, þannig, að bekkjunum yrði ruglað eitthvað og síð- an yrðu tillögur hvers hóps bornar upp á fundi og sú bezta valm úr. Asamt þessu gætu verið á þessum klúbbsamkomum, alls kyns tegundir skemmtunar, svo að þetta yrðu nokkurs konar kvöldvökur með þetta sem. aðalmarkmið, en fleirr\a flétt- aðist inn I. Allt þetta er eingöngu gert í þeim tilgangi., að draga fleiri menn inn í starfið. En þó er ein hugmynd, sem ég tel einna vænlegasta i þessu tilliti og það er, að komið verði á því, sem við höfum kallað fulltrúakerfi innan FRAM- TÍÐARINNAR. Fenginn verði einn trún- aðarmaður í hverjum bekk, sem færi með umboð FRAMTIÐARINNAR. Innan hvers bekkjar skyldi þessi maður sjá um ýmsa bekkjarstarfsemi og skyldi þar einkum lögð áherzla á málfundastarfsemi, og f takmörkuðum 20-25 manna hóp, sem allur þekkist, er auðvelt að koma upp og tala. Með árvekni trúnaðarmanna og góðri samvinnu þeirra við stjórn FRAM- TlÐARINNAR getur fengizt út úr þessu allt að 100% nýting, og FRAMTIÐIN ætti 7-800 ræðumenn í vor. Hver einasti maður í skólanum verði aktívur meðlim- ur, það er markið. Eftir að einstakar deildir hafa svo þroskað með sér álitleg- an ræðumannahóp geta þeir skorað á aðra de.ild til kappræðufundar og svo slægju þessar deildir sér að lokum sam- an í málfundi FRAMTlÐARINNAR. I sarnbandi við fundargerðir hefur komið fram sú tillaga, að ásamt aðal- fundarritara verði tveir aðstoðarmenn, sem ásamt honum sjá um ritun fundar- gerðarinnar. Skal þessu þannig háttað, að aðstoðarmenn leggi fram sína punkta hreinritaða til fundarritara. Eftirlit með þessu starfsliði hafi ritari FRAMTÍÐ- ARINNAR. Notkun segulbands er og mjög mikilvæg í þessu sambandi, til þess að auðvelda fundarritara starf sitt, svo og til þess að taka upp ýmislegt fleira og að lokum mætti jafnvel taka upp á spólu, það sem gaman gæti verið að halda til haga, jafnvel upp á seinni tima. Þá ætla ég nokkuð að minnast á at- riði, sem mjög hefur verið vanrækt og það er söngmenntin. Væri því stofnun kórs innan skólans mjög æskileg og mun FRAMTlÐIN gera sitt bezta í að styðja þessa starfsemi, sem mjög yrði gagnleg sem skemmtiatriði á árshátíðum og öðr- um stærri skemmtunum. Nú í haust koma í skólann stofnend- ur fræðafélagsins FRÖÐA I Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Félag þetta hefur einkum á dagskrá sinni kynningu Is- lenzkra fræða. I heil tvö ár hefur ver- ið rætt um að stofna félag í þessum skóla sem þetta og hefur FRAMTlÐIN stungið upp á við þetta félag, að það verði deild innan FRAMTÍÐARINNAR og beri hið fyrra nafn sitt eftir sem áður. Þann 15. febrúar verður 80 ára af- mæli FRAMTÍÐARINNAR. Tilhögun þess verður væntanlega þannig, að skemmtun verður fyrir nemendur, sem rennur saman við árshátíð. Blað verður gefið út, I hverju verða greinar eftir gamla forseta og stjórnarmeðlimi, stjórnartal, þróun félagsins o. fl. Meiningin er og að fá útvarpsdagskrá, þar sem flutt yrði af núverandi nemendum skólans gamlar fundargerðir, ljóð og svo eitt- hvað til viðbótar, svo sem 10-15 mín- útna þáttur úr starfsemi félagsins, 2 mín. á málfundi, 3 af fyrirlestri o. s.frv. Afmælið verður ef til vill erfiðasta verk- efnið, en við treystum, þar sem annars staðar, fyrst og fremst á aðstoð ykkar ásamt því, sem við munum gera allt, sem I okkar valdi stendur. Það skal tekið fram, að þær nýjung- ar, sem hér er getið um, eru allar að þakka hugmyndaauðgi annarra manna en

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.