Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.12.1963, Qupperneq 3

Skólablaðið - 01.12.1963, Qupperneq 3
3. tbl. Desember 1963 39„ árg. EDITOR DICIT I. SENN koma jólin. A götunum úir og grúir af fólki, þreytulegu og tauga- spenntu, sem öslar krapið á götunum, önnum kafið við undirbúning hinnar miklu friðar hátíðar. Kófsveittir lögregluþjónar á eftirvinnukaupi standa á hverju götu- horni og pata og^ benda í allar áttir. Ringlaðir sendlar gejrsast um á skellinöðrum og hafa hvorki tíma til þess að fá sér kók né kamel. f bokabúðunum renna ævi- sögurnar út eins og heitar lummur, þrátt fyrir að gagnrýnendur segi, að engir nema smekklausir ruddar lesi ævisögur. Mæðurnar kaupa lakkskó á börnin og fara með gömlu skóna sína í viðgerð. Fiskbúðir standa auðar þangað til eftir jól og vestur 1 bæ hanga börnin aftan í bíl til þess að drepa tímann. Síðan kemur aðfangadagskvöld. Klukkan sex hefst aftansöngur í útvarpinu og allir fá ókeypis í strætó, jafnvel þótt þeir eigi nóga miða. Mútter gengur ber- serksgang í eldhúsinu og sker sig í fingur rétt eftir að hún er búin að fá í sig straum úr ísskápnum, sem leiðir út. Elsti sonurinn formælir fiölskyldunni,vegna þess að gleymzt hefur að pressa fötin hans. Kattarskrattinn migur bak við stofu- stól og litla barnið er skyndilega búið að læra að segja hellíti. Stærri krökkunum er sagt að gvuð verði foj út í þau, verði einn einasti jólaböggull opnaður fyrr en eftir mat. Heimilisfaðirinn hlustar á aftansönginn með vinstra eyranu og skefur merginn úr hinu með eldspýtu. Því næst er matur og rauðvín með, ( börnin fá malt og appelsín ). Ungur hrakfallabálkur hellir yfir fannhvítan dúkmn og fær harðyrta áminningarræðu fyrir klaufaskapinn. Amitia gamla ésúar sig yfir því, hve maturinn er agalega góður, og

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.