Skólablaðið - 01.12.1963, Qupperneq 6
- 66 -
"Dáinn, horfinn ! " - Harmafregn !
Þessi ljóðlína leitaði efalaust á hugi
flestra íslendinga, er þau hryggilegu tíð-
indi bárust, að Bandaríkjaforseti, leið-
togi hins frjálsa heims, hefði verið veg-
inn. - Reiðarslag ! - Ungur, umbóta-
sinnaður fullhugi, ötull talsmaður jafn-
réttis og frelsis, hrifinn burt mitt í önn
dagsins. Maður, sem á stuttum en við-
burðaríkum ferli sýndi óvanalega skap-
festu samfara frábærum samstarfs- og
samningsvilja. Hvarvetna fylltust menn
harmi og viðbjóði vegna hins svívirði-
lega verknaðar.
íslendingar sýndu samúð sína á ýms-
an hátt. Forystumenn þjóðarinnar sendu
hinni ungu, syrgjandi ekkju og banda-
rísku þjoðinni samúðarskeyti, fjöldi
manns ritaði nöfn sín í minningarbók,
er lá frammi í bandaríska sendiráðinu,
fánar blöktu hvarvetna í hálfa stöng og
haldin var minningarguðsþjónusta í Dóm-
kirkjunni. Segja má, að ríkt hafi þjóðar-
sorg.
Nokkrum dögum eftir hina hryggilegu
atburði birtist í kjaftaþætti víðlesnasta
dagblaðs landsins óviðfelldin grein undir-
rituð af nokkrum 4. -bekkingum. Þar var
deilt á rektor Menntaskólans í Reykja-
vík. Var honum fundið til foráttu, að
hafa ekki viljað halda minningarathöfn
um hinn látna þjóðhöfðingja. Var hann
talinn hafa sýnt fádæma skilnings- og
samúðarleysi. Undirritaður vill aftur á
móti leyfa sér að telja þessa sömu 4. -
bekkinga skilningssljóa helgislepjukjaft-
aska. Þeir hafa efalaust ekki gert sér
grein fyrir því, hvers konar vandamál
væri kallað yfir skólann með slíku at-
hæfi, Það gæti orðið anzi erfitt mat,
hvenær halda skyldi minningarathöfn, er
tignir þjóðhöfðingjar féllu frá, gæti það
oft á tíðum valdið sundurþykkju og
öðrum leiðindum. í fyrrnefndri grein er
einnig deilt á kennara nokkurn, er á að
hafa sagt það kátbroslegt, að nemendur
fengju leyfi úr tfma til að rita nöfn sín
x áðurnefnda minningarbók. Voru orð
kennarans talin hámark virðingarleysis
og ósvífni. Téðir 4. -bekkingar voru
geypilega hneykslaðir á því, að kennar-
inn skyldi leyfa sér að gefa í skyn, að
þeir notuðu þetta sem átyllu til að herja
út frí. En ætli það hafi verið svo fjarri
sanni? Eitthvað er gruggugt við það, að
ekki skyldi vera hægt að gera þetta utan
skólatíma, því nægur var tíminn.
Nemar þessir ættu að athuga sinn
gang betur áður en þeir hlaupa meðslúð-
ur og lap í blöðin næst.
II.
óhagræði pað og ringulreið, er ríkir í
íslenzkukennslu við 6.-bekk, hefur valdið
furðu margra. Geysilegum tíma er var-
ið í að skrifa upp íslenzka málssögu,
sem verið hefur sama tuggan ár eftir ár.
Jafnframt þessari tfmasóun kvarta kenn-
ararnir yfir tímaskorti og erfiðleikum
við að komast yfir námsefnið. - Hvernig
væri að fjölrita málssöguna ? Þessi ein-
falda lausn virðist öllum auðsæ að undan-
teknum kennurunum. Við fjölritun mundi
sparast mikill tími og jafnframt væri
komið í veg fyrir þann mikla leiða, er
nemendur fyllast við slíkar skriftir.
Fyrir þessu hljóta augu okkar ágætu
kennara að opnast og því fyrr þvf betra.
III.
Einn hráslagalegan þriðjudagsmorgun
í öndverðum novembermánuði söfnuðust
4. - og 5. -bekkingar saman í anddyri
skólans og létu all ófriðlega. Hvað var
á döfinni? - Gangaslagur. - Fari það