Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.12.1963, Blaðsíða 10
- 70 - í þröngri hliðargötu og fáfarinni stendur einhverju sinni unglingur og hallar sér upp að húsvegg. Hvernig á veru hans þarna stendur er ekki vitað; kannski situr hann fyrir gamalmennum eða sýpur úr flösku eða hvort tveggja ; staðreyndir eru fáar kunnar ; hann semsé stendur þarna, reykir kamel-sígarettu og horfir dauf- legum augum út í bláinn. Hann er kallaður Húi en heitir réttu nafni Jón Jack ; Jón Jack Hermannsson samkvæmt ágizlcun. Sem unglingurinn Jón Jack Hermannsson hefur staðið þarna drjúga stund verður hann var við að maður einhver gengur inn f hliðargötuna og stefnir í áttina til hans. Nokkur deili á þeim : þetta er feitlaginn kaupsýslumaður um fimmtugt, Pétur A.B.D. Oskarsen, snoturlega búinn, prýddur örmjou yfirskeggi ; hann gengur við staf án þess þó að honum sé það nokkur nauðsyn. Þér þarna, segir hann, þegar hann er kominn í forgrunn, og potar staf sín- um í Húa, þér þarna, hvað er framorðið? Húi eða Jón Jack Hermannsson hefur hægri hönd lausa en grefur þá vinstri í buxnavasann. Tuttugu og sex mmútur gengin í tólf, segir hann. Nú líður ein mínúta í þögn, þá endurtekur A. B. D. Oskarsen spurningu sína : Framorðið? Tuttugu og sjö mínútur gengin í tólf, hljóðar svar Húa, sem hallar 8ér upp að veggnum og veitir frömuði spursmála enga athygli, utan þá sem í því felst að svara, en lygnir aftur augunum og sogar að sér tóbaksreykinn. En við þetta seinna svar gerist nokkuð óvænt, kannski þó afar eðlilegt: A. B. D. Oskarsen belgist allur út og þrútnar. Hægan, hægan, herra minn, segir hann sigri hrósandi, gætið yðar nú, þér eruð ekki sjálfum yður samkvæmur, og hann sveiflar stafnum. Við þessi orð Oskarsens er líkt og um Jón Jack Hermannsson hlaupi rafstraumur. Hann kippir vinstri hendi upp úr buxnavasanum og er hann hefur athugað úr sitt gaumgæfilega og borið það upp að hægra eyra stynur hann upp, meir en litið ves- aldarlegur : Eg sver það, þetta er ekki mm sök, það er úrið, það er úrið sem hlýtur að vera eitthvað bilað. A. B. D. Oskarsen hefur nú í fullu tré við Húa ; hefur ráð hans í hendi sér. En hann er ekki sá maður að koma ungling í bölvun þegar hann mögulega getur sneitt hjá þvx. Hann dregur upp vindlapakka, fær sér úr honum tvo vindla, étur annan en stingur hinum milli vara sér. Þetta er allt í lagi frá minni hálfu, segir hann, ekki fer ég að höfða mál út af þessu. Eigið þér nokkrar eldspýtur? Nú stendur Húa eða Jóni Jack Hermannssyni tækifærið til að koma sér í mjúkinn hjá A.B.D. Oskarsen með kurteisi og lipurð til boða. Hann fer því í vasa Peturs, sækir þangað eldspýtustokk og réttir honum : Gjörið þér svo vel. Þakka yður kærlega, segir Pétur A. B.D. og lcveikir sér í, þakka yður kærlega, kærlega, slíkri greiðvikni bjóst hann tæpast við af unglingi. En Húi svarar hógvæi’lega : Mikill heiður, mikil ánægja, segir hann, heiður, heiðarleg ánægja, ánægjulegur heiður.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.