Skólablaðið - 01.12.1963, Side 11
71 -
Greinilega er nú heldur farinn að vænkast hagur Jóns Jack, málsókn úr sög-
unni og A.B. D„ Oskarsen á allan hátt fremur jákvæður. Og Jóni gefst enn frekara
tækifæri til að bæta fyrir fyrri afglöp sín ( eða úrsins): Þér eruð kunnugur hér í
bæ, ungi maður, er ekki svo? segir Oskarsen. Vilduð þér nú vera svo vinsamleg-
ir í minn garð að segja mér hver leiða er stytzt og hagkvæmust þeirra er liggja
til Tindafjallagötu 17b? spyr hann og er nú aðstoðab Jóns þurfi.
Jón Jack Hermannsson þekkir sinn vitjunartíma ; hann svarar hiklaust: Með mestu
ánægju, herra, þér gangið. ...........
En nú kemur babb í bátinn. Vart er Húi fyrr byrjaður á setningunni en
A.B.D. Oskarsen, hvort sem það er sakir óþolinmæði eða illgirni, grípur fram í og
spyr : Beint áfram? Til vinstri? Hægri? Upp þessa götu, yfir þessa götu, niður
þessa götu? Svarið mér, segir Oskarsen.
Kannski hefur Jón Jack ekki gripið tækifærið nógu föstum tökum, en hvað^
sem því líður þá hefur hann að vísa veginn á nýjaleik : Þér gangið þessa götu á
enda, beygið.................
Og sagan endurtekur sig. Enn grípur Oskarsen fram í fyrir Húa: Talið
ekki svona hratt, ungi maður, ég skil yður ekki, segir hann og kannski ekki að á-
stæðulausu, en nú er Jóni Jack mest í mun að veita þá beztu þjónustu sem honum
er unnt, lætur því ekki truflunina á sig fá en heldur áfram: Þér gangið, segir hann
hægt og greinilega, þessa götu á enda, beygið þá til hægri............... til vinstri
niður þessa götu og síðan næstu þvergötu til hægri, grípur A.B.D. Oskarsen fram í.
Er þess langt að bíða að ég fái svar við spurningu minni? Verið þér nú svo vin-
gjarnlegur að vísa mér veginn til Tindafjallagötu 17b formálalaust, bætir hann við.
Örðugt er að skilja hvernig á þessari síðustu athugasemd Péturs A.B.D.
stendur, vissulega talaði Jón Jack skýrt og greinilega, með réttum áherzlum og
góðum framburði. Þrátt fyrir þetta gefst Jón ekki upp; í fjórða sinn býst hann til
að vísa veginn : þér gangið þessa, segir hann, þessa götu á enda.............. og í
fjórða sinn er hann stöðvaður af Oskarsen, alltof langt, alltof stutt, alltof hátt,
alltof dýrt, vilduð þér gjöra svo vel að segja mér í fáum orðum, skýrum og greini-
legum á sæmilegri íslenzku hvernig ég kemst stytztu leið til Tindafjallagötu 17b„
Ekki bregður Jón svip við þessa ósvífni A. B.D. Oskarsens en gerir lokatilraun:
Með mestu ánægju, segir hann , þér gangið þessa götu á enda, beygið þá til hægri,
þriðju þvergötu til vinstri, hana á enda, þvergötu til hægri á enda, snúið við, þver-
götu á enda, þvergötu til vinstri, þvergötu til hægri, aðalbraut á enda, snúið við,
aðalbraut á enda, hægri þvergötu á enda, hægri þvergötu á enda, á enda, enda............
Loksins hefur honum tekizt að komast yfir þetta, að minnsta kosti að mestu leyti,
ótruflaður; þó skýtur A. B. D. Oskarsen, þegar hér er komið sögu, einni smá-athuga-
semd inn í: mér finnst eins og ég hafi séð yður áður.
Ekki fatast þó Jóni lesturinn við þetta innskot: . . „ aðalbraut til hægri,
vinstri þvergötu, hægri aðalbraut á enda. . . heldur hann áfram, en verður enn fyrir
smá-truflun: Þú ert hann sonur minn glataði, loksins hef ég fundið þig, skýtur
Oskarsen fagnandi inn í, en Jón skeytir því engu og þylur áfram: . . . vinstri þver-
götu á enda, aðalbraut til hægri, þvergötu til vinstri ( gleðiþrungið innskot A.B.D.
Oskarsens: Þú ert hann faðir minn gamli, þá fann ég þig loksins aftur ) aðalbraut
til hægri, þvergötu á enda. . . . og A.B.D. Oskarsen: þú ert hún móðir mín gamla,
loksins fann ég þig aftur, Jón Jack Hermannsson: ... þvergötu til vinstri, hægri,
vinst.ri, hægri. . . . Pétur A. B. D. Oskarsen: þú ert hann afi minn afgamall, en hvað
það var gaman að sjá þig.
Meðan þessu fer fram færist líf í tvær dökkar þústir, sem staðið hafa drjúga
stund í bakgrunni. Þær þokast inn eftir götunni og stefna í áttina til þeirra Jóns
og Oskarsens. Tveir einkennisbúnir lögregluþjónar, skarplegir, birtast á forgrunni