Skólablaðið - 01.12.1963, Page 15
- 75 -
andi búið að halda velheppnaða kynningu á
Antoni Tsékov, þessum öndvegishöfundi,
sem enn þá er eins nýr og óbundinn alman-
akinu og hann var fyrir sextíu árum; dauð-
ur má sá maður.sem ekki finnur eitthvað
sjálfum sér viðkomandi hjá Tsékov.
Kannski voru einhverjir svo sælir að sjá
sýningu Leikfélagsins á Þremur systrum.
mér er sagt að það hafi verið fín og sam-
stillt sýning. Ég hef frétt,að Vanja frændi
verði sýndur þar bráðum eða í útvarpinu.
Það hefur verið dálítið talað um það,
hvort bókmenntadeildin ætti einungis að
skipta sér af íslenzkum höfundum. Satt
að segja langar okkur að krækja í dálítinn
snefil af útlendri lesningu,en því eru auð-
vitað takmörk sett. Einu sinni kynnti
Sverrir Hólmarsson nokkur enskumælandi
skáld með því að láta þá sjálfa lesa af
plötum. Sá lestur fór auðvitað fyrir ofan
garð og neðan hjá flestum. En sitthvað er
þó til 1 þýðingum, það sjáum við á Tsékov-
kynningunni. Kannski naum við bráðum í
Jón Oskar til að tala um franska ljóðlist;
hann og fleiri hafa þýtt talsvert af
frönskum ljóðum.
Eftir áramót verður að öllum líkind-
um eitthvað lesið eftir Geir Kristjáns-
son, þann vandvirkna snilling.
Um daginn var Jón Helgason kynntur ;
ef svona heldur áfram fer ég að óska
sjálfum okkur til hamingju.
Meiri _bækur_.
í ótöldum skólablöðum er búið að
skamma marga fyrir að koma aldrei í
bókasafnið, ( það væri þokkalegt ef menn
gerðu það almennt,því að þar rúmast ekki
nema tiu í einu), ég ætla þess vegna ekki
að bæta við þá þulu. En ætli safnstjórarn-
ir hafi alveg hreint mjöl f sínum pokahorn-
um varðandi bókakaup; ég held þeir mættu
létta dálxtið á alls konar innlendum hvað-
er-hinum-megin bókmenntum og lélegustu
endurminningum og fá dálítið af erlendum
bókum í staðinn>(sem ekki fjalla um
stærðfræði ). Mætti ég benda á,iað erlend-
ar myndlistarbækur eru naumast til yngri
en fimm ára,og jafnframt*að litlar bækur
af þeirri gerð má fá fyrir tuttugu og fjórar
krónur og fimmtíu aura,og eim aðrar fyrir
þrjátíu og sex krónur sjötíu og fimm aura
(nánari upplýsingar veittar). Ég nenni
ómögule^a að safna tíu undirskriftum til
að na mer f fáeinar bækur.
Glaumbær.
Plötusafnið er eitt af hugnanlegustu
uppátækjum seinni tíma í skólanum, ( þó að
sumir viti ekki enn að það er til); það
hleypur ekki burtu,þegar minnst varir
heldur er stabílt eins og járnaruslið hans
Finnbjörns skransala. Þetta eru yfirleitt
ánægjulegustu hljómplötur, mikið af Bach;
aldrei verður of mikið af þeim karli.
En af hverju er svona lítið til af nýrri
tónlist; það er eins og okkur varði ekk-
ert um það,sem er að gerast í dag.
Talsvert er til af Stravinski, en fátt ann-
að, að ég nefni ekki nýrra. Það er
reyndar afsökun að þess konar varrxingur
er yfirleitt ekki til hér á landi. En þá
tekur fyrst steininn úr, þegar píanókonsert
númer eitt eftir Tsjækovskf er þarna til
í einum fjórum útgafum,en verk Bartóks
eru finnanleg litlu fleiri.
8. desember 1963
Þorsteinn Helgason
SKÖLABLAÐIÐ
óskar áskrifendum
s ín um
árs og friðar.