Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1963, Side 18

Skólablaðið - 01.12.1963, Side 18
- 78 - DAG þennan gerði mikið frost á ís- landi. Öll vötn lágu bundin ísi, og hestar á skaflajárnum hlupu út bakkana f átt til þorpsins við ströndina. Þar skyldu knapar þeirra kjósa prest og um kvöldið sitja veizlu sóknarnefndar. Arni Stefánsson, kotbóndi, lagði á mó- álótta meri sína. Hann taldi sér skylt að greiða atkvæði, bæði vegna trúarinnar og eins vegna þess, að frambjóðandinn var ættbugur hans. Konu sína lét Arni Stefánsson eftir í bænum ásamt gamal- menni, sem þau ólu önn fyrir til að end- urgjalda syndir hvors annars við drottinn allsherjar. Um nónbil lagði hann upp í kaupstaðinn og lýsti yfir, að þar myndi hann verða næturgestur. Samkvæmt boð- un kristinnar trúar áminnti hann konuna vim gott hugarfar. Þá steig hann bak merinni og reið mikinn. A vetrum ganga Tslendingar yfir fjöll, einir saman og matarlausir. Þegar mátt þverr, biðja þeir Faðir vor, signa sig og ákalla konung himna. Einvaldur sá tekur bænir sem góða og gilda vöru, en gleym- ir stuttum umhugsunarfresti og kemur því að litlum notum. Ferðamenn sökkva djúpt í fönn. Þeir eru hungraðir og kald- ir. Skór þeirra rifnir. Þroti í hvörmum/ Sprungnar og blóðugar varir eftir veður-' hörku T óbyggðum. Þarna skauzt rjúpa milli steina. Hér hallar undan fæti. Fylgdarlaus göngu- maður sér heimkynni sín og skyggir hönd fyrir augu. ösjálfrátt minnist hann móð- ur sinnar í kotinu, sem kúrir við fjalls- ræturnar, og heldur hita á miðaldra konu og gamalmenni. Hann greikkar sporið og bráðum mun barið að dyrum. Þeir koma aftur, sem fara. Konan sat við ofninn og las Vfdalfns- postillu upphátt, sér og hundinum til dægradvalar. Hún skildi guðsorð og rakk-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.