Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1963, Side 20

Skólablaðið - 01.12.1963, Side 20
- 80 - var í burtu. Undir kvöldið kom ókunnur ferðalangur á hvítum hesti. Istöðin glömr- uðu, þegar hann spennti af. Daginn eftir lagði hann á. Þá var rigning og þoka,enda liðið að hausti. Hann kvaddi konuna með kossi og þakkaði fyrir sig. Þegar hún, ung stúlka, gekk inn í bæinn, nam hún staðar hjá rumi undir súð og horfði lengi á bældan koddan, eins og enn þá hvíldi þar höfuð ókunnugs manns. Almættið sá svo um, að súðin gæti ekki opinberað leyndar- dóm næturinnar. Arni Stefánsson ávítaði konu sína seinna meir, en lengra fór það ekki. Viktor Geníus "Arnason" tók báðum höndum um diskinn, sem móðir hans rétti að honum. Hann borðaði hægt og þurrkaði hnífsblaðið oft með peysuerminni. Því næst ýtti hann diskinum tómum frá sér og leit til konunnar. - Mamma, núna ætla ég að segja þér allt saman. Konan hló glettnislega og tyllti sér á rúmstokkinn hjá gamlingjanum. Kvenfólk hefur ánægju af sögum. - Og hvað ætlarðu þá að segja mér. Viktor Geníus hrukkaði ennið og hleypti brúnum. Hann talaði eins og klerkur, sem er x þann veginn að kasta rekunum á eitt sóknarbarna sinna. - Ég er hættur við að verða eins og Jesú Kristur. Konunni féllust hendur. - Hættur við hvað? - Að verða eins og Jesú Kristur. Móðirin gaut augunum til postillunnar, sem lá blettótt og slitin á borðinu og virt- ist glápa út í loftið, eins og hlutlaus áheyr- andi. Nú kraumaði og vall í miðstöðvar- kötlum helvítis. - Hvenær ætlaðir þú að verða likur frelsaranum, guðlastarinn þinn? - Þegar ég fór. - Þú ættir þegja og skammast þín. - En ég fór burtu vegna þess. Viktor Geníus reyndi að verjast ásökunum móður sinnar, sem horfði hvasseygð á hann. - Guði sé þökk, að syndarar fá náð í andlátið. Ég hugga mig þó við það, að þú ert hættur við þetta. - Viltu ekki fá að vita, hvers vegna ég hætti. Forvitnin rekur okkur títt í ógöngur,og hún lék einnig hina guðhræddu húsfreyju grátt. Maðurinn hefur þá náttúru, að vilja ólmur komast eftir því, sem hann veit ekki, og fátæk móðir hlustar á sögu um Viktor Geníus "Arnason" og Makkabeus Haldorsen. Rakkinn svaf, þar eð hundar hlýða sjaldnast á mál ókunnugs fólks. - Þú manst, þegar ég lagði af stað. Þið kvödduð mig að hætti foreldra með guðsblessun og gráti. Hvað það er annars hjákátlegt, er fólk biður guð að blessa hinn og þennan, og svo efast það um nær- veru hans. Slíkt fær mig til að' hugsa um tómt peningaveski. Annars þáði ég kveðj- ur ykkar með þökkum. Pabbi var órak- aður og ég kyssti hann ekki. Ég klifraði ákafur upp hlíðarnar og þá datt mér í hug þessi spurning: Hvers vegna ferðu? Ef til vill reikaði ég aðeins áttavilltur um stóra og eyðilega sanda. Ösköp þægilegt ferðalag, þar sem fyrsti áfanginn er sá síðasti. En mér skjátlaðist, eins og bóndanum forðum, þegar hann sagði við vinnumann sinn: Kona mín daðr- ar ekki og sefur ekki hjá vinnumönnum. En bóndinn fékk aldrei vitneskju um mis- tökin. Aftur á móti komst ég að hinu sanna. Ég ætlaði að verða algóður maður. Maður, sem elskar náungann eins og sjálf- an sig. Maður, sem lætur lífið vegna systkina sinna. Maður, sem að. . . . já, maður, sem að líkist Jesú Kristi og seg- ir: Damerne f^rst, herrerne bagefter og jeg til sidst. Þannig vildi ég verða. En sama kvöldið hitti ég Makkabeus Haldorsen í þorpinu hérna hinum megin við heiðina. Ég þykist vita, að þú kannast ekkert við hann. Það skiptir engu. Fundum okkar bar saman fyrir utan skotfæraverzlun, þar sem ég hafði sezt á tröppurnar og gæddi mér á lundabagga, sem þú lézt fylgja með í fataskjóðunni. Mér leið vel, ég starði upp í næturhimin- inn og velti fyrir mér ráðgátum lífsins. Þá kom Makkabeus Haldorsen,lágvaxinn og feitur maður um miðjan aldur. Andlitið var einkar frítt, hörundið slétt og fölt. Hann rétti mér granna fingur sína, - það liktist engu handtaki, heldur snertingu. - Hver ert þú, spurði hann. - Ég, - ég heiti Viktor Geníus "Arna- son", svaraði ég forviða. - Jæja, góurinn. Sérkennilegt nafn. Þú ert kominn af gáfufólki. - Nei, - ég; pabbi er bóndi.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.