Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.12.1966, Side 27

Skólablaðið - 01.12.1966, Side 27
- 93 - hljóða við þá suma. Mer finnst alltaf sem Þóra hafi gætur á mór, og þegar eg gef henni hornauga, horfir hán einhvern veginn svo skemmtilega þrjózkulega brosandi á mig. Gnithamra-bræður, þeir Borki og Hlerkur, sögðu mikinn fisk 1 Hnuðskaflavíkinni, og kastaði Bjarni í Kollsgili þá fram þessari hendingu. "Ætli þeir séu ekki bara, alltaf að plata'okkur? " Fránklín á Gruglu ætlaði að botna, og varð það svona : "Ætli við verðum ekki að fara að ná í stykki nokkur. " Varð þá Bjarna að orði : "Slítur engan feigan tönn, hrakin verða blómstur, " Fránklín æstist við þessa sneið og kallaði : "Ætli hún hefði drepizt hún Frimmka þrn, ef þú hefðir alið hana á orðskviðum, trýnið þitt! " Gerrekur á Grundarstúg dró Fránklín niður í sætið og sagði honum að þegja, og lægði heldur 1 Gruglubóndanum við það, en ösku- grár var hann og óttuðust sumir, að hann þrifi sykurkarið og þeytti þvú 1 Bjarna, eins og Björgólfur 1 Kvosinni gerði við Ásgrím feita 1 Búldkoti í fyrra, og tók Haraldur ( Halli Gumm ) sykurkarið og færði það til á borðinu. Þóra tók saman á borðinu á eftir, og hittist þannig á, að ég var að ganga frá nyrðri glugganum og 1 átt til dyra, þegar mór varð litið á Þóru, en minntist ég þá hjúskaparheitsins og vatt mór fram hjá henni og út á hlað, þar voru þeir með næsta, Kollbjörn, son Glóklukku úr Fannarlaut og Geira áf Fálkatröð, eigandi Þóra. Mikið falleg skepna. Veit óg ekki fyrri til en Þóra kemur aftan að mér og segir : " Hvern- ig lizt þér nú á hann Kolla minn? " .Ég lít á djöfsa og segi sem svo: "Fallegur er hann Kolli en fallegra er nú sumt." ( Hún brosir og vottar fyrir roða. ) "Og á óg þar við þig. " Nú roðnaði hún. Ég þóttist sjá, að það væri ekki fyrir andskot- ann haldandi þetta hel- vítis hjúskaparheit og gaf henni snjallan sel- bita. "Ætli það sé nokkuð 1 hlöðunni? Annað en hey, á ég við ? " "Nei," hviskr- aði hún og varð svo ó- sköp ámátleg. \< Næstir komu vist Fjúk- andi, undan Birkisnót frá Hrappsþúfu og Sklýfi í Steinólfshlíð, eigandi Þórður á Litla-Stórhól, næstur Kumringi, foreldrar Strykja 1 Oggunesi og Leðurhosi Gunnars á Útispýtumýri, eigandi Kláus í Festi, svo tveir hrútar, sem ég þekki ekki, og svo var verið að leiða burt Hnausgrýtni, undan Lyðnu frá Spillitúni og Kroppi frá Steinku 1 Neðsta-Horni, eigandi Björn Magnússon. ölfur H. Torfason

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.