Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1966, Síða 38

Skólablaðið - 01.12.1966, Síða 38
ÞAÐ ER SAGT, að menn séu misjafn- lega fúsir til vinnu. Gömul ferskeytla segir : Hálfdán kembdi í holunni húsfreyjan var að spinna biskup svaf 1 sænginni sitt hefur hver að vinna. HÉRNA FYRIR eina tíð var lands- hornaflakkari einn og þúsundþjalasmiður, að nafni Sölvi Helgason. Hann sagðist vera listamaður og bætti þvú gjarnan við, að þjóðin skildi sig ekki. Varla hefur Sölvi verið merkilegur maður, en þó hef- ur verið gaman að honum 1 hófi, eins og gjarnan vill verða með svona menn. Davíð heitinn skrifaði sína einu skáld- sögu um Sölva, og jón Helgason notaði Sölva sem symbol : Aumingja Sölvi minn ! ’ ' Ógæfa þín var sú að aðeins þú lifðir vors þjóðfrelsis byrjandi vor en ekki þess sumar með vaxandi virðing og trú á vfsindamönnum sem frömuðu sig eins og þú. NÚ stígum vér orðið svo merkileg menningarspor. Nú mundi landsstjórnin gera þig prófessor. JÓN HELGASON HEFUR jú ort skemmtilega og sum kvæði hans eru oft- ast tímabær og segja meira en frá því einu, sem jón hefur kannske att við : Meðan alþingismaðurinn unir sem bezt 1 ágætu virðingarsæti er dónanum hrundið með hark og með brest úr berbergi sínu út á stræti. Meðan alþingismaðurinn hneigir sig hljótt fyrir heilagleik morgunroðans þá endar dóninn sína óværu nótt hjá æpandi kvensniftum Hroðans. Hroðinn ér knæpa ein 1 Kaupmannahöfn og þetta kvæði fjallar um einn og sama manninn. KVÆÐI er ekki eitthvað, sem snill- ingi dettur \ hug á kaffihúsi og skrifar síðan hjá sér. Kvæði ereinnig vinna, vinna, þar sem meðfæddir hæfileikar eru þroskaðir og þjálfaðir. Skýr dæmi um þetta á Islandi 1 dag, sem jafnframt sýnir mismuninn, eru þeir Þorsteinn frá Hamri og Hannes Pétursson. Hannes skildi þetta, Þor- steinn ekki. Hannes hefur unnið, og vinnan hefur borið árangur. Þorsteinn hefur slæpzt, og einnig það hefur komið í ljós. En þeir byrjuðu jafnir. EN ÞORSTEINN FRÁ HAMRI hefur ort vel : Hin týndu ÞÚ sem áttalaus reikar veizt að einhvers ég bið sem ég eitt sinn hef trúað eða unnað um hrið falin hafi og snævi út á hjaranum yzt kannski þar geíi dulizt hitt sem þú hefur misst. . . ÞAÐ KOM BERLEGA 1 ljós við að hlusta á Ólaf jónsson kynna Guðberg Bergsson á Iþökulofti nýverið, að Ólafur virðir hann heldur meira sem lista-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.