Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 20.12.1966, Qupperneq 3

Skólablaðið - 20.12.1966, Qupperneq 3
I. Takið þetta burt héðan. Gerið ekki hús föður míns að ver zlunarbúð. Jóh. 2. 16 Enn á ný höldum við jól í kristnum heimi. Fjölskyldur sitja þétt saman heilt kvöld, og allt það 1 veröld, sem beizkt er ellegar súrt er geymt eða gleymt yfir hátíðarnar. Mannlif tekur ekki aftur á sig mynd sína, fyrr en afmælið er um garð gengið. Á þennan hátt hefur minning Jesus Krists náð þeim aldri, sem óum- deilanlegur er. Jesús Kristur á viss ftök í hugum lítilla barna, svo mikið er víst. Skeggjaður maður og góður. - Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, þvf að slíkra er guðsríkið. - Og þegar börn hafa náð því stigi "þroska", að gera grein- armun á góðu og illu, þá verður Jesús Kristur tákn þess góða. Börn læra að biðja, læra að skilja, hvar valdið er og læra að bera virðingu fyrir þvf. En þetta varir vart lengi, virðing getur sjaldnast verið langlíf. Og eini sinni á ári höldum við hatið, afmælishátíð Jesús Krists. Mikil er stemningin á slíkum hátiðum, varla nokk- uð meira. Jesús Kristur, sjálft afmælis- barnið, á heldur litil ítök, einnig í börn- unum. Hann er að mestu gleymdur hlutur. En þrátt fyrir það hefur stemningin yfir- tökin, erjur mannanna barna verða litil- fjörlegar. jólin fylla hjörtun gleði, - og gull, reykelsi og myrra er ofarlega í huga hvers manns. Einatt hérna áður fyrr, þegar jólin voru í nánd, hlakkaði ég mikið til þeirra. Raun- ar vissi ég litið um kærleik eður innri fegurð hvers konar, en óneitanlega bar ég virðingu fyrir þeim hátíðablæ, sem vissu- lega ríkir ævinlega. En þeir hugstraum- ar, sem ég framdi varðandi jól, voru fæstir með Jesúm Krist 1 huga, kenning- ar hans, fagurt og réttilega uppbyggt sam- félag manna á jörð. Sjálfur var ég nirfill 1 frumbernsku, og móðir mm hleypti mer grátandi inn um það bil þremur mmutum eftir að ég hafði lagt upp í fyrstu jola- gjafainnkaupaleiðangurinn minn, - með nítján krónurnar og fjörutíú aurana o- snerta. Ekki man ég betur en að eg hafi verið glaður i bragði, er ég tók við jóla- pakkanum þau jólin. Þetta var einfalt og barnalegt, - enginn þurfti að verða hryggur, enginn átti að verða hryggur, og Jesús Kristur var eng- inn faktor. En síðan hefur margt breytzt. Ég kom í skóla, og í öðrum tímanum lærði ég um þróunarkenningu Darwins, í hinum um sköpunarsöguna : Verði ljós etc. Sam- fara þvi, hversu fínt mér þótti að bölva, þá fór ég nú að efast um að þessi Jesús Kristur hefði nokkru sinni verið til, - en að öllum líkindum hafa það verið fmheit- in helber sem orsökuðu það, þvú ekki man ég betur en ég bæði til guðs svona af og til, að þessi eða hin stelpan yrði nu skotin í mér á morgun. En þegar barnaskónum sleit, um svip- að leyti og ég fór að nota nr. 40, þá vakn- aði lika ægilegur grunur, hvort trúar- brögðin væru barasta ekki einhver hugg- unarstarfsemi til þess. að sætta okkur smælingjana við, að við værum ekki dauð- ir þótt við raunverulega værum dauðir. Um þetta varð ég svo sannfærður, að mér var hætt að standa á sama. Ég harð- neitaði samt sem áður að trúa því, að ég gæti dáið fyrir fullt og allt. Þetta voru skrýtnir tímar. En svo breyttist þetta. Ég fór að sætta mig betur við, að dauðinn er stað- reynd og smátt og smátt hætti ég að hugsa um þessa hluti.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.