Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 20.12.1966, Side 5

Skólablaðið - 20.12.1966, Side 5
115 - Maríu frá Magdölum og lifa eins og hver annar, eÖa deyja fyrir heiminn. Kasan- aaki lætur Krist ákveða sig í Getsemane- garöinum og hann velur fyrri kostinn. En þá er það, sem einn iærisveina hans kem- ur að honum, og orsakar það með kossi, að Jesus Kristur deyr á krossi fyrir mann- folkið allt. Þetta er merk bok og góð, enda er ekk- ert það í kristinni tru, sem meinar ein- staklingnum að álykta sitt. Og vísindi og siðfræði eru ágæt í sitt hvoru lagi, en á stundum er lítt viðeigandi að tengja þau hvort öðru um of. Serhver einstaklingur hefur skapað sér sínar ákveðnu hugmyndir um einstaka at- burði kristinnar sögu. Til dæmis það, hvernig Judasarkossinn sögulegi hafi verið framkvæmdur, Sumir telja, að Judas hafi kysst Jesum á ennið, aðrir á vangann, enn aðrir á fæturna.. En við nánari athugun kemur í ljós, að ekkert guðspjallanna kveður skýrt á um þetta, heldur segja þau eingöngu, að júdas hafi gengið fram og kysst Jesúm. En hins vegar er sú skoðun víðast hvar ofan á meðal fræðimanna 1 þessari grein, að júd- as hafi kysst a vangann. En hvers vegna þarf jpað að vera ákveð- ið? Jú, 1 kristnu samfelagi á að hafa ríkt fullkomið jafnrétti meðal þegnanna. Jesús er jú leiðtoginn, júdas lærisveinn. Koss á fæturna merkir undirgefni, jafningjar heilsast með kossi a kinn. Seinnitíma- menn hafa þess vegna slegið þvi föstu, að Júdasarkossinn hafi verið slíkur. En er nokkuð við þetta að athuga? Er eitthvað athugavert við það, þótt trúarbragðasagan sé lagfærð eilítið. Vissulega skiptir það engu máli, ef að hugurinn, sem að baki liggur, er réttur. IV. íslenzk þjóð hefur ekki haft gagn af ver- aldlegum hliðum trúarinnar. Kaþólsku biskuparnir voru helzti yfirgangssamir, og siðan runnu allar jarðir þeirra úr landi um eða eftir siðaskiptin. Þar fór sem fór. Og x dag er vart hægt að segja, að það sé neitt blómaskeið hjá kristinni kirkju á Tslandi, siður en svo. En líklega er meira hugsað um ytri glæsileik en þann innri. Kirkjuna á íslandi ætti að vera hæ^t að reka með fjórum sinnum minna fjarmagni engeít er, án þess að nokkur afkristnist eða-verði verri maður fyrir vikið. óhóf það, sem borið er 1 kirkjuna, er orðið slíkt, að ekki nær nokkurri átt. Fjölgun presta og allur íburður vex 1 ofugu hlut- falli við það hugarfar, sem hinn almenni borgari hefur gagnvart kirkjunni. Og til mála hefur komið að fjölga biskupum. Hlægilegt. Hitt er annað mál, að nauðsyn þjóð- kirkjunnar er óumdeilanleg. Þvú ef henn- ar nyti ekki við, myndu vaða hér upp alls kyns sértrúarflokkar, en bandarúskt þjóð- félag hefur sannað umheiminum, að slíkt er alls ekki öfundsvert, "Gætið þess að varast alla ágirnd, því að þótt einhver hafi allsnægt- ir, þá er lif hans ekki tryggt með eigum hans. " Lúk. 12. 15. V. En, - jólin nálgast óðfluga. Sitthvað kemur í huga minn af þvú tilefni, og ekki allt jafn fallegt. En til hvers er að vera að hengja sig í það, sem af- vega hefur farið. jólin hafa jú ein'- hverja vissa stemningu, sem gera hvern mann glaðan í hjarta. Og með það x huga, að kristin trú er siðfræði og eingöngu siðfræði, sem mót- ar hugarfar okkar í ríkum mæli, eða að minnsta kosti það, sem þar er x lagi, þá ber okkur að virða það og meta. "Leyfið börnunum að koma til mín, og bannið þeim það ekki,- þvi að slíkra er guðs ríkið. " Matt. 18, 3. Gleðileg j ó1 ! Rétt fyrir hátíðahöldin 1966 Yilmundur Gylfason

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.