Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 20.12.1966, Síða 6

Skólablaðið - 20.12.1966, Síða 6
RITDOMUR Forsí’ðan : Einhver sú albezta. Hlýtur að vekja aðdáun á jóni. Hugmyndin : Skemmtilega háðsk og teikningin öll ser- lega fyndin og gamansöm, meira að segja blómin í varpanum. Innan á kápunni getur að líta auglys- ingu ársins. Meðal nýrra bóka í íþöku : Fanny Hill, verk Johns Lennons, Sex and the Single Man. Það er ekki langt síðan greinarflokk- ur sá, er ber nafnið Editor dicit, hóf göngu síha. Það var í stjórnartíð Einars Más fyrir aðeins sex árum, Nú orðið þykja pistlar þessir ómissandi og sá rit- stjóri litill bógur, sem ekki sinnir þeim af alúð og kostgæfni. Samt hefur það borið við, oftar en tvisvar og oftar en þrisvar, að pistlarn- ir hafa reynzt erfiðir 1 sköpun. Mer finnst á öllu, að svo sé í pottinn búið með þessa grein: að Vilmundur hafi skrifað hana af kvöð og skyldurækni einni saman og þott það einstaklega leið- inlegt. Upphafsorðin gefa slíkt óneitan- lega til kynna : !,Það er gamall barlómur, og ef til vill heldur leiðigjarn, að ræða um ungt fólk a hverjum tima, getu þess, dug, framtíðarhorfur og sjónarmið. " Þetta gerir hann síðan að umræðuefni sinu langt á þriðju sfðu. Hins vegar er auðséð, að Vilmundur kastar ekki höndunum til þessarar grein- ar sinnar. HÚn er nostursamlega unnin - og það hefur í vissum skilningi orðið henni að falli. Málið er flókið og óað- gengilegt og minnir litið á þá mælsku, sem Vilmundur er annars þekktur fyrir. Á eftir grein ritstjóra kemur ritdóm- ur óttarrs, óþarflega vægur, enda hrós- ar Vilmundur honum aftar í blaðinu. Stemningar Kristjáns Guðlaugssonar eru einkar geðþekkar. Hann fer sér að vísu hægt, en hyggur á þeim mun fleira. Það er ekki á hvers manns færi að komast slysalaust gegnum söguna Hlaup- rás og/eða Sívaka. Af þeim, sem hófu lestur hennar, býst ég við, að þeir hafi verið mun fleiri, sem hættu í miðju kafi en þeir, sem lásu" til enda. Slíkt hef ég alla tið álitið fremur leiðinlegt höf- undarins vegna. Þýðingin á kvæðinu Mitte Oktober er nokkuð, sem ekki á að sjást á síðum Skólablaðsins. Til að bæta gráu oná svart er prentvilla í frumtextanum ( svo er einnig um eitt ljóðanna eftir Kristján Guðlaugsson ( og þrjár í auglýsingu bóka- safnsins ) ). Ævintýri þeirrar konu, sem ber það fallega nafn Mjöll Snæsdóttir, er hreint ágætt. Það er léttilega skrifað og hefur þann góða kost, að engin sérstök áherzla er lögð á boðskapinn. Þetta er það bezta, sem birzt hefur frá stúlku um langan tíma. Flækingurinn nefnist veigalítið prósa- ljóð eftir Einar ólafsson, þó ekki ósnot- urt. Endirinn finnst mér helzti ófrum- legur : "Og eilffðin heldur áfram. ..." Á næstu síðu er sagt frá skipstapa á hæglátan hátt. Skoðanakönnunin á efni blaðsins er sennilega ómerkilegasta aðferð, sem framin hefur verið til að fjölga blaðsíð- um. Til þess finnast betri ráð. Ég nefni sem dæmi : Hefur ritstjórinn gleymt, hversu vel honum lætur að taka viðtöl? Svo mætti auðvitað nota einhvern af furðufuglum skólans 1 dandimannaþátt. Án svars er alvörugefin saga eftir Björn Sigurbjörnsson; stíllinn sérlega Frh. á bls. 148.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.