Skólablaðið - 20.12.1966, Page 28
NÚ þegar svartasta skammdegi stend-
ur yfir, höldum við eina af okkar árlegu
hátxðum, jólahátiöina. Þetta er forn siö-
ur hérlendur og hefur, að þvi er ég hygg,
tiðkast allt frá tímum fyrstu landnáms-
mannanna. Þeir voru flestir heiðnir og
héldu á þessum tima árs jólablót, til að
fagna þvú að sól skyldi á ný vera farin
að hækka á lofti og degirnir að lengjast,
eiginlega að fagna sigri birtunnar og end-
urfæðingu náttúruaflanna. Svipaðar fagn-
aðarhátiðir þessari voru haldnar um allan
indó-evrópskan heim á jólunum löngu fyrir
daga Krists.
En tímarnir breytast og mennirnir með.
Nu erum við kristnir og höldum jólin hátíð-
leg af allt öðrum ástæðum, eða svo álxtum
við að minnsta kosti. Við erum að halda
upp á fæðingu þess góða og bjarta í þennan
syndanna heim, þ.e.a.s. fæðingu Jesú
Krists. Ekki er vitað með vissu hvenær
árs Jesúbarnið fæddist, en kirkjan ákvað
að haldið skyldi uppá fæðinguna á hinni
ævafornu jólahátið. Þessi ákvörðun kirkj-
unnar var vissule^a skynsamleg.
Og nú stendur jolaundirbúningurinn sem
hæst. Við viljum gefa hvert öðru gjafir,
sem mestar og dýrastar, honum til minn-
ingar. Við viljum halda veizlur, honum
til heiðurs. Allt fer af stað með tilheyr-
andi látum nútíma þjóðfélags,og verzlunar-
heimurinn er uppspenntur og þrútinn, eins
og þunguð kona. Húsmæðurnar kaupa sér
farmiða hjá flugfélagi, ef eiginmaðurinn
hefur fiskað vel, og fljúga til útlandsins til
að kaupa alls kyns góss í tilefni að fæðingu
frelsarans. Já, við hömumst við að minn-
ast hans, á allan mögulegan og ómögulegan
hátt.
Nú er svo komið, að jólaaðveptan er
aðal innkaupatimi ársins, aðal hreingern-
ingatími, aðal saumatimi. Allt skal gert
fyrir jól. Það á að mála eldhúsið, það á
að gera við biluðu ljósakrónuna, það á að
setja hurðir í nýju xbúðina, svo hægt verði
að flytja^þangað fyrir jól. Hvað er svo
sjálfri jólahátxðinni eftirskilið? t mörg-
um tilfellum örmagna sálir og lémagna
lxkamar, - ef þá ekki liðin lík. En fyrir
þá, sem lifa áðventuna af svo til skakka-
fallslaust, eru jólin afskaplpga ljúf og
indæl og algerlega ómissandi, þar eð þau
eru einu sinni til. Hugsið ykkur ár án
jóla. Ég er hræddur um, að það yrði
þunnur þrettándi. Að fara á mis við jól
og jólahald er að fara á mis við þá gleði
og tilhlökkun, sem ætíð fylgir þessari
fagnaðar hátið. Þetta er háti'ð haldin á
ákjósanlegum árstíma fyrir okkur fslend-
inga. Þá er dimmt og kalt úti fyrir, en
hibýli okkar fyllum við af birtu og yl, sem
ef til vill mætti búa í aðeins rikari mæli
innra með okkur. Þá skiptumst við á
gjöfum, nýtum vömbina og reynum að
safna kröftum eftir ósköpin við jólaundir-
búninginn. Þá hætta bræður okkar 1 Viet-
Nam um stundar sakir að drepa hvorn
annan. Allt i minningu frelsarans.
Aðeins ef það mætti alltaf vera þannig.
Við þyrftum að hafa þennan Jesús frá
Nazaret oftar í huga en á jólunum. Og þó
að jólahaldið sé ef til vill ekki alveg eins
og það ætti að vera, þá er ég ekki frá
því, að honum myndi hlýna ofurlitið um
hjartaræturnar, ef hann vissi, hvernig við
höldum upp á afmælið hans.
Jón Bragi Bjarnason