Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 20.12.1966, Page 29

Skólablaðið - 20.12.1966, Page 29
HVAÐ eru jólin? Ys og þys miðbæj- arins á hástigi, fólk á þönum milli verzl- ana? jólasveinar, fáránlegir karlar með skegg, sem leika alls konar listir í búða- gluggum; blóthátíð Mammons, þar sem allsnægta þjóðfélagið tilbiður ímynd vel- gengni sinnar? Eða hefur þessi, að mörgu leyti töfrandi hátxð, eitthvað göfugra innihald ? A jólunum höldum við fæðingarhátíð frelsarans. En vissulega er honum þokað til hliðar hér í þessu allsnægtanna landi, og annað sett 1 forsætið. Til dæmis tala menn í tima og ótíma um jóiin sem "hátxð barnanna" og reyna að lifa 1 minningunni um "bernskujólin". Boðskapur jólanna um barnið JESÍJ, hverfur í skuggan fyrir Jesú BARNINU. Sannarlega kom hann til okkar eins og /eikbyggt, hjálparvana barn, en harxn var og er "Jmmanuel’', "guð með oss". Immanuel, það er boðskapur jolanna. Jesús kom til að boða frið á jörðu og sýna velþóknun guðs á mönnunum. En hann gerði það ekki með þvi að kalla saman "toppfund" eða með þvi að setja á stofn "Alþjóða Mannverndunar Stofnunina" eða eitthvað þess háttar. Hann fullkomnaði verk sitt og þjónustu með því að taka á sig synd mannanna og loks að ^anga í dauðann fyrir þá. Þess vegna eru jolin gleðinnar hátið, umvafin alls konar siðum og venjum. En allar eiga þær að benda á Jesúm einan. Jólagjafir minna þannig á hann, sem var hin dyrasta gjöf til okikar, jólatréð sígræna á lífið, sem dauðann deyddi, jólaljósin á ljós heimsins. Þessu megum við aldrei gleyma í allsnægtum okkar. Drottinn einn a dýrðina og jólin eru hátíð hans. Karl Sigurbjörnsson MÉR hefur verið sagt svo, að meðan þjóð vor helgaði sér að mestu það eitt að yrkja jörðina og byggja sér íverustaði x miðjum tunum, þá hafi hún í' aldaraðir átt sér erfðavenju um jólahald. Kirkjusókn var slík, að vani var að allt heimilisfólk færi til kirkju á jólum utan einnar mahn- veru, er gæta skyldi bæjarins og þó öllu fremur eldsins. Sú var venjulega valin, sem minnstur söknuður yrði að, ef hún hyrfi. Þjóðin átti jólasveina og álfa. A aðfangadag og jóladag máttu konur ekki vinna að saumum eða menn spila á spil. Þess í stað var sálmasöngur og rxmna- kveðskapur,annar en mansön^var. Börnum voru gefin kerti og spil. Hátxðamatur, hangikjöt og laufabrauð. Er komið var fram á annan dag jóla, upphófst spii nokk- uð, er nefnt var "púkk", og var þeirri skemmtun fram haldið með litlum töfum út jólin. Slyngir spilamenn högnuðust þá vel og áttu mikið af þorskkvörnum, er kom fram á þrettánda. Þetta var í fátækraland- inu. r landi "allsnægtanna" lifir fólkið ekki undir grænum torfþökum, heldur treður sér hundruðum saman í "hamarinn inn". Öll þjóðin virðist hafa orðið bergnumin af þvi, sem hún kallar allsnægtir. Skynleysi hennar á allsnægtahugtakinu birtist hvað skýrast 1 jólahaldinu. Fólkið í landi "alls- nægtanna" er að mínum dómi, að mestum hluta, duglegar fjölskyldur, sem keppast við það mestan hluta sólarhringsins áríð um kring að afla sér sem allra mestra tekna til þess að geta keypt ýmsa misjafn- lega þarfa hluti, enda hugkvæmni mangar- anna meiri en svo, að margur sjái við henni. Kaupahéðnum hefur tekizt að gera Frh. á bls. 150.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.