Skólablaðið - 20.12.1966, Side 38
148 -
RITDÓMUR?
frh. af bls. 116.
fágaÖur, en þó látlaus.; Björn fylgir gam-
alli hefð og lýsir veðrinu af nákvæmni.
Mer og fleirum, til dæmis jóni Braga,
finnst fullmikil úrkoma 1 sögum hans.
Hvernig væri að láta stytta upp og sjá til
sólar í næstu sögu, Björn ?
Á síðunni á móti kemur annað hljóð í
strokkinn : Stikkprufa af sérstæðri
kímni Ásgeirs Ásgeirssonar. Stíiiseraða
teikningu af Ásgeiri má finna á síðu 93.
Kem eg þá að grein Hrafns Gunnlaugs-
sonar í Blekslettum. Greinin átti upp-
haflega að vera í Quid novi, en ritstjóri
tók sér það bessaleyfi að flytja hana, lik-
lega til að geta birt svar sitt. Þar varð
Vilmundi alvarlega á i messunni. Innan
um hitt sluðrið hefði þessi þáttur tæplega
vakið mikla athygli, en þarna verður hann
að hvössu háði og ádeilu. Auk þess er
svar Vilmundar afleitt. Af þessu getur
hann ekki hreinsað sig nema með því að
sýna iðrun á einhvern hátt.
Siða 91 (martröð kynferðislegs ofstæk-
ismanns ) er lítið fyndnara en samsvarandi
síða í öðtu tölublaði. Aftur á móti eru
tvær næstu síður með þeim snjöllustu í
sögu blaðsins, þar er einkennileg sveita-
saga eftir ólaf H. Torfason og teikning
með. Ég byrjaði að hlæja að mynd þessari
í strætisvagni númer 19 í Lækjargötunni,
( ég er fremur brosmildur, eins og jó-
hannes í sjötta B hefur svo oft og ljúf-
mannlega bent mér á ), og kimdi enn, þegar
Halldór Halldórsson kom inn í vagnínn á
Hagamelnum. Málfari sveitamannsins
hefur ólafur náð furðuvel. Hér er dæmi
um ódauðlega setningu : "Fallegur er
hann Kolli en fallegra er nú sumt. . . . Og
á ég þar við þig. " ólafur er óþreytandi
tilraunamaður og í rauninni algjört fyrir-
bæri, þvú að hann hefur alla túð skrifað
öðru vúsi en annað fólk.
Quid novi er að þessu sinni alveg laust
við rætni, ( sem er sjaldgæft), og einn
þátturinn meira að segja dálútið fyndinn,
( sem er ennþá sjaldgæfara ).
Sigrún Guðnadóttir lætur móðan mása
um andrúmsloftið innan veggja skólans.
Hún kvartar undan gagnrýnisskorti, sem
hlýtur að teljast furðulegt. Er ekki nój;
af baknagi og slúðri (= gagnrýni i praxis )
\ þessum skóla? Annars er ýmislegt bæði
satt og rétt í greininni, enda Sigrún skyn-
semdarkona um margt.
Ef einhverjum hefur ekki líkað við
munarljoð Hrafns Gunnlaugssonar, ætti
hann að lesa þau upp á nýtt í ró og næði,
til dæmis yfir kvöldmatnum : lesa nokkrar
línur, stinga upp í sig bita, tyggja og
kingja, lesa nokkrar linur til viðbótar. . . .
Annars hefur Hrafn gert betur (hér á ég
við ágæta sögu hans í fyrsta tölublaði ).
Synu bezt fundust mér númer tvö og fjög-
ur. í númer tvö örlar á skáldaleifum.
Þýðing Dóru Sigrúðar á sögu Wolfgangs
Borcherts er prýðisvel unnin. Að vísu
hefði hú:i mátt láta strákinn segja "á næt-
urnar" í stað "um nætur", sem mér
finnst o£ hátíðlegt. Og endilega breyta
"tjáir" í* "tjóar". Allt um það er vand-
virkni DÓru lofsverð.
Þa kemur af þeim þáttum, sem opin-
bera lesendum hugsanif ritstjóra á kaffi-
húsum. Á þætti þessa ber mér tæplega
skylda að leggja dóm fremur en Quid novi,
en hvað gera ekki ritdómarar til að svala
vandfysni sinni? Hér er ein setning :
"Varla hefur Sölvi verið merkilegur mað-
ur, en þó hefur verið gaman að honum í
hófi, eins og gjarnan vill verða um svona
menn. " Þessarar dómhörku gætir þarna
víðar,einnig í ritstjórnargreininni :
"Hann ( Stefán Zweig ) hafði nú sínar skoð-
anir á þessum málum, maðurinn sá, en
barasta rangar. "
Það vill svo einkennilega til, að ævin-
týrið um Lummuna sá ég með eigin augum
fæðast og verða til. Það var þá fært inn í
stilabok skapara sms, Gunnars Ægissonar.
( þá einustu, sem hann hefur átt, síðan
hann hóf göngu í Menntaskólanum ). Ein-
hver stráksskapur mun hafa valdið því”, að
sagan slæddist inn i Skólablaðið. Annars
hefur Gunnar gert margt betur, til dæmis
"Historien om Töffe, den tapre dreng".
HÚn er skrifuð á dönsku.
Og hver er svo útkoman? Prýðisgott
blað, sem tokst að fæða löngu fyrir tím-
ann, sakir dugnaðar ritstjóra og ritnefndar.
Það er kraftur í þessu fólki. Þótt við ým-
islegt sé að athuga, er ég mjög bjartsýnn
á framtfðina. Helztu forsendur fyrir góðu
skólablaði er gott skáldalið. - Það hefur
sjaldan verið betra en einmitt nú.
r desember 1966. - Ágúst Guðmundss.