Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 20.12.1966, Page 39

Skólablaðið - 20.12.1966, Page 39
BLEKSLETTUR, frh. af bls. 130. - 149 - frá honum. I" þessu öðlaöist þjakaður hug- ur minn stundarró. Hugmyndina að sögu þessari hafði eg frá góðum kunningja mín- um og gömlum vini, en eins og fyrr getur á eg þessum skrifum mínum það að þakka, að mér tókst nokkurn veginn að ná valdi á geðsmunum mínum að nýju. Líður ná nokkur tími. - - NÚ, þegar mesta hsettan var liðin hjá, tók óg mig eitt sinn til og lét þetta litla greinarkorn frá mér fara sem uppistöðuna 1 skemmtiriti mínu, LÍkaböng. Átti þetta aðeins að vera til skemmtunar og ánægju bekkjarfé- lögum mínum, því" ég ætlaði, að þeim myndi þykja gaman að ( ég var þá fyrir all- löngu orðinn heill á ný, og brosti nú bara að öllu þessu, sem hafði áður hrjáð huga minn ). Líða nú enn fram stundir, og féll allt 1 gleymsku og dá, unz það var dag nokk- urn, að mér barst síðastútkomið Skóla- blað í hendur. Rak mig strax í rogastanz, er ég sá hverju hafði verið klúðrað á öft- ustu siðu Skólablaðs okkar, en nú var of seint að iðrast drýgðra verka. Ekki get ég annað sagt, en að sagan, eins og hún er birt í Skólablaðinu, sé ger- snauð því" gildi, sem hún hafði fyrir mig upphaflega, þar eð hún hefur sætt miklum breytingum í höndum annarra. Ekki hefur hún heldur eins mikil áhrif á lesandann í sínum nyja búningi. Ekki er hún nema svipur hjá sjón, ef miða skal við frumrit- ið. Þar hefur margt verið féllt úr, en því" snúið til verri vegar, er betur mátti sín í upphafi, að ekki sé svo minnzt á hinn greinargóða eftirmála að hugarsmíð þess- ari, en hann kannast ég ekki við af fyrri afspurn. Einnig sé ég mig neyddan til þess að benda fólki á, að ekki var það fyrir mína minnstu tilstuðlan, að hugverki þessu var komið á framfæri við ritnefnd Skólablaðs- ins, og eru öll málsatvik mér hulin ráð- gáta. Þetta þykir mér nauðsynlegt að taka fram ; því að ógjarnan vil ég að mér sé skipaður sess á "skálda,,bekk við hlið manna eins og Hrafns Gunnlaugssonar og Baldurs Hrafnkels, og vil ég sizt kallast sessunautur þeirra á setunum þeim. Ég er ekki hafinn yfir sjálfsgagnrýni frekar en aðrir dauðlegir menn, og verð ég því" að segja eins og mér finnst, að flest er nú talið birtingarhæft á síðum Skólablaðsins án tillits til gæða eða inni- halds andlegs eðlis. Með óttablandinni virðungu fyrir rit- nefnd og velunnurum hennar, en hálf- gildingskæruleysi gagnvart öðrum skola- systkinum mínum. LIFIÐ HEIL ! Helgi Guðmundsson I" anda andlegs þroska starfar skólinn. Ég heyrði Einar rektor líklega við skólasetningu vitna í" reglugerð skólans, þar sem eitthvað á þessa leið stóð : Að hlutverk Menntaskólans sé að auka likam- legan og andlegan þroska nemenda sinna. Það kom strax upp í" huga mér sú spurn- ing, hvort það væri andlegt og líkamlegt atgervi kennara, sem helzt ætti að stuðla að þessari þroskaaukningu nemenda. En þegar fhugað er, hvað andlegt og líkam- legt atgervi kennara er geysimisjafnt og misgott, þá verður spurningunni aðeins svarað neitandi. Ekki er þá eftir nema eitt, sem varðar skólann og aukið gæti þroska nemenda í honum, en það er nám- ið sjálft, Hinn líkamlegi hluti þess er fljótt afgreiddur, leikfimikennsla er of lítil, ekki nema tveir timar, er það von mín, að framtakssemi viðkomandi aðila bæti úr því", með þvi að láta byggja nytt og veglegt íþróttahús fyrir skólann, Andlegheit námsins hér í" skóla er stund- um ekki upp á marga fiska. En hvað veldur, kynnu einhverjir að spyrja. Því" er til að svara, að of mikið pensum gerir margar námsgreinar tyrfnar og leiðinlegar, enda getur kennarinn ekki þótt hann vildi gert námið litrikt, sökum þess, að hann er stöðugt að keppa við tímann. Námið í þriðja bekk einkennist af þessu. Þar er andlegur þroski stöðv- aður og ekki komið á stað aftur fyrr en í fjórða bekk. Þegar teknar eru fyrir náms- greinarnar hver um sig, þá er augljost, að þær eru mismunandi til þess fallnar að auka andlegan þroska, t. d. held ég, að allt málanám á byrjunarstigi sé andlaus- asta og óþroskavænlegasta nám, sem til er; síðar þegar menn komast inn í" málin,

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.