Skólablaðið - 20.12.1966, Qupperneq 40
150 -
þá er þetta vafalíítið bréytt. Um nátt-
urufraeði er líkt á komið, þó svolítið
skárra. Ef rétt er, að rökrétt hugsun
auki eitthvað þroska, þá eru stærðfræði
og eðlisfræði þroskavænlegustu náms-
greinarnar fyrir nemendur, en það er
aðeins, ef þær eru kenndar vel. En nú
er ég kominn í mótsögn við sjálfan mig,
þvi að samkvæmt þessu síðastnefnda er
það bæði undir andlegum hæfileikum
kennarans (þ. e.a. s. sá hæfileiki aðvera
góður kennari ) og námsgreininni komið,
hvort nám er þroskandi, en þannig hlýt-
ur þetta að vera og læt ég þetta vera
niðurstöðu mína, 1 sambandi við, hvort
skólinn geti aukið þroska nemenda.
En um aukningu á aukningu andlegs
þroska gæti verið að ræða, ef teknir
væru upp nýir kennsluhættir og viðhorf
til námsins hjá kennurum, t. d. með þvi
að kenna nemendum rétt vinnubrögð við-
vrkjandi náminu.
jón Stefán Rafnsson
SKÓLASKÁLDAVAKA,
frh. af bls. 131.
fyrir hinn ákveðna ramma. Sagan gefur
enn til kynna hæfileika Péturs og finnst
mér sem aðrir hér í skóla mættu læra
af Pétri - en Pétur skrifar um eitthvað,
sem hann ræður við og er skiljanlegt,
Þykir mér sem sögur t. d. Þorarins
Eldjárns séu of tormeltar til skilnings,
en ÞÓrarinn er pennafær, og einmitt, þar
sem hann notar lettan stil, finnst mer
honum takast bezt.
Síðast las Ásgeir Ásgeirsson smá-
sögu eftir sig og var upplestur hans lé-
legur og háði það mjög.
~ Skáldakvöldið fannst mér takast vel
og langt umfram þær vonir, sem ég
hafði gert mér. Lélegur upplestur háði
þó oft, en slíkt mætti fyrirbyggja.
Þeir, sem hafa eitthvað fram að færa,
ættu að ,:eyða" svolitlum tfma í vöndun
flutnings verka sinna fyrir skáldavökur.
Þ. H. H.
SKÓLABLAÐIÐ SPYR,
frh. af bls. 139.
mikinn hluta þjóðarinnar kaupaóðan.
jólahald þessa fólks styðst ekki við
erfðavenjur heldur tízku. í stað þess
að fara í kirkju á jólum, horfir öll fjöl-
skyldan á "cowboy-myndir" í dátasjón-
varpinu og við þær geiningar hverfur þa
ekki alltaf su heimasætan, sem minnst-
ur söknuður var að. í stað hangikjöts
og laufabrauðs er hátíðamaturinn brezk-
ur kalkún og dönsk terta. í stað þess
að gefa börnum kerti og spil, er þeim
nú gefnir skriðdrekar og sjálfvirkar vel-
byssur, svo að þau geti nægjanlega
fljótt fengið innsýn og skilning á því*,
hvernig á að drepa annað fólk. Það
virðist vissulega eiga litið skylt við lif
trésmiðssonarins frá Nazaret, sem
gekk um meðal fátækra og kúgaðra og
færði þeim boðskap sameignar og frið-
ar á jörðu.
í fáum orðum sagt eru séreinkenni
jólahaldsins nú í landi "allsnægtanna"
kaupmennska, kappát og ofdrykkja, og
hefur okkur þvi svo sannarlega tekizt
að snúa faðirvorinu upp a fjandann.
jóhann Bjarni Kristjánsson
SÖNN gleði hefur ætið verið í sam-
bandi við jólahátiðina. Við erum þa
glöð og þakklát fyrir þá gjöf, sem við
trúum, að guð hafi sent okkur a smum
tíma til þess að gefa okkur tækifæri til
að eignast eilíft lif, en við viljum flest
lifa öðru lifi eftir þetta, og þá með
reynslu þá að baki, sem við höfum orð-
ið fyrir í þessu lífi. JÓlin ættu að vera
helguð minningunni um þessa gjöf.
Nú er jólahald á fslandi nokkuð af-
vegaleitt, og auðvitað frábrugðið þvi,
sem áður var. Aðalmunurinn er sá, að
við erum meiri efnum búin nú, og get-
um því veitt okkur meira á jólum.jafnt
sem allan ársins hring. Af þessu leið-
ir, að sú hamingja, sem menn finna til
um jolin, vill gjarnan hverfa bak við
allsnægtirnar. Tel ég að það sé aðal-
lega vegna þess, að við hrúgum gjöfum
hvort í annað og jafnvel sjálf okkur, og
höldum að við verðum sæl á eftir sem