SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Side 2

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Side 2
2 23. janúar 2011 Við mælum með Alla vikuna Frönsk kvikmyndahátíð stendur yfir í Reykjavík en á henni verð- ur meistaraverk þriggja Jean-a sýnd. Jean-Luc Godard leikstýrir À bout de souffle, sem er frá árinu 1960. Í aðalhlutverkum eru Jean-Paul Belmondo og Jean Se- berg. Fleiri góð verk úr smiðju franskra kvikmyndagerð- armanna eru á hátíðinni og eru nánari upplýsingar á af.is. Franskt meistaraverk 22 Nánar um slysin við Bjarnarnúp Engilbert S. Ingvarsson segir lítið eitt um Sumarliða Brandsson og þá sem voru í björgunarferðum eftir slysin við Bjarnarnúp 1920. 26 Áskoranir fjölmiðla Önnur greinin af þremur í greinaflokki Unnar H. Jóhannsdóttur um birt- ingarmyndir geðraskana í fjölmiðlum. 30 Draugur leysir morðgátu Elva Zona Heaster Shue lést með sviplegum hætti á þessum degi 1897 og gekk aftur til að upplýsa málið skömmu síðar. 34 Hljóðlát bylting í uppsiglingu Allt kapp er nú lagt á að finna staðgengil fyrir olíuna en umhverf- isvandinn vegna hennar verður æ stærri. 36 Góða veislu gjöra skal Friðrik V. og starfsmenn B&L og Ingvars Helgasonar létu sig ekki muna um að útbúa dýrindis veislu handa sjálfum sér og mökum sínum. 38 Þokkalega þungaðar Ólétta virðist vera í tísku sem aldrei fyrr og greint er frá þungunum í Hollywood eins og úrslitum fótboltaleikja. 41 Hvað fer í ferðatöskuna? Gaman er að fara í ferðalag. En hverju pakkar maður og hverju pakkar maður ekki áður en lagt er í’ann á framandi slóðir? Lesbók 42 Seiðandi eyðibýli Orri Jónsson er feginn að hafa lært ljósmyndun áður en stafræna tæknin tók völdin. Hann sýnir myndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. 24 8 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Reuters af Guðmundi Guðmundssyni. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirs- dóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. Augnablikið Kjaftæði,“ hrópar KR-ingur svo heyristum allan salinn. „Kjaftæði!“ Auðvitaðer útilokað að þetta hafi veriðóíþróttamannsleg villa. Hvað er dóm- arinn að fara? Haukar fá samt tvö vítaskot og halda boltanum. Dómarinn ætlar greinilega ekki að skipta um skoðun. Þetta minnir á sögu af gamalreyndum dómara, sem hafði tekið að sér að dæma í firmakeppni. Þegar hæst stendur hrekkur boltinn út af og allir í salnum sjá hver kom við boltann síðast nema dómarinn, sem dæmir vitlausu liði boltann. Leik- menn hins liðsins byrja að tuða í dómaranum, sem hlustar á þá svipbrigðalaus uns hann segir: „Það er þá ekki í fyrsta skipti, sem ég dæmi ein- hverja bölvaða vitleysu.“ Málið afgreitt. En leikur Hauka og KR heldur áfram og KR- ingar eru ekki einir um að vera óánægðir með dómarana. „Dæmdu báðum megin,“ hrópar stuðningsmaður Hafnfirðinganna þegar dæmd er tæknivilla á Hauka fyrir mögl og þrætubók. Leikurinn hefst kortéri eftir að Íslendingar hafa unnið frækinn sigur á Norðmönnum á HM í handbolta í Svíþjóð og einhvern veginn er ljóst að þessi deildarleikur mun ekki hafa afgerandi áhrif á gang himintunglanna. Reyndar skilja ekki nema tvö sæti liðin að í töflunni, en þetta fimmtudags- kvöld er himinn og haf á milli. Haukum tekst að halda í við KR-inga í upphafi og eftir fyrsta leik- hluta er aðeins fjögurra stiga munur, en í öðrum leikhluta taka KR-ingar öll völd og skora 37 stig á móti níu stigum Hauka. Þegar þrjár mínútur eru eftir af fyrri hálfleik er leikurinn búinn. „Þið eruð að fara illa með okkur,“ segir kona í sjoppunni hjá Haukum í hálfleik og viðskiptavinurinn úr Vest- urbænum er hálfafsakandi yfir ósvífni gestanna. Leikurinn heldur þó áfram. Trymbill í Hauka- treyju heldur ótrauður áfram að berja bumbu, en undirtektir annarra áhorfenda eru dræmar, finnst kannski tilgangslítið að æpa sig hása þegar mun- urinn er orðinn 30 stig. Í hátölurum gellur hvell rödd ítrekað. „Hendur saman,“ hrópar röddin. Sennilega hafnfirska yfir að klappa. KR-ingurinn, sem er með dómgæsluna á heil- anum, er meira að segja hættur að einbeita sér, nöldrar af skyldurækni þegar hann er ósammála dómaranum – sem sagt í hvert skipti sem dæmt er á KR – en það heyrist að hugur fylgir ekki máli. Dómgæslan mun ekki ráða úrslitum í þessum leik. Semaj Inge, sem áður lék með KR og Haukum tókst á sínum tíma að stöðva og fá til liðs við sig þegar hann var á leiðinni út á flugvöll, reynir að klóra í bakkann. „Ég skil ekki af hverju við létum hann fara,“ segir KR-ingur þegar Inge skorar glæsilega körfu þar sem hann virðist vera á samn- ingi við þyngdarlögmálið um að þurfa ekki að lenda. Liðið hans er ekki með neinn slíkan samn- ing og þarf nú að jafna sig eftir brotlendingu. Karl Blöndal kbl@mbl.is Semaj Inge, leikmaður Hauka, sækir að körfu KR-inga. Morgunblaðið/Kristinn „Kjaftæði!“ Þau merku tímamót urðu á föstudag að fjölmiðlum var hleypt inn til að taka ljósmyndir af keppni í úrvalsdeild kvenna í blaki í Íran eftir að nýjar reglur um klæðaburð tóku gildi. Ekki verður betur séð en Shahnoosh Razi, liðsmaður Azad-háskóla, taki sig vel út í leiknum gegn Persopolis sem fram fór í Teheran. Veröldin Reuters Blakað við klæðunum 23. janúar Sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson leiðir gesti um sýn- inguna Án áfangastaðar í Hafnarhúsi Lista- safns Reykjavíkur á sunnudag kl. 15. Útgangspunktur sýning- arinnar er ferðahugurinn og upplifun ferðamannsins á um- hverfinu sem verður á vegi hans. 25. janúar Hinir sívinsælu hádegistónleikar ungra einsöngv- ara í Íslensku óp- erunni verða næst haldnir á þriðjudaginn kl. 12.15. Að þessu sinni er tenórinn Snorri Wiium gestasöngvari á tónleikunum og verða Mozart-óperur og söng- leikjalög í fyrirrúmi.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.