SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Qupperneq 4

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Qupperneq 4
4 23. janúar 2011 „Kannski erum við farin að hugsa um fólk sem rök- vísar, skynsamar vélar þar sem allt snýst um að há- marka gróðann,“ segir Björn Þorláksson þegar hann veltir fyrir sér ástandinu á Siglufirði og Ólafsfirði. Hann nefnir í greininni hér til hliðar hve þankagangur margra sé öðruvísi þar en í fjölmenninu. „Sú góða vísa er aldrei of oft kveðin að við verðum að leita að manninum í okkur sjálfum,“ segir hann. Björn segir fæsta sem hann talaði við á Siglufirði vera ferðaglaða. „Einn viðmælandi minn hafði farið einu sinni til Reykjavíkur. Þegar ég spurði hvort hann langaði ekki til að setjast þar að svaraði hann: Nei, þá mundi ég nú frekar vilja fara alveg! Auðvitað veit ég ekki hvort þetta voru varnarviðbrögð eða húmor en mér fannst oft hægt að skynja býsna mikla andúð á höfuðborgarsvæðinu.“ Björn segist hafa fengið á tilfinninguna að þótt al- mennilegar vegasamgöngur hafi seint komist á til Siglufjarðar og fólk þurft að treysta á skipaferðir hafi bæjarbúar aldrei litið á sig sem einangraða. „Margir sem búa úti á landi þekkja að fólk í 200 manna þorpi er oft miklu virkara að mörgu leyti en nokkurn tíma í Reykjavík,“ segir hann. Samgangurinn sé meiri og fólk líti miklu frekar á sig sem stóra heild. Hann segir áberandi að á Siglufirði sé ein- staklingshyggja minni en víða annars staðar. Enda séu Siglfirðingar þekktir fyrir að vera vinstrisinnaðir í pólitík en meira hefur í gegnum tíðina verið um sjálf- stæðismenn í Ólafsfirði. „Það var til dæmis áberandi að Ólafsfirðingar kenna útgerðarmönnum miklu frek- ar um ástandið í sjávarútvegi en á Siglufirði tala menn frekar um ríkið.“ „Nei, þá myndi ég nú frekar vilja fara alveg“ Einn munni Héðinsfjarðarganganna í vetur. Ljósmynd/Sigurður Ægisson Mögulegt er, og margir telja afarlíklegt, að með opnun Héðins-fjarðarganga muni margt breytastí Fjallabyggð. Eitt og annað blasir við, til að mynda samgöngur, en búsetu, at- vinnu, fasteignamarkað og opinbera þjónustu má einnig nefna og vitaskuld félagslíf. Hópur fræðimanna við Háskólann á Akureyri hefur undanfarin þrjú ár unnið að rannsókn á stöðu Fjallabyggðar – Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar – fyrir göng og mun áfram fylgjast með þróun samfélagsins næstu árin. Fyrsta áfanga verkefnisins lýkur í dag með útkomu bókar og ráðstefnu í Menntaskólanum á Tröllaskaga – Fjallabyggð fyrir Héðinsfjarð- argöng: Samgöngur, samfélag og byggðaþró- un. Þar verða helstu niðurstöður rannsókn- arinnar til þessa kynntar. Björn Þorláksson, nemi í þjóðfélagsfræði við HA og fyrrverandi fréttamaður, tók að sér áhugavert verkefni vegna rannsóknarinnar og kallar erindi sitt á ráðstefnunni Nokkur orð um mikilvægi þess að fá að sofa heima hjá sér. Björn ræddi við 12 aldraða í Fjallabyggð, sex á Ólafsfirði og sex á Siglufirði. „Ég hef oft farið til Siglufjarðar og skrifað margar fréttir um fólksflótta. Skýringarnar hafa oft verið frekar einfaldar en nú fór ég á staðinn með það fyrir augum að tala við aldraða, niður í sjötugt og upp í 100 ára. Ég ræddi við fólkið um heima og geima og þegar ég spurði af hverju það hefði ekki farið, eins og svo margir gerðu eftir að síld- in hvarf, voru skýringarnar miklu látlausari og einfaldari, kannski mannlegri, en við er- um alltaf að tönnlast á. Ég vildi bara fá að sofa heima hjá mér, sagði einn viðmæl- andinn! Þetta svar sló mig pínulítið út af laginu og ég átt- aði mig á því hve sjálflæg við erum. Fólk horfir svo mikið á heiminn út frá sjálfu sér en viðmæl- endur mínir lifa í nægjusemi, ró og friði,“ segir Björn í samtali við Morgunblaðið. Björn segist ekki hafa fundið nein merki um spekileka, það sem kallað er brain drain á ensku. „Oft er talað um að þeir sem eftir sitji séu eitthvað verr af guði gerðir en þeir sem fóru en svo er ekki á þessum stöðum,“ segir hann. Fjarri því. Annað svar við spurningunni um hvers vegna fólk fluttist ekki í burtu situr í Birni: Þeir sem vildu eignast meira, þeir fóru. „Hægt og rólega rann upp fyrir mér, þegar leið á rannsóknina, að draumur minn um ein- hverjar stórar niðurstöður varð að engu, og eft- ir því sem rannsóknin þróaðist breyttist líka mín sýn, varð lágstemmdari og mannlegri,“ segir Björn. Við honum blasti andstaða þess sem hefur verið svo áberandi í hinum vestræna heimi á seinni árum: Sumum er alveg sama þó þeir geti eignast meiri peninga annars staðar. „Þetta fólk byggir líf sitt ekki á krónum og aurum. Því finnst mikilvægara að hafa sama fjallið fyrir framan sig og vill vera nálægt ættingjunum, þó vissulega hafi þeir farið í mörgum tilfellum.“ Annað sem kom Birni virkilega á óvart var viðhorf fólks til vinnu. „Það var áberandi hjá fólki á þessum stöðum, ekki bara öldruðum, að það að hafa vinnu væri auðlegð. Fólk á höf- uðborgarsvæðinu og jafnvel á Akureyri er oft kresið á vinnu; spáir mikið í það hvernig vinnu það getur fengið en ekki bara það að hafa eitt- hvað að gera. Virðingin fyrir björgun verðmæta er enn gríðarlega mikil bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Það að vinna sjávarfang blæs stolti í æðar fólksins, eflir það og gefur því tilgang. Maður hélt að sumu leyti að þetta væri horfinn heimur, að enginn vildi lengur vinna við neitt sem hann hefði sérstakan áhuga á, en vinnusið- ferði og dugnaður eru stór minni á báðum stöð- um.“ Gengið hefur verið út frá því að heimamenn séu allir himinlifandi með göngin. Björn segir það hafa komið sér nokkuð á óvart að ekki séu allir á því að þau breyti miklu. „Vissulega er til fólk sem heldur að þau breyti töluverðu, en margir telja að þau muni ekki breyta neinu og sumir að þau muni jafnvel hafa neikvæð áhrif. Og þetta á ekki bara við um aldraða,“ segir Björn Þorláksson. Að sofa heima hjá sér „Þeir sem vildu eignast meira, þeir fóru“ Fjölmennt var og mikil spenna þegar tilkynnt var um það, á Síldarminjasafninu árið 2005, að Héðinsfjarðargöngin yrðu boðin út þá um haustið. Morgunblaðið/Kristján KristjánssonVikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Björn Þorláksson Fjallabyggð varð til 2006 þegar Siglu- fjörður og Ólafs- fjörður voru samein- aðir. Sama ár var hafist handa við Héð- insfjarðargöng og eft- ir að þau voru opnuð í haust eru aðeins 15 km á milli bæj- arhluta. Mest bjuggu um 3.000 manns á Siglufirði um 1950 en um 1.200 á Ólafs- firði þegar mest var, árið 1992. Íbúar Fjallabyggðar eru nú um 2.000. Mikil fækkun © IL V A Ís la n d 20 11 SILENCE BASIC DREAM 120X200 CM. VERÐ 99.900.- NÚ 59.900,- einfaldlega betri kostur ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is mánudaga - föstudaga 11-18:30 laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18 40% afsláttur sparið 40.000.-

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.