SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Page 6

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Page 6
6 23. janúar 2011 Nejdra Nance eða Carlina White eins og hennar upp- runalega nafn var fluttist frá Connecticut til Atlanta fyr- ir nokkrum árum. Þar starfar hún sem sendill en dreymir um að leggja fyrir sig fyrirsætustörf í framtíðinni. Sjálf á hún fimm ára dóttur svo Joy White end- urheimti ekki aðeins barnið sitt um síðustu helgi heldur eignaðist dótturdóttur í leiðinni. Hafa fjölmiðlar vestanhafs það eftir fjölskyldunni að unga konan óski eftir því að taka upp nafnið sem for- eldrar hennar gáfu henni við fæðingu. Af samtölum fjölmiðla við White-fjölskylduna má merkja að hún er í sjöunda himni yfir að hafa end- urheimt Carlinu. Engu líkara sé en að hún hafi verið í fjölskyldunni alla tíð. „Við tókum myndir og Joy eldaði. Við skemmtum okkur vel saman.“ Carlina var í New York frá föstudegi til þriðjudags en sneri svo aftur til Atlanta. Hún hefur hins vegar í hyggju að flytja til New York, þar sem fjölskylda hennar býr, ef marka má færslu á Twitter vef hennar. Sjálf sagði hún í samtali við New York Post á dög- unum að það væri draumi líkast að sameinast blóð- fjölskyldu sinni. „Ég er svo hamingjusöm. Samtímis er þetta undarleg tilfinning því allt er svo nýtt. Þetta er eins og að fæðast á ný.“ Eins og að fæðast á ný Carlina dreymir um að verða fyrirsæta en myndin er úr árbók hennar úr menntaskóla. Hún er alveg eins og mamma og mérfinnst eins og við höfum alltaf þekkst.“Þannig lýsir hin 18 ára gamla SheenaWhite nýfundinni hálfsystur sinni, Carlinu White sem hún hitti í fyrsta sinn um síðast- liðna helgi. Carlina sem er fimm árum eldri vissi ekki fyrr en nýlega að hún ætti yfirhöfuð systur. Ekki að furða. Alla sína ævi hefur hún verið alin upp sem Nejdra Nance, hjá fólki sem rændi henni af barnaspítala í Harlem í New York þegar hún var að- eins 19 daga gömul. Alla tíð síðan hafa blóðforeldrar hennar, Joy White og Carl Tyson, leitað hennar en hið óvænta í málinu er að það var hún sjálf sem kom sér til skila. Sagan hófst árið 1987 þegar foreldrar Carlinu fóru með hana inn á spítala eftir að ungbarnið hafið fengið háan hita. Á meðan þau fóru heim að hvílast var barninu rænt. Telur lögregla að þar hafi verið að verki kona sem var klædd eins og hjúkrunarfræð- ingur en síðar kom í ljós að var ekki í starfi hjá spít- alanum. Í framhaldinu var hafin rannsókn á hvarfi Carlinu sem engan árangur bar og var málinu því lokað og það sett í bunka með öðrum óleystum ráð- gátum lögreglunnar. Eftir að Carlinu var rænt var hún flutt til Con- necticut-ríkis þar sem hún var alin upp sem Nejdra Nance hjá konu að nafni Ann Pettway. Að sögn fjöl- skyldunnar var hún háð eiturlyfjum og fór illa með stúlkuna, barði hana m.a. með skóm í andlitið. Þegar Carlina varð svo þunguð á unglingsaldri flutti hún að heiman. DNA-próf staðfesti skyldleikann Alla ævi hafði Carlina á tilfinningunni að hún væri ekki dóttir konunnar sem hún kallaði móður sína því hún líktist hvorki henni né nokkrum öðrum í fjölskyldunni. Grunsemdir hennar vöknuð hins vegar fyrir alvöru í kringum 16 ára afmælisdaginn hennar, þegar móðir hennar gat ekki látið henni í té fæðingarvottorð. Eftir það eyddi hún löngum stundum við tölvuskjáinn í leit að vísbendingum um uppruna sinn. M.a. skoðaði hún myndir af týndum ungbörnum á heimasíðu sérstakra lands- samtaka sem leita að börnum sem hafa horfið (the National Center for Missing and Exploited Child- ren). Til að byrja með einskorðaði hún leitina við Con- necticut en þegar hún kíkti á heimasíðu samtak- anna 4. janúar síðastliðinn datt henni í hug að fletta í gegnum myndir af börnum sem höfðu horfið í New York. Þar sá hún mynd sem svipaði svo mikið til ljósmynda af henni sjálfri sem kornabarni að hún ákvað að hafa samband við samtökin, sem aftur höfðu samband við Joy White, líffræðilega móður hennar. Mæðgurnar skiptust á myndum og meira þurfti ekki til – þrátt fyrir að 23 ár væru liðin frá aðskiln- aði þeirra var Joy sannfærð um að þarna væri hin horfna dóttir komin í leitirnar, enda svipaði ungu stúlkunni mjög til fjölskyldu hennar og hún hafði aldrei misst vonina um að finna hana á lífi. Þær biðu ekki boðanna heldur hittust áður en niðurstöður erfðaefnisprófs lágu fyrir. Síðar staðfesti prófið það sem þær mæðgur voru þegar sannfærðar um, að Carlina væri hin horfna dóttir Joy. Carlina var numin á brott á vöggudeild sjúkrahúss í Harlem á Manhattan. Reuters Unga konan sem fann sjálfa sig Yfir tuttugu ára mannshvarfs- mál leystist á óvenjulegan hátt Vikuspegill Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Carlina White sem er 23 ára er orðin gullfalleg ung kona og móðir fimm ára gamallar stúlku. ÞORRINN 2 011 Þorrahlaðborð – fyrir 10 eða fleiri – 1.990 kr. á mann www.noatun.is Lögreglan í New York leit- ar nú leiða til að fá alrík- islögregluna til að taka að sér mál Carlinu White en líkur eru á að það sé fyrnt skv. lögum New York fylkis. Hins vegar fyrnast mál horfinna barna aldrei hjá FBI. Lögreglan hefur hvorki gefið upp hvort einhverjir hafi stöðu grunaðra í málinu, né hvort hún hafi yfirheyrt Ann Pettway en óljóst er hvort hún hefur sjálf numið barnið á brott. Auglýsing með myndum af Carlinu, bæði nýfæddri og eins og menn gerðu ráð fyrir að hún liti út á táningsaldri. Stúlkunnar var leitað í 23 ár

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.