SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 8
8 23. janúar 2011
„Ég veit ekki hvað fótboltamaður
þyrfti að vera góður til að ég
myndi umbera hann þótt hann
væri bjáni,“ segir Jürgen Klopp,
þjálfari Borussia Dortmund. Klopp
hefur litla þolinmæði gagnvart
„vitleysingum“, en leggur þeim
mun meiri áherslu á karakter,
„persónustyrk“, og vináttu. Þjálf-
arinn hefur vakið athygli fyrir um-
mæli sín, en ekkert síður að hann
skuli standa við þau.
Dortmund hefur ekki úr miklu fé
að spila, hefur keypt leikmenn
ódýrt eða gefið mönnum tækifæri,
sem alist hafa upp hjá félaginu.
Knaji Kagawa frá Japan er
dæmi um hið fyrrnefnda. Hann var
keyptur fyrir 350 þúsund evrur í
upphafi tímabilsins. Nú er mark-
aðsvirði hans talið vera fimm
milljónir evra.
Kevin Großkreutz er dæmi um
hið síðara. Fyrir þremur árum lék
hann með Ahlen í annarri deild, en
hafði leikið með Dortmund í yngri
flokkunum til 14 ára aldurs. Hann
var fastagestur á leikjum liðsins
og dreymdi um að klæðast treyju
þess, þótt það yrði með b-liðinu.
Großkreutz fékk tækifærið, Klopp
sá ungan mann sem var tilbúinn
að leggja allt í sölurnar og hlaupa
13 km í leik. Nú er Großkreutz
kominn í landsliðið.
Óhefðbundnar leiðir Jürgens Klopps
Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund, fagnar sigri á Leverkusen fyrir viku.
Reuters
Borussia Dortmund er á miklu flugi íþýsku búndeslígunni og keppinautarnirná því vart að vera á hælum liðsins – nærað segja að þeir séu á hælunum. BVB
Dortmund hefur nú 12 stiga forskot á næsta lið,
Hannover 96, og 16 stigum meira en Bayern
München. 3-1-sigur Dortmund á Leverkusen,
einum helsta keppinautinum, um liðna helgi und-
irstrikaði yfirburði liðsins.
Dortmund er fornfrægt stórveldi í þýska fót-
boltanum. Glæstustu ár félagsins voru á síðasta
áratug liðinnar aldar. Árið 1993 datt Dortmund í
lukkupottinn. Liðið komst í úrslit UEFA-
bikarkeppninnar, tapaði reyndar leiknum 1-6 fyr-
ir Juventus, en sat eitt að tekjunum, sem ætlaðar
voru þýsku liðunum í keppninni, og fékk 24 millj-
ónir marka í aðra hönd. Og nú héldu hinu nýríka
félagi engin bönd.
Bestu leikmennirnir voru keyptir. Peningar
voru engin fyrirstaða. Einu gilti um prímadonnu-
stæla. Portúgalinn Paolo Sousa hafði til dæmis
með sér sérstakan aðstoðarmann til að hjálpa til
við upphitunina og var vitaskuld til í að spila,
hann vildi bara ekki þurfa að hlaupa í vörn, ekki
vera í fremstu víglínu og hvorki þurfa að fara á
vinstri kantinn né hægri kantinn.
Auðnum fylgdi árangur. Borussia varð meist-
ari 1995 og 1996. Tindinum var náð 1997 þegar
Dortmund lagði Alessandro Del Piero, Zinedine
Zidane og félaga hjá Juventus 3-1 í úrslitum
meistaradeildar Evrópu. Ekki skemmdi fyrir að
úrslitaleikurinn fór fram á heimavelli Bæjara,
ólympíuleikvanginum í München.
Um aldamótin fór félagið á markað. Tveimur
árum síðar, 2002, varð Dortmund þýskur meistari
á ný. Fjárhagslega var hins vegar farið að halla
undan fæti og gengi hlutabréfanna hrapaði. Þegar
Dortmund náði ekki einu sinni Evrópusæti 2004
og fékk því ekki peningana, sem fylgja þátttök-
unni í meistaradeildinni, rann stund sannleikans
upp. Félagið hafði fengið 184 milljónir evra við að
fara á markað. Þær voru horfnar. Í febrúar barst
tilkynning í verðbréfahöllina um yfirvofandi
gjaldþrot og skuldir upp á 122 milljónir evra.
Stjórn liðsins fór í bankann, sagði að félagið væri á
gjörgæsludeild og baðst vægðar. Svar bankans var
að félagið væri komið í anddyrið á líkhúsinu. Ein-
hvern veginn tókst að koma í veg fyrir að liðið
yrði gjaldþrota og vísað úr deildinni. Liðið gerði
góða auglýsingasamninga og var látið ferðast í
rútum og gista á kakkalakkahótelum.
Neyðin kennir naktri konu að spinna. 2007
var blaðinu snúið við. Héðan í frá yrði aðeins
byggt á leikmönnum, sem aldir væru upp hjá fé-
laginu og kostuðu því ekki neitt, eða leikmenn
yrðu keyptir af félögum, sem áttuðu sig ekki á
verðmæti þeirra. Sáðkorn fallsins hefðu legið í
velgengninni á árum auðs og hroka og það yrði
ekki endurtekið. Jürgen Klopp var ráðinn þjálfari.
Hann hefur snúið liðinu við á þessum forsendum
og sýnt að hægt er að ná árangri án þess að kaupa
alla dýrustu leikmennina. Árangur Dortmund fyr-
ir jól er sá næstbesti frá því að búndeslígan var
stoppuð á fyrri hluta tímabils. Meðalaldur liðsins
er undir 23 árum og verði það meistari er það
yngsta liðið, sem náð hefur þeim árangri í Þýska-
landi. Annað mál er hversu lengi Borussia Dort-
mund fær þrifist í ævintýraveröld handan máttar
peninganna þar sem enginn er stjarna og allir spila
fyrir einn og einn fyrir alla þegar frægðin og at-
hyglin, sem fylgja árangrinum, knýja að dyrum.
Fótboltaundrið
í Dortmund
Óþekktir leikmenn spila allir
sem einn og skilja stórveldi
þýska boltans eftir
Shinji Kagawa, sem sóttur var í 2. deild í Japan, fagnar marki í Evrópu-
leik á móti Sevilla. Hann skoraði átta mörk fyrir jól og þykir skæðasti
miðjumaður þýsku deildarinnar.
Reuters
Liðsmenn Dortmund. Allir fyrir einn og einn fyrir alla.
Reuters
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
„Strákarnir eru, guð minn
góður, ekki nema 21 árs, í
Dortmund er ekki verið að
henda í þá jarðhnetum heldur
fá þeir vel borgað,“ segir Jür-
gen Klopp þjálfari og vonast
til þess að vitneskjan um að
enginn þjálfari muni ná meiru
út úr þeim en hann verði gylli-
boðunum yfirsterkari. „Þetta
er félagið þar sem þeir geta
orðið að goðsögn.“
Frægð og fé
ódýrt alla daga
999kr.kg
Verð áður 1998 kr.
Grísahryggur, úrbeinaður
50%afsláttur