SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 15
23. janúar 2011 15 lagið sér hag sinn í að hleypa mér í þessi verkefni. Þetta krefst skipulagningar og maður reynir að stýra janúarmánuði í gegnum símann og tölvupóst. Félagið mitt í Noregi reynir kannski að auglýsa þetta upp og nýta sér þetta á einhvern hátt,“ sagði Gunnar og Óskar segir Vals- menn stolta af því að tengja sig við landsliðið. „Ég held að Valsmenn séu stoltir af þessu og finnist það vera styrk- ur að tengja Val við landsliðið. Því er ekki að neita að janúarmánuður er erf- iður og þá reynir mikið á Heimi Rík- harðsson. Mér finnst erfitt að vera lengi frá félaginu sem aðalþjálfari. Sem dæmi þá var 6. flokkur að spila og það var erf- itt að vera ekki með litlu strákunum og ég var með smásamviskubit. Þetta er langur tími ef vel gengur og við þetta má bæta að við erum báðir fjölskyldumenn. Það reynir á fjölskylduna og allir þurfa að leggjast á eitt. Á hinn bóginn eru þetta mikil forrétindi og mikil skemmt- un fyrir utan það hvað þetta hefur hjálp- að okkur gríðarlega sem þjálfarar. Við bætum okkur með hverju móti og öðl- umst svakalega reynslu,“ sagði Óskar og Gunnar tekur þennan punkt á lofti. „Hérna erum við að pæla í handbolta all- an sólarhringinn með bestu þjóðum og bestu leikmönnum í heimi. Maður getur ekki annað en bætt sig sem þjálfari með því að vinna með Gumma og landsliðs- strákunum. Ég tek þó undir það með Óskari að maður er með samviskubit gagnvart félaginu og fjölskyldunni. Sem betur fer erum við vel giftir því það er ekki auðvelt fyrir konurnar að vera einar heima að sjá um börnin í tæpan mánuð,“ sagði Gunnar. Reuters Stuðningsmenn íslenska liðsins hafa fengið mikið fyrir sinn snúð í Svíþjóð. L íklega hefur það komið mörg-um íþróttaáhugamanninum áóvart að sjá landsliðsmanninnGuðjón Val Sigurðsson spila allt að því 60 mínútur, leik eftir leik, á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Svíþjóð. Hornamaðurinn snjalli missti nefnilega mikið úr á síðasta ári. Guðjón var ein af lykilpersónunum í Austurríkisævintýrinu á EM í fyrra en í kjölfarið fór hann í aðgerð á vinstra hné. Hún heppnaðist ekki sem skyldi og Guð- jón fór í aðra aðgerð seint í maí. Hún virðist hins vegar hafa gert sitt gagn því Guðjón sneri aftur á handboltavöllinn hinn 1. desember með félagsliði sínu Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi. Mikil óvissa ríkti um þátttöku Guðjóns á HM vegna þessa og Guðjón tjáði Morg- unblaðinu að hann hefði sjálfur ekki ver- ið viss um að vera tilbúinn í slaginn fyrr en eftir vináttuleikina við Þjóðverja í að- draganda keppninnar. „Ég sagði alltaf að ég þyrfti að spila einhverja leiki í desem- ber og fá að spreyta mig í einhverjar mín- útur til þess að sjá hvar ég væri staddur. Til að byrja með stóð ég á öndinni eftir nokkrar mínútur og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Ég fann að ég var búinn að æfa vel og var búinn að ná upp fínum styrk. Spurningin var hins vegar hvernig þetta kæmi út inni á vellinum sjálfum. Þegar maður er einn inni í æfingasal þá er þetta allt öðruvísi, því þá stjórnar maður álaginu sjálfur. Í leikjum getur maður ekki ráðið því sjálfur hvenær maður þarf að hlaupa og hvenær ekki. Það var kannski einna erfiðast við þetta allt sam- an. Mig langaði alltaf að fara á HM en fann ekki fyrr en í Þjóðverjaleikjunum að þetta myndi ganga, þó svo að þeir leikir hafi alls ekki verið neinar flugeldasýn- ingar af minni hálfu. Þarna var um að ræða tvo leiki á tveimur dögum og fyrri leikurinn var fyrsti leikurinn sem ég spil- aði frá upphafi til enda síðan á móti Pól- verjum í bronsleiknum á EM í fyrra. Morguninn eftir þorði ég ekki að stíga fram úr og lá á koddanum í smátíma. Ég vildi ganga úr skugga um að ekkert am- aði að en hnéð sýndi engin viðbrögð, þ.e.a.s. enginn vökvi eða bólgur fylgdu þeim leik. Þá var ég endanlega viss um að þetta myndi ganga upp,“ sagði Guðjón sem hafði tekið þátt í fimm leikjum með Löwen áður en að jólafríinu kom og lék þá yfirleitt annan hálfleikinn. Eins og beljurnar á vorin Guðjón hefur hvergi dregið af sér eftir að til Svíþjóðar var komið og hvíldi aðeins í liðlega tíu mínútur í allri riðlakeppninni. Ekki nóg með það heldur er hann einn af markahæstu leikmönnum keppninnar og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið í Austurríki. Morgunblaðið innti Guðjón eftir því hvort hann fyndi fyrir mikilli leikgleði eftir að hafa verið jafn lengi frá handknattleiksiðkun og raun ber vitni. „Já já, auðvitað geri ég það. Ég tók hins vegar meira eftir því í byrjun desember þegar ég byrjaði að spila með félögum mínum í Rhein-Neckar Löwen. Þeir höfðu æft allan júlí og spilað ágúst, sept- ember, október og nóvember en þá kom ég loksins inn í þetta í desember þegar þeir voru farnir að horfa til þess að kom- ast í jólafrí. Þá kom einn sem var eins og beljurnar á vorin,“ sagði Guðjón og bætti við að hann hefði fundið fyrir því að gott væri að tilheyra hópnum hjá Löwen á nýjan leik. „Handbolti er hópíþrótt og við erum vanir að tilheyra liði. Ég fann einna mest fyrir því að tilheyra hópnum á ný þegar ég byrjaði aftur að spila. Ég var alltaf á æfingunum og var á staðnum á meðan ég var meiddur en ég hafði ekkert hlutverk. Þá er maður svolítið utangátta og hefur ekkert með gengi liðsins að gera eða hvernig æfingarnar ganga. Sú tilfinning að vera hluti af heild og skipta máli á nýj- an leik var gríðarlega góð.“ Forréttindi að geta létt lund landans Guðjón Valur hefur marga fjöruna sopið með íslenska landsliðinu og er að keppa á sínu þrettánda stórmóti. Fyrsta stórmót- ið var EM í Króatíu árið 2000 og Guðjón hefur ekki misst úr stórmót síðan. Guð- jón segir það alltaf jafn sjálfsagt að gefa kost á sér í landsliðsverkefnin þrátt fyrir að álagið sé mikið á leikmönnum sem eru atvinnumenn erlendis, t.d. í Þýskalandi. „Það eru forréttindi að fá að spila fyrir Ís- lands hönd. Ég er alltaf gríðarlega stoltur og glaður þegar ég fæ að gera það. Ég ætla ekki að reyna að ljúga því að þér að þetta sé alltaf jafn gaman, því auðvitað er ekk- ert gaman þegar illa gengur og þessir svokölluðu sérfræðingar taka menn af lífi. Það er aldrei gaman en fylgir einfald- lega því að vera í liði sem fylgst er með og vinsælt er. Að sjálfsögðu hefur verið gríðarlega gaman að taka þátt í þessu síð- ustu árin því það virðast allir fylgjast með okkur og hafa gríðarlegan áhuga á því sem við erum að gera. Ef við getum létt lund landans á einhvern hátt þá eru mikil forréttindi að geta gert það með því að kasta bolta úti í heimi. Á þessu móti erum við að þróa okkar leik og bregðast við leik andstæðinganna sem er öllu skemmti- legra en að vera alltaf að hamra á sömu hlutunum. Við erum allir mjög einbeittir og hópurinn passar mjög vel saman. Það er heiður að vera hluti af svona heild,“ sagði Guðjón en benti jafnframt á að stórmótin séu frábrugðin mörgum öðr- um landsliðsverkefnum. Þegar æf- ingamót bætist við loka- og und- ankeppnir þá sé álagið orðið mjög mikið. „Ekki eru öll landsliðsverkefni jafn áhugaverð og það getur reynst erfitt að sinna öllu vel. Við getum tekið dæmi þar sem maður spilar í þýsku deildinni á sunnudegi og heldur til móts við lands- liðið á mánudegi. Þá eru kannski lands- leikir í undankeppni á miðvikudegi og laugardegi sem þýðir að maður skilar sér heim á sunnudegi eða mánudegi og á aft- ur leik í deildinni á miðvikudegi. Við svona aðstæður spyr maður sig, fyrir hvern er þetta gert? Þetta hjálpar ekki leikmönnum að mínu mati og gæði leiks- ins líða fyrir þetta. Eins sér maður á stór- mótum, þar sem leikið er þétt, að gæði leikjanna í undanúrslitum og úrslitum eru oft á tíðum minni en í upphafi móts eða um miðbik móts. HM í handbolta er klárað á þó nokkuð styttri tíma en HM í fótbolta svo dæmi sé tekið,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson þegar Morgunblaðið náði tali af honum í Linköping. kris@mbl.is „Heiður að vera hluti af svona heild“ Guðjón Valur Sigurðsson svífur inn úr horninu í leiknum gegn Austurríki. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.