SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 22

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 22
22 23. janúar 2011 Í Sunnudagsmogganum 24. desem-ber birtist fróðleg frásögn eftir JónKristján Þorvarðarson um slysin íBjarnarnúpi 17. og 18. desember 1920 þegar Sumarliði Brandsson póstur fórst, en Jón Kristjánsson sem fór með honum yfir Snæfjallaheiði þessa ör- lagaríku ferð bjargaði sér til byggða í hríðarbyl með harðfylgi og hyggjuviti og komst til bæjar að Snæfjöllum. Þá var Jóni bent á að fara í hús Samúels Jóns- sonar, um 1-200 metrum innar, þar sem Sumarliði átti heima. Þá villtist hann í blindbyl og rakst á mannlaust timburhús á fjörukambinum sem Helgi Kr. Jónsson byggði, en hreppurinn keypti um 1910, og var notað fyrir þinghús og barnaskóla fram á fjórða áratuginn. Við þessa ágætu frásögn þarf engu að bæta, en í þessari grein vil ég segja lítið eitt um Sumarliða Brandsson og þá sem voru í björg- unarferðum eftir slysin. Litlu munaði að þriðja slysið ætti sér stað þegar árabátur lenti í brotsjó undir Núpnum. Í bókinni Undir Snjáfjöllum fjallaði ég um ýmsa atburði frá fyrri tímum á Snæ- fjallaströndinni og þar á meðal um þessi slys. Frásögn Jóns Kristjánssonar „Um slysin við Bjarnarnúp“ birtist í Árbók Sögufélags Ísfirðinga árið 2001. Hafði ég þessa frásögn sem heimild ásamt fleirum. Þetta slys var ekki einsdæmi á þessum slóðum. Þann 7. mars 1856 fórust fjórir menn í lendingu á Sandeyri. Þann 17. mars 1901 voru sex menn frá verbúðum á Snæfjöllum og Gullhúsá, yst á Snæ- fjallaströndinni, að koma á drekk- hlöðnum báti frá kúffiskveiðum við Staðareyrar í góðu veðri. Þá vildi svo illa til að þeir reru bátnum upp á sker um 10 faðma frá landi nokkru fyrir utan Gull- húsá og þar stóð báturinn fastur. Hann lyftist upp að framan og tók inn sjó í skutnum, en fjara var og stórstreymt og þegar féll að gátu mennirnir ekki bjargað sér því enginn kunni að synda. Tveir menn gátu buslað í land því þeir lágu dauðvona í fjörunni þegar að var komið. Lík þeirra stirðnuðu seint en enginn kunni lífgunaraðgerðir eða vissi um slíkt. Í bókinni Alltaf skrölti rokkurinn hjá Bjarna, sem Þorsteinn Matthíasson skráði 1971, segir Bjarni Guðmundsson Eng- ilbertssonar á Lónseyri frá því þegar hann var 18 ára gamall vinnumaður á Sandeyri og var einn af átta mönnum sem fóru á báti út undir Bjarnarnúpinn til að sækja tvö lík. Handskrifaði ævisögu sína Þegar Jón Kristjánsson var aldraður orð- inn handskrifaði hann ævisögu sína í a.m.k. fjórar bækur. Sonur hans Þor- varður B. Jónsson rafmagnsverkfræð- ingur hélt þessu ritverki til haga og er hluti þess nú kominn í tölvutækt form og hef ég fengið þann hluta til aflestrar. Þetta er skilmerkilegt rit eins og sést í frásögninni um slysin við Bjarnarnúp. Jón Kristjánsson var iðjusamur og vann mikið um dagana. Hann stóð að búskap með fósturforeldrum sínum í Þverdal í Aðalvík þar til hann var um þrítugsaldur og aðstoðaði einnig foreldra sína í Neðri- Miðvík. Jón seldi mó og úthey til Ísa- fjarðar í mörg ár. Eitt sinn kom mót- orbátur til að sækja mikið af mó- og hey- böllum og varan var flutt um borð á sexæringi. Þegar Jón og frændi hans voru á landleið á tómum bátnum jókst undir- alda svo að bátnum hvolfdi skyndilega í grunnbroti yfir mennina, þeir komust upp á þóftu og náðu lífslofti undir súð- inni. Fólk sem horfði á taldi þá drukkn- aða en þegar báturinn barst að landi og var dreginn upp í fjöru skriðu þeir alheil- ir undan bátnum. Jón Kristjánsson stundaði bókbandsvinnu hjá Eyjólfi Bjarnasyni bókbindara á Ísafirði á ár- unum 1907-1909. Hann varð seinna húsasmíðameistari, en í fyrstu fór hann að læra smíðar hjá Bárði G. Tómassyni skipaverkfræðingi þegar hann var ný- byrjaður atvinnustarfsemi á Ísafirði 1914 og vann hjá honum til 1921. Jón var í iðn- skólanámi 1915-1917 og var í framhalds- skóla hjá Sigurjóni Jónssyni á Ísafirði 1921-1922. Jón rak verkstæði og verslun um tíma á Ísafirði og byggði mörg hús á norðanverðum Vestfjörðum. Árið 1933 byggði hann fjölbýlishús í Aðalstræti 22 og átti það lengi, bjó í einni íbúðinni en leigði aðrar og húsrými fyrir verslun og skrifstofur á jarðhæð. Jón fór að byggja fjölbýlishús, árið 1946, á Pólgötu 6, en meðeigendur voru bræður hans Arnór og Albert. Þegar íbúðir seldust ekki voru þær leigðar og kom það sér vel í viðvar- andi húsnæðisvandræðum á þeim tíma. Á sjötta áratugnum fór Jón að byggja sér íbúðarhúsnæði á Seltjarnarnesi og stund- aði lengi byggingastörf á höfuðborg- arsvæðinu meðan starfskraftar leyfðu. Skráður smiður Sumarliði Brandsson póstur fæddist á Akri í Staðarsveit á Snæfellsnesi þann 6. nóvember 1882, foreldrar hans voru Brandur Jónsson og Björg Bjarnadóttir bústýra. Sumarliði var ekki bróðursonur Sumarliða Sumarliðasonar gullsmiðs í Æðey eins og sumir hafa talið. Sumarliði Brandsson kom fyrst að Djúpi 1904 sem vinnumaður í Æðey, en fór að stunda sjó- róðra úti á Snæfjallaströndinni 1908 og í manntali 1920 er hann skráður smiður og póstur í húsi Samúels Jónssonar á Snæ- fjöllum, en sá bær stóð uppi á bökkunum fyrir innan Snæfjallatúnið. Guðrún Jóns- dóttir húsfreyja í Æðey átti fola sem var í miklu uppáhaldi hjá henni, en fyrir þrá- beiðni fór það svo að Sumarliði eignaðist Ljósmynd tekin frá Sandeyri út ströndina eftir Mats Wibe Lund. Nánar um slysin við Bjarnarnúp 1920 Engilbert S. Ingvarsson engilberti@snerpa.is Skólahúsið á Snæfjöllum sem nú er horfið. Sandeyrarhúsið. Ljósmynd/Halldór Jónsson

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.