SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Qupperneq 25

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Qupperneq 25
23. janúar 2011 25 Hjólandi álfastrákur, talandiblóm, dansandi kúrekar ogsyngjandi geimsjóræningjarað ógleymdri bestu vinkon- unni, henni Lúsí. Föruneyti þeirra ær- ingjastelpna, Skoppu og Skrítlu, er ekki af dónalegra taginu en þær stöllur snúa aftur í Borgarleikhúsið nú um helgina með sýningu sína, Skoppa og Skrítla á tímaflakki. Sýningin gekk fyrir fullu húsi í 50 skipti í fyrra en þó að um enduruppsetn- ingu sé að ræða er í mörg horn að líta og margir endar að hnýta áður en hægt er að opna dyrnar fyrir áhorfendum á ný. Fyrir utan að dusta rykið af fyrri þekkingu á verkinu þarf að kanna hvort allir bún- ingar séu ekki í lagi, sauma nýja, stilla ljós, æfa sönginn og sinna þeim allra yngstu í hópnum en aðstandendur sýn- ingarinnar hafa verið einstaklega iðnir við að fjölga sér að undanförnu. Litlu krílin hafa gjarnan fylgt með á æfing- arnar að undanförnu enda er það svo að þótt hlutverkin séu mörg og mikilvæg er foreldrahlutverkið þó það stærsta og merkilegasta að sögn þeirra sem í hlut eiga. Þar fyrir utan hafa nokkrar breytingar verið gerðar á verkinu og þannig lítur Zúmmi álfastrákur dagsins ljós í fyrsta sinn í þessari sýningu. Hann kemur í stað víkingadvergsins Vasks en breytinguna má rekja til þess að Skoppa og Skrítla eru í bullandi útrás, og í henni Ameríku er ekki vel séð að hafa slíka lágvaxna kar- aktera í sjónvarpsefni fyrir börn. Auk þeirra Skoppu og Skrítlu, sem lík- amnast í Lindu Ásgeirsdóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur, fara Vigdís Gunn- arsdóttir, Viktor Már Bjarnason og Einar Karl Jónsson með hlutverk í sýningunni, en sá síðastnefndi sprellar og spriklar í gervi hins glænýja Zúmma, auk þess sem hópur dansara tekur þátt í sýningunni. Leikstjóri er Gunnar Helgason. Stefanía Adolfsdóttir forstöðumaður búningadeildar aðstoðar Zúmma við að klæðast. Zúmmi álfastrákur tekur sig vel út í litríkum hópi dansara og leikara. Gunnar hugar að ungviðinu meðan leikarar og dansarar spjalla saman á sviðinu. Furður og fjör þar sem börnin blómstra Bak við tjöldin Æfingar hafa rokgengið á sýningunni Skoppa og Skrítla á tímaflakki sem snýr aftur í breyttri mynd á fjalir Borgarleikhússins um helgina. Ljósmyndir: Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.