SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Page 27
23. janúar 2011 27
Fólk upplifir fjölmiðla
á mismunandi hátt
Það skiptir máli hvaða birtingarmyndir fjölmiðlar draga
upp af geðröskunum og fólki með geðraskanir. Rann-
sóknir hafa sýnt að fólk lærir einkum á þrenns konar
hátt um geðraskanir, annað hvort í gegnum eigin upp-
lifun, í gegnum aðstandendur eða fjölmiðla. Meirihluti
fólks fræðist um geðraskanir í gegnum fjölmiðla. Trúverð-
ugleiki fjölmiðla er almennt mikill á meðal almennings
sem trúir að þær upplýsingar sem frá fjölmiðlum koma
séu sannar og réttar. Sé dregin upp röng mynd af geð-
röskunum og fólki með geðraskanir getur það haft mikil
áhrif á líf þeirra og lífsgæði og valdið félagslegri skömm.
Í gagnrýnni umfjöllun um geðraskanir og fólks með geð-
raskanir í nútímafjölmiðlum síðustu tvo áratugina eða
svo, verður að hafa í huga að miðlarnir eru fjölbreyttir og
miðlun efnis í gegnum ólíka miðla vekur ólíka upplifun
neytandans. Lestur dagblaðs vekur ekki sömu upplifun
hjá neytandanum og áhorf sjónvarps. Sú þekking sem til
er um áhrif fjölmiðla á neytendur er heldur ekki einsleit
en það er þó talið sjaldgæft að fjölmiðlar hafi bein og
ómenguð áhrif á fólk. Fjölmiðlar eru taldir geta haft áhrif
á þekkingu neytenda, skoðanir og gildismat, spurningin
er bara hvernig, hvers konar og hversu mikla. Það fer eftir
ýmsum þáttum eins og bakgrunni neytenda, menntun,
umhverfi, fjölskyldu og vinum, sem sagt mótun fólks og
uppeldi. Trúverðugleiki fjölmiðla er þó almennt mikill í
hugum fólks.
Fjölmiðlafræðingurinn Marshall McLuhan skipti miðlum
í heita miðla og kalda miðla. Með þeim hugtökum vildi
hann lýsa viðmóti miðilsins eins og neytandinn upplifði
hann. Ef kenningin er einfölduð mjög, þá má segja að
kaldur miðill láti ekki svo mikið uppi og krefst þess
vegna mikillar þátttöku notandans við að nema efni mið-
ilsins. Hins vegar lætur heitur miðill allt uppi og krefst
þess vegna ekki mikillar þátttöku. Að mati McLuhans er
sjónvarpið heitur miðill og dagblað kaldur miðill. Heitir
miðlar framlengja ákveðið skynsvið í „hærri upplausn“ en
há upplausn þýðir að miðillinn er fullur af upplýsingum og
skilur ekki jafnmikið af eyðum fyrir neytandann til að fylla
upp í. Heitir miðlar einkennast því að lítilli þátttöku neyt-
andans en kaldir af meiri þátttöku.
urlönd, gætu verið leiðarljós fyrir blaða- og fréttamenn
og bætt umfjöllun um geðraskanir og fólk með geðrask-
anir, ef eftir þeim væri farið. Þetta á eftir sérstaklega við
í enskumælandi löndum, en enskan er tungumál al-
þjóðavæðingarinnar og fjölmiðlaefni sem framleitt er í
þessum löndum hafa áhrif víða um heim.
En hver þarf að taka til í sínum ranni og ef blaðamenn
taka siðareglur sínar alvarlega gætu þær orðið til þess að
fjallað yrði um geðheilbrigðismál af meiri ábyrgð og
þekkingu og gætt til dæmis að meiðandi orðanotkun
sem og dregið úr umfjöllun sem gæti stuðlað að fé-
lagslegri skömm. Opnari umræða og meiri, með þátt-
töku fólks með geðraskanir, gæti opnað tækifæri fyrir
það í samfélaginu auk þess að vekja athygli á þessum
víðfema heilbrigðisvanda á jákvæðan hátt, rétt eins og
tekist hefur með krabbamein. Útgáfufélögin þurfa einn-
ig að axla ábyrgð.
Fagmennska, siðfræði, fréttamarkaðurinn og afþrey-
ingargeirinn er klasi hugtaka sem vekja upp spurningu
um hvort fagmennska, þar sem siðareglur liggja til
grundvallar, stendur undir væntingum í markaðs-
þjóðfélagi. Í flestum lýðræðislöndum gilda ákveðnar
siðareglur við vinnslu frétta, m.a. sem lúta að hlutlægni.
Siðreglur Blaðamannafélags Íslands eru fimm talsins.
Það er spurning hvort almenn vitund um siðareglur
blaðamanna geti bætt umfjöllun um geðraskanir og fólks
með geðraskanir.
Hér á landi getur almenningur kært til siðanefndar
Blaðamannafélags Íslands samkvæmt 6. grein siðaregln-
anna. Brot telst eitt af þrennu: mjög alvarlegt, alvarlegt
og ámælisvert. Á tímabilinu 1999/2000 -2008/2009
voru 59 mál tekin fyrir. 18 málum lauk með broti á siða-
reglum (30,5%) og af þeim voru 8 talin ámælisverð, 8
alvarleg og 2 mjög alvarleg. Þetta virðist ekki ýkja mikill
málafjöldi en aldrei hefur mál sem tengist beinlínis geð-
röskunum komið til kasta nefndarinnar.. Ætlast er til að
úrskurðir siðanefndar eigi að setja fréttum og umfjöll-
unarefni ákveðna umgjörð. Það er því áhyggjuefni að í
könnun sem gerð var á meðal 100 íslenskra, reyndra
fréttamanna sem spurðir voru hvort þeir teldu þróun
siðanefnda úrskurðarnefnda hafa áhrif á faglega þróun
vinnubragða stéttarinnnar svöruðu rúm 41% af þeim 78
sem svöruðu neitandandi. Svo virðist sem fólk sé einnig
í meira mæli hérlendis að leita beint til dómstóla finnist
þeim fjölmiðlar hafi beitt það órétti.
Fjölmiðlar hafa mikil áhrif á fólk og almennt ber fólk mikið traust
til fjölmiðla, þrátt fyrir að oft séu misbrestir í umfjöllun þeirra um
ýmis mál. Almennt fá fjölmiðlar lítið aðhald frá almenningi.
Plató var ákafur aðdáandi samræðunnar. Fjölmiðlafólk og
fólk með geðraskanir þurfa að eiga samræður.
’
„Siðareglurnar setja fréttum og
umfjöllunarefni ákveðna um-
gjörð en eru greinilega lítið
notaður vettvangur hér á landi miðað
við þá flóru og magn frétta sem varp-
að er til neytenda á hverju ári.“