SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Qupperneq 29

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Qupperneq 29
23. janúar 2011 29 barnabörnin mín þarf ég að snúa dæm- inu við. Ég er með ónýt hné og aðrir kvillar tengdir offitu sem hrjáðu mig þá hafa komið til baka. Í líkamsræktarbrans- anum telja menn feita einstaklinga vera lata, gráðuga og ístöðulausa í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Sem er auð- vitað einföldun. Feitir einstaklingar bjóða oft hættunni heim með því að setja sér óraunhæf markmið, lofa að gera ákveðna hluti og svíkja síðan sjálfan sig og aðra. Þá fyllast þeir vanmáttarkennd og borða í sektarkennd og samviskubiti. Þeir vita að það sem þeir eru að gera er rangt og fara þá að borða í felum. Þannig verður til vítahringur. Ég þarf ekki að láta segja mér að ég eigi að vera svona eða hinsegin. En ég þarf að vinna í sjálfum mér til að ná ár- angri. Það er sagt að 96 prósent þeirra sem ná árangri í einhverju fíknartengdu falli. Svo er bara að hanga í þessum fjór- um prósentum! Vandamálið er að maður er stöðugt að glíma við sjálfan sig. Mað- urinn uppsker eins og hann sáir, í orð- um, hugsunum og verkum. Manneskjan hefur frjálst vilja á milli þess að gera já- kvæðan hlut og neikvæðan. Ég er í vinnu með sjálfan mig, fremur en nokkuð ann- að.“ Af hverju ertu að glíma við sjálfan þig núna frekar en áður? „Ég hef áttað mig á því núna, betur en áður, að það er það sem ég þarf að gera, frekar en eitthvað annað. Ef ég er ham- ingjusamur og mér líður vel og er búinn að takast á við flesta hluti í kringum mig þá verður allt annað jákvæðara. Þannig finn ég mín geðmörk. Þetta á við allt fólk.“ Þú ætlar að snúa dæminu við? „Öll þessi ár hef ég ætlað það. Ég verð að gera það á forsendum sem ég ræð við þannig að árangurinn verði varanlegur. Ég gæti náð þyngdinni niður á fjórum til fimm mánuðum en það væri of bratt og myndi sennilega ekki skila varanlegum árangri. Þetta mun taka langan tíma. Ég hef mjög oft séð það að þegar menn hafa tapað þyngd þá átta þeir sig á því að of- fitan var ekki vandamálið, það var eitt- hvað annað sem lá á bak við og undir niðri. Stundum geta menn ekki tekið á því vandamáli og fitna aftur eða þá að þeir ganga skrefinu lengra og vinna bet- ur með sjálfa sig. Þeir sem hafa getað unnið vel með sig, sálartetrið og haus- inn, hafa viðhaldið árangri.“ Mæli með klausturvist Ert þú hamingjusamur? „Ég er ekki óhamingjusamur, en ég gæti orðið hamingjusamari. Ég get gert betur og vandað mig meira gagnvart mér. Minn vandi er að ég er dálítið vondur við mig og þarf að gefa mér meiri tíma til að gera eitthvað fyrir sjálfan mig. En ég er fremur geðgóður drengur og glaðlyndur. Stundum í seinni tíð, kom- inn á þennan aldur, verð ég dálítið ein- rænn. Ég á allavega betra með að vera einn en áður. Svo á ég yndislega fjöl- skyldu, konu og dætur.“ Já, segðu mér frá fjölskyldunni. „Við konan mín eigum tvær dætur sem eru fluttar að heiman. Ég er heppinn með mínar dætur. Sú eldri, Tinna Björt Sriyani, er ættleidd frá Sri Lanka og sex árum seinna fæddist sú yngri, Áslaug Sif. Tinna Björt er 26 ára, lærði leiklist í Los Angeles og leikur núna í Buddy Holly í Austurbæ. Áslaug Sif er að verða tvítug og klárar nám í Kvennaskólanum í vor. Við hjónin höfðum farið í gegnum rannsóknir og fengum staðfest að við gætum ekki átt barn þannig að við ákváðum að ættleiða og nokkrum árum eftir að við fengum Tinnu Björt fæddist Áslaug Sif. Oft gerist það eftir að fólk hefur ættleitt barn að það eignast barn, hver svo sem skýringin á því er. Ég fann engan mun á því að eignast Tinnu Björt eða Áslaugu Sif nema hvað ferlið var ólíkt. Kannski er ein ástæða þess að mér fannst svo sjálfsagt og eðlilegt að ættleiða barn sú að ég myndi flokkast sem krist- inn hindúi og forlagatrúar. Ég tilheyri kirkju sem á upphaf sitt í Indlandi og er kirkja allra trúarbragða. Kenningar hennar eru sprottnar annars vegar í gegnum Biblíuna og hins vegar Bhagavad Gita sem er Biblía hindúa. Ég hef fylgt þessum kenningum í um þrjátíu ár. Einn vetur, 1983-4, var ég í klaustri í Kaliforníu. Þetta var einangrað og sér- stakt samfélag og í þessu örugga um- hverfi leitaði ég inn á við. Það var góð og skemmtileg lífsreynsla sem ég bý enn að. Mér finnst að allir ættu að fara í klaustur í ár. Stundum þegar mér líður illa hugsa ég þangað. Kannski enda ég í klaustri í ellinni.“ ’ Ég er með ónýt hné og aðrir kvillar tengdir offitu sem hrjáðu mig þá hafa komið til baka. Í líkamsræktarbransanum telja menn feita einstak- linga vera lata, gráðuga og ístöðulausa í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Sem er auðvitað einföldun. Feit- ir einstaklingar bjóða oft hættunni heim með því að setja sér óraunhæf mark- mið, lofa að gera ákveðna hluti og svíkja síðan sjálfan sig og aðra. Þá fyllast þeir vanmáttarkennd og borða í sektarkennd og sam- viskubiti. Þeir vita að það sem þeir eru að gera er rangt og fara þá að borða í felum. Þannig verður til vítahringur. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gaui litli: Minn vandi er að ég er dálítið vondur við mig.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.