SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Side 32
32 23. janúar 2011
Margt gerðist fróðlegt í vikunni stórtog smátt. Úr fjölmiðlaskýringu Við-skiptablaðsins á fimmtudag má lesaað Morgunblaðið hefur yfirburði í
flutningi frétta yfir aðra prentmiðla og Mbl. yfir
vefmiðla. Þeir sem ekki hafa aðgang að þessum
fréttauppsprettum ganga því ólesnir inn í dæg-
urumræðuna.
Sölumaður deyr
Sjóvársalan verður sífellt undarlegri. Hún byrjaði
í einhvers konar hálfgagnsæju ferli en endaði í
niðamyrkri nætursvörtu og var afgreidd í því. Og
svo hrópleg var tilviljunin að Steingrímur J. Sig-
fússon stóð þá í ræðustól Alþingis og lofaði (ekki
hlæja) að bæta úr eftir pukursölu á helstu eignum
Landsbankans. Það framferði hefði ekki verið eins
og að var stefnt. Vægt til orða tekið um svik við öll
fyrirheit og hátíðleg loforð. Á sama augnabliki var
gamall flokksbróðir hans að selja rúman helmings
eignarhlut í Sjóvá og eigandinn, þjóðin, hafði
sömu möguleika til að fylgjast með því og djúp-
svæfður sjúklingur á skurðarborði í sjúkrahúsi.
Það eru minni en engar líkur á því að Steingrímur
J. hafi ekki vitað um þá sölu á þessari eign rík-
isins, þar sem hann stóð í ræðustól þingsins og gaf
þingheimi sín loforð um bót og betrun. Og sölu-
maðurinn í Seðlabankanum, sem gert hefur 48
prósentin í Sjóvá verðlaus með því að selja 52 pró-
sentin sér, leyfir sér þó að margfalda söluupp-
hæðina með tæpum tveimur og segja að þetta hafi
því verið bærileg sala. Verður ekki séð annað en
að með þessari sölu sé niðurstaðan orðin sú að
ríkið hafi tapað tíu milljörðum á inngripum sínum
í málefni Sjóvár. Það er mikið alvörumál, en sú al-
vara margfaldast þegar litið er til þess að Ríkis-
endurskoðun fullyrðir að fjármálaráðherrann hafi
ekki haft neina heimild til þess að verja hinum
miklu fjármunum með þeim hætti sem hann
gerði. Endurskoðunin hefur gengið á ráðuneytið
og það hefur ekki í svörum sínum getað vísað til
neinnar heimildar frá Alþingi til aðgerða sinna.
Þetta fjármálalega valdarán ráðherrans hlýtur að
verða rannsakað, og embætti Umboðsmanns Al-
þingis getur naumast trúverðugleika síns vegna
látið það framhjá sér fara. Og svo vill til að Alþingi
hefur nýverið opnað landsdómsfarveginn, sem
lokaður hafði verið í rúma öld, og blasir við að
óhjákvæmilegt er að mál af þessari stærðargráðu
komi þar til skoðunar. Það er a.m.k. margfalt
upplagðara til ákæru en það mál sem saksóknari á
vegum Alþingis er nú að basla með gegn fyrrver-
andi forsætisráðherra.
Njósnamálið
Almenningur fékk í vikunni upplýsingar um stór-
mál, sem helstu talsmenn nýs gagnsæis á nýju Ís-
landi höfðu með öllum tiltækum ráðum reynt að
fela. Tölvuvarnir Alþingis miða flestar við að verj-
ast utanaðkomandi árás. Ekki er hægt að áfellast
Alþingi fyrir það. Þannig haga flestir sínum vörn-
um. Það á ekki aðeins við um tölvur og varnir
þeirra heldur nánast hvaðeina þar sem hugað er
að vörnum, jafnt að fornu sem nýju. Þannig verja
menn heimili sín. Lásar útidyra eru öllum að-
gengilegir innan frá. Þannig vernda menn lönd
sín og ríki og hafa alltaf gert. Þess vegna var
Trojuhesturinn smíðaður. Ef óvinurinn komst inn
fyrir varnarmúrana varð eftirleikurinn auðveld-
ur. Þingforsetinn og forsætisráðherrann virðast
vera einu ábyrgðarmenn ríkisvaldsins sem fengu
að vita um þessa atlögu að öryggi þingsins og per-
sónulegum hagsmunum þingmanna. Þeir ákváðu
að leyna málinu. Það sýnir ótrúlegan dómgreind-
arskort. Og þeim tókst að fela hið alvarlega mál í
næstum því ár þar til að Morgunblaðið svipti af
því hulunni. Þingmenn voru furðu lostnir. Nú eru
allir sammála um að rannsaka þurfi þetta mál til
botns. Það er þó orðið miklu óaðgengilegra en
verið hefði fyrir ári. Nauðsynlegt hefði verið að
leita upplýsinga um alla þá sem fengu aðgang að
þessum sérstöku húsakynnum þingsins meðan
slíkt var enn í fersku minni þingmanna og starfs-
manna. Það er ekkert óeðlilegt við það, þótt sér-
staka athygli veki að helstu spírur hins heims-
fræga lekavefs voru á Íslandi um þessar mundir og
reglubundnir gestir í þessum húsakynnum, svo
sérstætt sem það er. En það gefur á hinn bóginn
ekki neina heimild til þess, án frekari rannsóknar
og sannindamerkja, að varpa sök á þá. Það er
þannig ekki endilega fráleitt sem nefnt hefur ver-
ið að stórir og öflugir aðilar gætu haft af því hags-
muni að varpa grun á þessa aðila. En upp úr
stendur að forsætisráðherrann og þingforsetinn
höfðu í raun ekki frumkvæði að neinu öðru í mál-
inu en að fela það fyrir almenningi og alþingis-
mönnum. Það er vissulega í góðu samræmi við
pukuráráttu núverandi stjórnvalda. En þetta mál
er svo sérstaks eðlis að engin afsökun er fyrir
leyndinni og hún hefur að auki stórskaðað mögu-
leikana á að komast til botns í því.
Valdamenn vilja frið fyrir augum almennings
Það er ekki nýtt að stjórnvöld vilji fá að vinna sín
verk án þess að almenningur sé að horfa yfir axlir
þeirra. Þannig er það hvarvetna. Verst er þetta
auðvitað í einræðis- og alræðisríkjum. Þar eru
kostir fólks fáir og fjölmiðlar í böndum eða í
traustum taumi. Lýðræðisríki eiga auðvitað að
haga sér með öðrum hætti. Þó er rík tilhneiging í
slíkum ríkjum og hefur alltaf verið að segja ekki
frá meiru en menn þurfa og þó einkum að fá að
veita upplýsingarnar þegar stjórnvöldum hentar
og þegar þeim kemur það best. Ísland hefur ekki
verið mjög frábrugðið öðrum að þessu leyti. Þó er
það svo að hér eru hvorki her né leyniþjónusta, en
leyndarhjúpur er iðulega einkum tengdur slíkum
í stærri löndum. Og fámennið og nálægðin ýtir
einnig undir ríkari upplýsingadreifingu. En fram-
ganga núverandi ríkisstjórnar í pukri hefur þó
Reykjavíkurbréf 21.01.11
Vikan sem var fréttavæn