SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Page 34
34 23. janúar 2011
Innkaupapokar í verslunum,krabbameinslyf, leikföng og elds-neyti. Allt í kringum okkur eruvörur sem eru háðar olíu í fram-
leiðslu og því erfitt að sjá hvernig nútíma-
þjóðfélag ætti að virka án hennar. Á hinn
bóginn er olían ekki óþrjótandi – þvert á
móti er stöðugt gengið á olíuforða heims
og nýting hans því í hæsta máta ósjálfbær.
Þar fyrir utan veldur
olíunotkunin öðrum
umhverfisvanda, s.s.
hlýnun jarðar og sorp-
söfnun þar sem mörg
plastefni brotna niður
á hraða snigilsins.
Það er vegna þessara
vandamála sem allt
kapp er lagt á að finna
staðgengil fyrir olíuna
og nú er útlit fyrir að Danir muni leiða þá
þróun undir forystu íslenska lífefnaverk-
fræðingsins Bernhards Pálssonar.
Skömmu fyrir jól tilkynnti norræni Novo-
sjóðurinn að hann hefði veitt 700 millj-
ónir danskra króna, eða um 15 milljarða
íslenskra, til stofnunar nýrrar rannsókn-
armiðstöðvar í Danmörku sem er ætlað að
stuðla að sjálfbærum lífefnaiðnaði í heim-
inum og hefur fengið nafnið The Novo
Nordisk Foundation Center for Bio-
sustainability. Bernhard hefur verið ráð-
inn forstjóri stofnunarinnar, en annars
gegnir hann stöðu prófessors í efnaverk-
fræði við Kaliforníuháskóla í San Diego í
Bandaríkjunum.
„Þetta snýst um að þróa vistvæna fram-
leiðslutækni á efnum sem annars væru
búin til úr olíu eða jarðgasi og t.a.m. eru
notuð í plast, næringarefni, litarefni og
fleira,“ segir hann. „Í raun er um að ræða
hönnun á efnaskiptum í frumum, þar sem
þær eru látnar nærast á sykrungum til að
þær framleiði efni sem hægt er að nota í
iðnaði í staðinn fyrir olíu.“
Hann viðurkennir að þetta hljómi ansi
byltingarkennt en segir að tæknin hafi
verið að þróast undanfarin tíu, fimmtán
ár. Og þótt venjulegir leikmenn geti átt
erfitt með að sjá fyrir sér að slík lífræn efni
komi í stað olíunnar í náinni framtíð, er
þess ekki svo langt að bíða í raun. „Það
eru nú þegar komnar afurðir á markað,
eða alveg við það,“ segir Bernhard. „Ég er
sjálfur stofnandi að fyrirtæki sem heitir
Genomatica en það framleiðir lífræna út-
gáfu af efninu BDO, sem er m.a. notað í
spandex, hlaupaskó og ég held t.d. að
næstum því 50% af öllu plastefni í bílum
séu búin til úr þessu efni. Fleiri fyrirtæki
vinna með þetta, s.s. danska fyrirtækið
Novozymes sem framleiðir lífrænt efni
sem drekkur í sig vökva og er m.a. notað í
einnota bleiur. Dupont hefur líka skoðað
framleiðslu á þessu sama efnasambandi.
Þetta er því að komast á markað hægt og
rólega.“
Danir taka forystuna
Ein forsenda þess að slíkar nýjungar nái
fótfestu á markaði er að þær séu sam-
keppnishæfar í verði miðað við gömlu
efnin. „Afurðir eins og etanól eða lífdísill
ganga ekki upp fjárhagslega því þær eru of
ódýrar,“ segir Bernhard. „Hins vegar
gengur vel með lífræn efni sem eru notuð í
plast, lífræn litarefni, lyfjasameindir og
næringarefni – af því þau kosta meira. Ég
myndi segja að öll efni sem kosta meira en
dollar á pundið séu vel samkeppnishæf en
sem dæmi er etanól selt á 25 sent á pund-
ið, og það er of ódýrt til að það borgi sig að
framleiða það á þennan hátt.“
Þrátt fyrir að um mikla byltingu sé að
ræða í efnaframleiðslu verður hún hljóð-
lát, alla vega þegar kemur að hinum al-
menna neytanda. „Venjulegt fólk verður
ekkert vart við þetta – plastið er alveg
eins, það er bara framleitt öðruvísi og úr
öðrum hráefnum. Í stað olíu notum við
sykurafleiður sem gerlar framleiða,“ segir
Bernhard. Þannig verða leikföng
barnanna og plastpokarnir eins í raun.
„Áhrifin eru hins vegar þau að lífsstíll
samfélaganna verður vistvænni.“
Það er á Bernhard að skilja að miklar og
hraðar framfarir séu á sviði líftækni og líf-
verkfræði, í það minnsta á ákveðnum
sviðum. „Allt sem tengist erfðafræði,
erfðamengjum, samsetningu þeirra og ör-
verum o.þ.h. er á fleygiferð. M.a. hef ég
verið að vinna með Rannsóknasetri í kerf-
islíffræði við Háskóla Íslands að því að
þróa aðferð til að láta svifþörunga nýta sér
koldíoxíð úr jarðvarmaorkuverum ásamt
ódýru rafmagni til að framleiða verðmæt
efnasambönd. Þetta gæti orðið mikill iðn-
aður á Íslandi.“
Um leið hafa líftækni og erfðabreyttar
lífverur verið umdeildar. „Evrópumenn
eru sérstaklega tortryggnir gagnvart
þessu og m.a. út af því eru þeir orðnir tíu
árum á eftir í þessari þróun. Það sem
tengist mannverunni er í eðli sínu mjög
íhaldssamt og það er skiljanlegt að fólk
hafi fyrirvara á því sem tengist gena-
breytingum á matvælum, þ.e. plöntum og
spendýrum. Hér erum við hins vegar að
tala um að stýra efnaskiptum í örverum
og gerlum á annan hátt en í náttúrunni til
að framleiða þessi efni. Bakteríurnar sjálf-
ar eru ekki hluti af afurðinni svo það eru
ósköp litlar deilur um svona líftækni.“
Hvað sem því líður er ljóst af styrkveit-
ingunni að litið er á þróun sjálfbærs efna-
iðnaðar sem forgangsverkefni og eins og
Berhard útskýrir stefnir allt í að Danir taki
þar með forystuna á þessu sviði í heim-
inum. „Um allan heim eru til rann-
sóknasetur sem einbeita sér að efnaskipt-
um í mönnum, próteinum og fleiru.
Sjálfbær efnaiðnaður er hins vegar svo nýr
af nálinni að þetta verður fyrsta rann-
sóknasetrið á því sviði í heiminum og
verður þar með í forystuhlutverki. Fólkið
sem stendur að þessu með mér er líka
mjög fært – það besta á þessu sviði á
Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað.“
Hljóðlát bylting
í uppsiglingu
Allt kapp er nú lagt á að finna staðgengil fyrir
olíuna en umhverfisvandinn vegna hennar verð-
ur æ stærri. Íslendingurinn Bernhard Pálsson
hefur verið fenginn til að stýra nýrri danskri
rannsóknarstofnun sem hefur það að markmiði
að hraða þessari leit, en stofnunin fékk úthlutaða
um 15 milljarða króna skömmu fyrir jól.
Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is
Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is
Rannsóknasetur í kerfislíffræði við HÍ nýtir svifþörunga til að framleiða verðmæt efnasam-
bönd. Hér er unnið með tilraunbúnað við þörungaræktun, en þörungarnir eru inni í ljóssúlum.
Vísindamenn á Rann-
sóknasetri í kerf-
islíffræði eru meðal
þeirra sem nota líf-
tækni við efnaþróun.
Bernhard Pálsson
Vísindi