SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Side 38

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Side 38
38 23. janúar 2011 ’ Stjörnurnar líta síðan alltaf vel út óléttar enda myndaðar við há- tíðlegar verð- launaathafnir en ekki liggjandi ómálaðar í sófanum heima í stofu. Meðan Listamannaskálinn við Tjörnina stóð voru mynd-listarsýningar þar taldar til meiriháttar viðburða. Flestiraf helstu listamönnum síns tíma sýndu þar verk sín og áengan er hallað þótt Jóhannes Kjarval sé nefndur sér- staklega. Sýningar hans voru vinsælar og „listaskáld litanna“ eins og Kjarval hefur verið nefndur var sjálfur jafnan nokkurt aðdráttarafl. Eins og segir á vefsetri Listasafns Reykjavíkur skipar Kjarval sér- stakan sess í íslenskri menningar- og listasögu. Hann var goðsögn í lifanda lífi og í augum margra persónugervingur hins rómantíska listamannabóhems. Rætur hans lágu í hinu íslenska bændasamfélagi, en líf hans og listsköpun tengist órjúfandi böndum menningarlegri viðreisn þjóðarinnar á fyrri hluta 20. aldar. Í gegnum verk hans hafa Íslendingar lært að skoða á nýjan hátt náttúru landsins, fólkið og þann ævintýraheim, sem er að finna í landslaginu og huga þjóðarinnar. Verkum Kjarvals hefur oft verið skipt í þrjá meginflokka: Landslags- myndir, teikningar og táknræn málverk. Eins og gerist með áhrifa-Kjarval og Jónas frá Hriflu, til hægri, við opnun málverkasýningar í Listamannaskálanum vorið 1961. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Jónas og lista- skáld litanna Myndasafnið 18.2. 1961 F rægð og furður Það er ekki eins og það ætti að koma áóvart að fólki fjölgi í heiminum en einsog svo margt annað er það bara ennþámerkilega ef Hollywood-stjörnurnar gera það. Fréttirnar af óléttum úr Hollywood hafa verið óstöðvandi síðustu misseri og bætist enn í sarpinn. Tíðindin eru talin upp rétt eins og úrslit fótboltaleikja og best að fara nánar yfir stöðuna. Natalie Portman upplýsti um óléttu sína í blálok síðasta árs en hún á von á barni með unnusta sín- um Benjamin Millepied, dansahöfundi Black Swan, þar sem Portman fer með burðarhlutverkið. Janúar er ekki búinn og búið er að tilkynna fjórar óléttur í viðbót. Victoria og David Beckham (engr- ar kynningar þörf) eiga von á sínu fjórða barni, og leikkonan Kate Hudson öðru sínu. Hudson á fyrir hinn sex ára gamla Ryder með rokkaranum Chris Robinson. Barnsfaðir hennar nú er annar rokkari, Matt Bellamy úr Muse, og verður Ryder stóri bróð- ir einhvern tímann í sumar. Grínleikkonan Jane Krakowski úr 30 Rock stað- festi í mánuðinum að hún væri þunguð. Þetta verður fyrsta barn leikkonunnar, sem er 42 ára gömul, og unnusta hennar Roberts Godleys. Stjörnurnar þyngjast enn því franska stjarnan Marion Cotillard er með barni. Rétt eins og hjá Krakowski verður það hennar fyrsta en barnsfaðirinn er franskur leikari, Guillaume Canet. Svo má ekki gleyma söngkon- unni Jewel sem á líka von á sínu fyrsta barni með eig- inmanninum, ródeóstjörn- unni Ty Murray. Til viðbótar tilkynnti Nicole Kidman í vik- unni að hún og Keith Urban hefðu nýverið eignast barn með hjálp staðgöngumóður. Ólétta virðist vera í tísku sem aldrei fyrr og greint er frá þungunum í Hollywood eins og úrslitum fótboltaleikja. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Þokkalega þungaðar Jane Krakowski sýndi bumbuna á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Kim Kardashian er ekki sátt við fjölda táningsmæðra í Bandaríkjunum. Kate Hudson gullslegin á glamúrhátíð. Natalie Portman klæðist þægilega. Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.