SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Blaðsíða 39
23. janúar 2011 39 Owen Wilson er að verða faðir í fyrsta sinn á allra næstu dögum en tilvonandi móðirin er Jade Duell, kærasta hans til skamms tíma. Hon- um tókst að halda tíðindunum leyndum öllu lengur en kvenkyns kollegum hans. Þetta eru bara stjörnurnar sem hafa tilkynnt á þessu ári að þær eigi von á barni og leiðir vef- síðan Popsugar.com líkum að því að tilkynn- ingunum eigi eftir að fjölga í febrúar og mars. Þar segir að síðustu ár hafi flest börn í Banda- ríkjunum fæðst í ágúst og séu þar af leiðandi getin í nóvember og stjörnurnar tilkynni því um óléttuna í febrúar og mars. Það er aldrei að vita … Stjörnurnar líta síðan alltaf vel út óléttar enda myndaðar við hátíðlegar verðlaunaathafnir en ekki liggjandi ómálaðar í sófanum heima í stofu. Ein stjarnan, að þessu sinni úr veruleika- sjónvarpi, er ekki sátt við alla þessa fjölgun. Þá á hún ekki við fjölgunina hjá Hollywood-hjú- unum heldur hjá bandarískum mæðrum á táningsaldri. Kim Kardashian gagnrýndi MTV- þáttinn Teen Mom á bloggi sínu í vikunni. Hún segir þáttinn ljá unglingsmæðrum glæsibrag sem sé langt frá raunveruleikanum. Hún skrif- aði bloggið eftir að hafa séð fréttaskýringu um gagnfræðaskóla í Memphis þar sem 90 ungar stúlkur voru annaðhvort óléttar eða höfðu eignast barn á árinu. Öllum þessum Hollywood-óléttum fylgja að sjálfsögðu glæný Hollywood-börn og eru slúð- urblogg og -tímarit uppfull af myndum frá „fjölskyldulífi“ stjarnanna. Myndir af Jessicu Alba með dótturina á mjöðminni eða Gwen Stefani með drengina sína tvo á fartinni. Ungar stúlkur hafa allaf viljað líkast stjörnunum og þegar barn er orðið nýjasti fylgihluturinn er ekki skrýtið að þær vilji líka eignast slíkt. mikla listamenn er sú flokkun þó á engan hátt algild. Ræturnar eru djúpar – mennirnir svo „stórir“ meðal þjóðarinnar að einföld flokkun getur aldrei átt við. Fjölmenni var við opnun sýningar í Listamannaskálanum í febrúar 1961. Meðal þeirra sem þangað komu var Jónas Jónsson frá Hriflu, fyrrverandi þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Óhætt er að fullyrða að sem ráðherra á árunum 1927-1932 hafi hann haft flesta þræði í íslensku samfélagi í hendi sér. Hann var ekki síður áhrifamikill á árunum um og eftir stríð, þá sem formaður mennta- málaráðs. Við nám erlendis snemma á tuttugustu öld hafði Jónas heillast af klassískum straumum. Taldi nýja strauma í listum sem uppi voru á stríðsárunum ógn við þá þjóðfélagsskipan sem hann vildi sjá; þ.e. rómantík og sveitamenningu. Stóð því vorið 1942 fyrir sýningu á því sem hann kallaði „úrkynjaða list“, en þar voru myndir eftir Jón Engilberts, Gunnlaug Scheving, Þorvald Skúlason og fleiri. Kjarval var hins vegar listamaður sem var Jónasi að skapi enda myndefnið gjarn- an sótt í rammíslenska hefði. Kjarval, list hans og líf er þjóðinni enn í dag ráðgáta. „Uppátæki Kjarvals hafa orðið svo mikið samræðuefni og umhugsunar með þess- ari þjóð að um hann hafa spunnist fjölbreytilegri þjóðsögur en um nokkurn annan samtíðarmann. Það eru jafnvel til fleiri þjóðsögur um Kjarval en Sæmund fróða þó sá hafi lært í Svartaskóla og snúið á djöf- ulinn og hafi komið frá Frakklandi á selsbaki og um hann hafi verið talað í ein átta hundruð ár. Kjarval þurfti hvorki Sorbonne né selinn og komst af án andskotans,“ segir Thor Vilhjálmsson í bók sinni Kjar- val, sem er frá árinu 1964. sbs@mbl.is ’ Goðsögn í lif- anda lífi og í augum margra persónugervingur hins rómantíska listamannabóhems Thor Vilhjálmsson Margar hafa þær verið skrifaðar bækurnar um þettalíf sem kennt er við kyn. Kynlífið er jú það fyr-irbæri sem við mannfólkið hugsum um svo oft ádag að það er eiginlega stórundarlegt að við skul- um geta einbeitt okkur í vinnunni og komið einhverju í verk. En okkur er blessunarlega gefinn sá hæfileiki að geta haldið fantasíunum í aðskildu hólfi í hausnum og komið þannig í veg fyrir að kynórarnir flækist fyrir daglegum störfum okkar. Og ekki er nógsamlega hægt að þakka fyrir að ekki skuli sjást utan á okkur hvað við hugsum. Þar sem kynlíf er svo stór hluti af lífi okkar, meðvitund og undirmeðvitund, sem raun ber vitni, þá er ekkert skrýtið að firnin öll af bókum hafa verið skrif- uð um þau málefni. Við viljum alltaf vita meira og meira um samlífið, læra eitthvað nýtt, lesa um aðra og fræðast af þeim. Ein er sú beðmálsbók sem er öðr- um bókum skemmtilegri. The Sensuous Woman heitir hún og kom út í Bandríkjunum árið 1969 og var margföld metsölubók. Í ís- lenskri þýðingu Lofts Guðmunds- sonar heitir hún Kynlíf kvenna, en konan sem er höfundur bókarinnar kallar sig „J“. Henni er mikið í mun að kenna öðr- um konum að brjótast undan höftum og hverskonar bælingu sem kemur í veg fyrir að þær njóti sín til fullnustu í kynlífinu. Í bókinni eru nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig stunda skal frygðarþjálfun. En það sem er frábærast af öllu við þessa bók er orðfærið. Bókin er full af skemmtilega samsettum orðum um líkamans lystisemdir og hún opnar sannarlega hugann fyrir því hvað ís- lenskan er rík af unaðsorðum. Frábær þýðing Lofts gerir lesturinn að hreinum unaðslestri sem af má hafa hina bestu skemmtun. Í upphafi bókar hefur „J“ orðið og segir svo um sjálfa sig: „Síðustu fimm árin hafa karlmenn ekki þreyzt á að slá mér dásamlegustu gullhamra – að ég sé mögnuð kyntöfrum, kona frá hvirfli til ilja, hin alfullkomna samtvinnun hefðarkvinnu í dagstofunni og óviðjafnanlegrar brunatæfu í bólinu, frygðar- ljúf, fögur, nútíma Lofn örvitseggjandi, sönn ímynd fýsna- heitrar konu.“ Sprengjusérfræðingar og eplaræktarhöldar hafa fest ást á þessari konu, svo fáir séu nefndir. „Sízt myndi þér koma það til hugar, ef þú mættir mér á götu, því að ég er hvorki fríð sýnum né íturvaxin. Ég er mikil um lendar og mjaðmir, tennurnar framstæðar, nefið uppbrett, eyr- un mishá, auk þess sem ég geng ívið lotin og þjáist af ilsigi.“ Hún segist hafa náð „tangarhaldi á karlmönnum sem ekki bilar. Með hyggni og elju hefur mér sumsé tekizt að ná því marki að verða fýsnaheit kona.“ Förum nánar út í þá sálma í næsta þætti. Ekki mun þetta vera „J“ með misháu eyrun og ilsigið. Frygðarljúf brunatæfa ’ Hún segist hafa náð tang- arhaldi á karl- mönnum sem ekki bilar. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Marion Cotillard á von á sínu fyrsta barni á árinu. Hér má sjá hús úr hvítu súkkulaði og er þetta ekkert venjulegt hús heldur Colosseum, hringleikahúsið í Róm. Ítalski súkkulaðigerðarmaðurinn Mirco Della Vecchia gerði húsið fyrir sýninguna „Chocolate World Heritage“ í Hong Kong. Vecchia er heimsmethafi í Heimsmetabók Guinness en hann hefur búið til stærri súkkulaðiskúlptúr en nokkur annar. Súkkulaðihús Hér er rétt eins og teiknimyndakarakterinn Stjáni blái sé lifandi kominn en nei, þetta er William Chav- arriaga, 49 ára Kólumbíumaður. Hann vinnur við þrif á Olaya Herrera-flugvellinum en er hér að ræða við blaðamann í Medellin. Chavarriaga hefur skemmt vin- um sínum í gervi Stjána bláa síðustu 30 ár og ætlar ekkert að hætta því en hann kann vel við athyglina sem uppátækið veitir honum. Stjáni blái? Þjófar í Flórída sniffuðu brenndar líkamsleifar manns og tveggja hunda í þeirri trú að þeir hefðu stol- ið eiturlyfjum. Ask- an var tekin af heimili konu í bæn- um Silver Spring Shores. Auk þess að stela öskunni rændu þeir raftækjum og skart- gripum. Lögreglan segir að þegar þjófarnir áttuðu sig á því að ekki væri um eiturlyf að ræða heldur líkamsleifar hefðu þeir hugleitt að skila því sem eftir var en í stað- inn köstuðu þeir ílátunum með öskunni í vatn því þeir vissu að fingraför þeirra var að finna á þeim. Þjófarnir sitja nú í fangelsi vegna þessa og annarra saka. Sniffuðu ösku Alvöru kókaín, ekki líkamsleifar.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.