SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Síða 40

SunnudagsMogginn - 23.01.2011, Síða 40
40 23. janúar 2011 LÁRÉTT 1. Gaus vegna þokkalegs og reyndist vera full- kominn. (9) 4. Þokar úr vegi vegna fjarða. (5) 5. Spegli klár sig á einhvern hátt í grænmeti. (10) 9. Fjármálastofnun vampíra? (9) 10. Af hverju eins og hverskonar. (8) 11. Aftur rot veldur því að erfiður finnst. (9) 14. Grandar að mestum hluta lækni með spil út af því sem er lífsnauðsyn. (12) 17. Talinn hafa ákveðinn lit. (7) 18. Gleymir ekki ennþá skít á gömlum hlutum. (9) 19. Dýr úr Strandasýslu er linnulaus. (9) 22. Falinn félagi d’Artagnan. (11) 23. Set Gagn og gaman á sæti. (7) 24. Sérfræðingur sem græðir skurð? (11) 25. Kjöftugir rugli Má. (7) 26. Bruggar og bætir. (5) 27. Liprir fá stig til að búa til hluti. (10) 28. Ein naum í flækju og fúsir hitta vesalingana. (12) LÓÐRÉTT 1. Búa til ferska að sögn úr blómi. (7) 2. Gleymir ekki kappleik út af þeim sem eru not- aðir á sviði. (9) 3. Setan úr spretthlaupinu birtir boli. (9) 4. Eiga tré og nota. (7) 6. Setur í rétta röð fyrir aldraðar. (5) 7. Sætindi gangi upp og niður í fugli. (7) 8. Tíndu einhvers konar skatt. (5) 12. Er gangflötur þrátt fyrir allt hjá fyrirhafn- armiklu. (8) 13. Heimili og kirkjuumdæmi lenda í athugunum. (10) 15. Elskar fiskaskrifari annars konar höfund. (12) 16. Dauði og lyf blandast saman í letiblóði. (8) 17. Aumasta brá einhvern veginn við gróðavæn- legan. (10) 18. Það sem á að gera með spýtu snýr að ætt- ingjum. (10) 20. Afganar umkringja Gunnar með restum. (8) 21. Keyrði Rannveig inn að trúlausri. (9) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 23. janúar renn- ur út 27. janúar. Nafn vinningshaf- ans birtist í blaðinu 30. janúar. Heppinn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinnings- hafar krossgátunnar 16. janúar eru Kristín Hann- esdóttir og Sigrún Helgadóttir, Sólheimum 42, Reykjavík. Þær hljóta í verðlaun bókina Péturspost- illu eftir Pétur Gunnarsson. JPV gefur út. Krossgátuverðlaun Björn Þorfinnsson hrifsaði til sín forystuna á Skákþingi Reykjavíkur þegar hann lagði Hjörvar Stein Grétarsson sl. miðvikudagskvöld í 5. umferð mótsins. Hjörvar hefur unnið skákþingið tvö undanfarin ár og tefldi langa og erfiða baráttuskák við Björn félaga sinn úr ólympíuliði Íslands. Björn hafði sigur í jafn- teflislegu endatafli en frumkvæðið var í hans höndum lengst af. Nokk- uð hefur verið um óvænt úrslit á mótinu og aftur var Guðmundur Gíslason í stóru hlutverki er hann tapaði fyrir Hallgerði Helgu Þor- steinsdóttur í 4. umferð en þá vann Tinna Kristín Finnbogadóttir einnig óvæntan sigur á Þorvarði Ólafssyni eftir að hafa varið í afar erfiðri stöðu lengi vel. Í þessari umferð vann hinn sjö ára gamli Vignir Vatnar Stefánsson formann TR, Sigurlaugu Friðþjófsdóttur. Staða efstu manna eftir fimm umferðir er þessi: 1. Björn Þorfinnsson 4½ v. 2.- 11. Sigurbjörn Björnsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Hrafn Loftsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Gylfi Þór- hallsson, Sverrir Þorgeirsson, Kjartan Maack, Júlíus Friðjónsson, Jóhann Ragnarsson og Sævar Bjarnason. Keppendur eru 70 tals- ins. Skákþing Reykjavíkur 2011; 5. umferð: Hjörvar Steinn Grétarsson – Björn Þorfinnsson Enskur leikur 1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. e3 d6 6. Rge2 Rge7 7. d3 Be6 8. Rd5 Dd7 9. Hb1 9. Da4 var annar möguleiki. 9. … Rd8 10. Rxe7 Dxe7 11. b4 Dd7 12. f4? Ónákvæmni. Mun betra er 12. h4 t.d. 12. … h5 13. Rc3 eða Dc2 og hvíta staðan er liðlegri. 12. … Bh3 13. Bf3 Bg4 14. Bxg4 Dxg4 15. 0-0 h5 16. Bb2 h4 17. Rc3 Dh3 18. g4 Re6 19. Df3 Dxf3 20. Hxf3 exf4 21. exf4 0-0-0 Svartur á aðeins betri möguleika í þessari stöðu. 22. Re2 Bxb2 23. Hxb2 Hde8 24. Kf2 Kd7 25. Rc3 f5 26. gxf5 gxf5 27. Rd5 Hh6 28. b5 Hg8 29. Re3 Rd4 30. Hh3 Re6 31. Hf3 Hhg6 32. Hb1 b6 33. Hf1 a6 34. bxa6 Rd4 35. Hh3 Ha8 36. a4 36. Hxh4 kom einnig til greina t.d. 36. … Hxa6 37. Hh7+ Kc8 38. Ha1 Ha3 39. Rd5 með flókinni stöðu. 36. … Hxa6 37. Ha1 Hh6 38. Rg2 Ha8 39. Hxh4 Hxh4 40. Rxh4 Hh8 41. Rg2? Eftir 41. Rf3 Rxf3 42. Kxf3 Hh3+ 43. Ke2 Hxh2+ 44. Ke3 ásamt – a5 við tækifæri en staðan dautt jafn- tefli. 41. … Hxh2 42. Kg3 Hh8 43. Re3 c6 44. Ha2 He8 45. Kf2 Ha8 46. Ke1 Kc7 47. Kd2 He8 48. Hb2 He7 49. Hb1 Hh7 50. Hf1 Hh2+ 51. Kc3 c5 Skyndilega er hvítur í vonlausri aðstöðu því hinn óburðugi riddari á e3 er þrælbundinn við að valda má- reit hróksins á c2. 52. He1 Kd8 53. Hb1 He2 54. Hxb6 Hxe3 55. Hxd6+ Kc7 56. Hd5 Kc6 57. Hd8 He2 58. Hc8+Kd6 59. Hd8+ Kc7 60. Hxd4 cxd4 61. Kxd4 Kd6 – og hvítur gafst upp. Anand og Nakamura efstir í Wijk aan Zee Á nýbirtum elo-lista FIDE skipar Magnús Carlsen aftur efsta sætið en aðeins munar fjórum stigum á honum og heimsmeistaranum An- and. Ef fram heldur sem horfir á stórmótinu í Wijk aan Zee munu þeir fljótlega hafa sætaskipti því Magnús hefur ekki verið að tefla vel og er aðeins með 1½ vinning eftir fjórar umferðir; tapaði í að- eins 22 leikjum með hvítu fyrir mesta efni Hollendinga um þessar mundir, hinum unga Anish Giri. Staða efstu manna er þessi: 1.-2. Anand og Nakamura 3 v. (af 4). 3. Aronjan, Giri og Vachier- Lagrave 2½ v. Keppendur í efsta flokki eru 14 talsins. Björn vann Hjörvar og er efstur á Skákþinginu Helgi Ólafsson helol@simnet.is Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.