Skólablaðið - 01.04.1988, Side 4
Ritdómur
Sennilega er fátt launað með eins
miklu vanþakklæti og það að rit-
stýra Skólablaði Menntaskólans í
Reykjavík, nema þá vera skyldi að
leikstýra og semja áramótaskaup
sjónvarpsins.
Skólablaðsins er ætíð beðið með
nokkurri eftirvæntingu og vonast
flestir nemendur til að finna þar
ljósmyndir af sér, slúðursögur um
sig eða í minnsta lagi eitthvað
annað við sitt hæfi. Skólablaðið á
að vera vettvangur nemenda til að
koma hugverkum sínum og
skoðunum á framfæri og það á að
endurspegla lífið í skólanum.
Einnig á það að vera nemendum til
einhverrar ánægju og skemmtunar.
Og nú er ég farinn að alhæfa, því
að eftir lestur síðasta tölublaðs
hlýtur sú spurning að vakna hver sé
tilgangur Skólablaðsins. Er hann
sá, sem ég gat um hér áðan, eða er
hann sá að gefa ritnefnd kost á að
troða eigin áhugamálum upp á
nemendur? Eigi tilgangur blaðsins
að vera hinn fyrrnefndi, hefur síð-
asta tölublað að nokkru leyti
brugðist hlutverki sínu. Mér er til
efs að blaðið höfði til hins almenna
nemanda og þá er spurningin:
Fyrir hverja er það þá gert? Ég
þekki af eigin reynslu að nemendur
eru jafntregir til að skrifa í Skóla-
blaðið og þeir eru fúsir að gagn-
rýna það. Því lendir það oft á rit-
nefnd að skrifa meginhluta
blaðsins. Hefur hæstvirtur ritstjóri
áttað sig á þessu, því að hann á
hvorki meira né minna en 12 ljóð í
blaðinu og geri aðrir betur. En
ekki virðist hafa vakað fyrir rit-
4
nefnd að gera Gróu á Leiti til hæfis
því að Qvid novi er látið lönd og
leið og er að því nokkur eftirsjá. í
staðinn sýna ritnefndarmenn, hve
þeir eru víðlesnir og vel að sér í
heimsbókmenntunum, með því að
hafa tilvitnanir í þær og merka
menn á víð og dreif. Eru þessar til-
vitnanir sannkallaður gleðigjafi.
En virða verður það við ritnefnd
og telja henni til málsbóta að hafa
gert tilraun til að gefa út menning-
arlegt blað og huga jafnvel að
smærri vaxtarbroddur heimsbók-
menntanna með því að birta viðtal
við samíska skáldkonu. Hins vegar
er ekki laust við að nokkurs hroka
gæti í þessari viðleitni ritnefndar.
Vísa ég um það til klausu frá henni
á fyrstu síðu. Ég er líka hræddur
um að sé menningunni troðið oní
fólk án þess að það geti skolað
henni niður með einhverju létt-
meti, kunni hún að standa í ein-
hverjum sem muni svo spýta henni
upp úr sér og ekki bragða á framar.
Ekki held ég að það sé menning-
unni til góðs.
Tuttugu fyrstu síður blaðsins eru
Iagðar undir smásagna- og ljóða-
samkeppni sem ritnefnd stóð fyrir.
Verðlaunaljóðið er eftir ritstjór-
ann, Baldur A. Kristinsson, og ber
nafnið Kyrrstaða, sem er andstætt
efni þess sem er túlkun á hverful-
leika. Allt eins og blómstrið eina,
sagði sálmaskáldið. Þetta ljóð er
smekklega gert, en útnefning þess
til fyrstu verðlauna vekur hjá
manni nokkrar grunsemdir um að
hin hafi ekki verið ýkja-rismikil.
Annað kemur þó á daginn þegar
lengra er lesið. Verðlaunasagan er
eftir Hróðmar Dofra og heitir
Esóp lét þess ekki getið. Hún er
lipurlega skrifuð, hugmyndin
gamalkunn og úrvinnsla hennar
með þeim hætti að aðdáun vekur.
Orðfæri höfundar er líka betra en
almennt gerist meðal „mennta-
skólaskálda“. Saga þessi er því
bæði höfundi og blaði til sóma.
Saga Baldurs A. Kristinssonar,
Af Sólu, er líka góð, hugmyndin
sniðug og vel unnið úr henni.
Ljóð Urðar Njarðvík eru nokk-
urs konar „náttúrulýrík“ í jákvæð-
asta skilningi þess orðs. Þau eru
einlæg, tær og greinilega ort beint
frá hjartanu. Þrátt fyrir það að þau
beri þess merki að höfundur er að
stíga fyrstu spor sín, er í þeim sönn
tifinning sem lyftir þeim hátt yfir
alla meðalmennsku.
Annað er upp á teningnum í
ljóðum Baldurs A. Kristinssonar.
Þau bera þess merki að höfundur
leitast við að hylja tilfinningar
þeirra svo að þau teljist ekki
væmin. Eitthvað sagði víst chileska
skáldið Pablo Neruda um það að
við mættum aldrei glata væmninni.
Sökum þessarar væmnisfælni fer
ekki hjá því að ljóðin verði ögn til-
gerðarleg og fljótt á litið mætti ætla
að sum þeirra séu aðeins tilraunir
höfundar til að vera frumlegur.
Ekki vil ég þó alhæfa það og bera
ljóð eins og Bið, Orfeus og Sjálfs-
mynd þess merki að undir niðri
blundar heilmikil skáldgáfa. Meist-
ari Megas hefur verið hafður með í
ráðum í síðustu línu ljóðsins Sjálfs-
myndar og í öðrum ljóðum gætir