Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 5

Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 5
áhrifa frá íslenskum ung-súrreal- istum og öðrum slíkum og er í sjálfu sér allt gott um það að segja. Af þessu má því ráða að Baldur getur ort vel þegar hann er ekki að rembast við að vera frumlegur, en lætur skáldskapinn sjálfan vera í fyrirrúmi. Er því mjög líklegt að margt gott og athyglisvert eigi eftir að koma frá honum. Mig langar sérstaklega að vekja athygli á kvæðinu Þú ert eftir Menju, en það er mjög snorturt og haglega gert smákvæði. Að leiðarlokum heitir kvæði eftir Kormák. í því er notast við stuðla og rím, en því miður er bragfræði og orðfæri dálítið ábóta- vant. Þó er gleðiefni að enn reyni ungt fólk að aga mál sitt við stuðl- anna þvískiptu grein, og er eins líklegt að einhvern tíma muni Kormákur slá strengi sína með meiri þrótti. Sindri Freysson er efnilegur höfundur og skrifar sérstakan, mjög kryddaðan og uppsprengdan stíl sem hann hefur þó vald á. Gott ef hann minnir ekki dálítið á Thor Vilhjálmsson í jákvæðum skiln- ingi. En þekking mín á Thor er því miður of lítil til að ég geti alveg dæmt um það. Sindri á tvær sögur í blaðinu, Gestgjafann góða og Imbakassa. Báðar eru þær greini- lega vel unnar. Sindri hefur gott vald á að byggja upp atburðarás og hæfileika til að skapa spennu. Sagan Imbakassar er margræð og felur í sér gagnrýni á andlega neysluþræla nútímans. Ýmsir gætu þó sagt um sögu þessa hið sama og nútímamenn segja um verk Tol- stojs að stytta hefði mátt hér og þar. En mér leiddist ekki, þegar ég las Stríð og frið, og ekki heldur þegar ég las þessar sögur Sindra. Melkorka Thekla er líklega alvarlegasta skáld blaðsins af efni þess að dæma. Ljóð hennar hafa tekið miklum framförum og standa fyllilega undir þeim fyrirheitum sem frumraunir hennar á síðum skólablaðsins í fyrra gáfu. Útlistun á stjörnukorti Birgis Armannssonar er mjög nærfærin lýsing á inspector scholae og ef- laust margt í henni sem vel fær staðist. Enda hefur Birgir verið mjög atkvæðamikill í félagslífinu þau ár, sem hann hefur verið hér við nám, og gegnt starfi inspectors með miklum ágætum. Annars ætla ég að geyma mér þá ánægju að fjalla um Birgi opinberlega þar til ég skrifa afmæliskveðju til hans fertugs. Ljóð Hrafns Lárussonar höfða ekki til mín frekar en smásaga hans, Kastalinn, enda er hvorugt við hæfi menntaskólaskálda, svo að vitnað sé til orða ritnefndar. Held ég að í þeim efnum sé frekar við höfnd að sakast en lesendur. Hugleiðing Jóhanns Matthías- sonar er þarft innlegg í umræðu um skólamál og sannast gildi hennar á þeirri athygli sem hún vakti. Er gott til þess að vita að til séu þeir sem hafi skoðanir og þori að láta þær í ljós. Viðtalið við Braga Ólafsson er ánægjuleg lesning, enda er Bragi frumlegt og skemmtilegt ljóðskáld og hljómsveit hans, Sykurmolarn- ir, stendur eins og klettur upp úr ládeyðu íslensks froðupopps. Texti Péturs Magnússonar, Haust, er mjög vel saminn og frumlegur og hið eina í þessu blaði sem getur kallast fyndið. Pétur á heiður skil- inn fyrir þetta og ég bíð spenntur eftir vormanninum sem mætir lík- fylgdinni. Að vísu mætti skoða þennan texta sem gagnrýni á verð- launaljóð blaðsins, Kyrrstöðu, en um það vil ég ekki tjá mig. Umfjöllun Baldurs A. Kristins- sonar um dadaismann er um margt athyglisverð og fræðandi. Ljóð Loga þykja mér því miður ákaflega klúðursleg. Af þessum skrifum mínum er ljóst að margt í þessu blaði finnst mér vel gert, enda eru bókmenntir líf mitt og yndi og lít ég því mjög jákvæðum augum á alla viðleitni til að efla þær. En það er eitthvað, sem vantar í þetta blað, eitthvað sem tengir það meir skólanum og færir það nær hinum títtnefnda almenna nemanda, - eitthvað sem þar hefði mátt vera á kostnað nán- ast heilsíðulitmynda af meistara- verkum dadaistanna og annarra mynda se n eru ágætar, en eiga jafnlítið erindi í Skólablað Menntaskólans í Reykjavík og þessi ritdómur ætti í Listaverkabók Fjölva. Kristján Þórður Hrafnsson. 5

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.