Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 14

Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 14
Mánaskin, 1893. Sjúkdómar, geðveiki og dauði Munch fæddist árið 1863 í Löten á Heiðmörk. Munch-ættin er vel þekkt í Noregi og meðal forfeðra hans voru vel þekktir listamenn, vísinda- og embættismenn. Faðir hans var læknir, ákaflega trúaður maður. Frá móður sinni erfði Munch veik lungu, en hún lést þegar hann var á unga aldri. Hann missti einnig tvær systur. Eftir dauða móðurinnar varð faðir Munchs ákaflega þunglyndur og lokaði sig frá umheiminum. Trú hans varð ofstækisfull. Lýsti Munch honum m.a. svo að hann hefði átt í miklum erfiðleikum með skap sitt, verið taugaveiklaður og á stundum gripinn ofsalegri trú- hræðslu sem jaðraði við geðveiki. „Sjúkdómar, geðveiki og dauði 14 voru englarnir sem sóttu á vöggu mína og hafa síðan fylgt mér lífs- leiðina. Ég lærði um ömurleika og hættur lífsins og um lífið eftir dauðann, um hina eilífu refsingu sem biði syndara í víti,“ sagði Munch eitt sinn. Sjálfur erfði hann skapbresti föður síns og jafnaði sig aldrei á óhamingjusamri æsku sinni. Alla ævi var hann á flótta undan sjálfum sér. Hann málaði myndir sem tjáðu hina geysilegu andlegu einangrun, sem hann skynjaði, í þema dauða, ótta og kvíða. Til þess að lýsa því skóp hann grófan og tilfinningaríkan stíl sem var mikilvægur í fæðingu þýska expressionismans. Myndin Ópið er einmitt lýsandi dæmi um þetta. Hann sagði: „Ég heyrði óp náttúrunnar.“ Konur - eigin sál Munch nam í Ósló og kynntist þar frjálslegum lifnaðarháttum rót- tækra bóhema. Leiðtogi þessa hóps var rithöfundurinn Hans Jaeger sem skrifaði bókina Christ- ianias Bohemia. Þeir urðu miklir vinir og málaði Munch m.a. umdeilda mynd af honum. Ákveðið og frjálslegt viðhorf til kvenna og kynlífs hafði áhrif á Munch og kom það fram í mynd- unum Kynþroskaskeiðið, sem sýnir nakta súlku sitja á rúmstokk, og Madonnu, sem menn vilja túlka á mismunandi hátt. Sumir segja hana vera Maríu guðsmóður, tákn hinnar elskandi konu, aðrir halda því fram að þetta sé kona u.þ.b. að fá kynferðislega fullnægingu. Verkið Vampíran sýnir konu er grúfir sig yfir háls karlmanns sem

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.