Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 15
Sumarnótt (röddin), 1893. liggur í kjöltu hennar. Hún umlykur hann örmum og blóð- rauðu hári. Nafnið gefur myndinni tvíræða merkingu. Viðhorf Munch til kvenna var sérstakt eins og við- horf hans yfirleitt. Hann var hræddur um að týna eigin sál sinni, gæfist hann konu, og gat því aldrei elskað, en átti í mörgum stuttum samböndum um ævina. Myndin Vampíran lýsir einmitt þessum ótta hans. Frá París til Berlínar Tengsl Munchs við bóhemska lifnaðarhætti höfðu mikil áhrif á hann, en hann steyptist þó ekki í það far sem margir listamenn fylgj- andi þessari stefnu gerðu. Hann þróaði áfram sinn stíl. Áriö 1889 fluttist Munch til Parísar. Þar afneitaði hann realisma og sagði i'pp frægum kennara af svipuðum ástæðum og franski málarinn Manet hafnaði sínum með orðun- um: „Ég mála það, sem ég sé, en ekki það sem þú vilt að ég sjái.“ í París öðlaðist Munch einnig reynslu sína af impressionisma. Stúderaði hann þá einkum myndir Pissaro og Monet. Þarna sá Munch einnig djarfa liti Toulouse- Lautrecs. Hann varð fyrir miklum áhrifum af myndum Gaugin og ein- faldleika japanska stílsins. Af kraftmiklum myndum Van Gogh hreifst hann sérstaklega. Af gömlum meisturum, sem hann dáði, má nefna Goya, Rembrandt og Velasquez. Allt, sem hann upp- lifði í París, stuðlaði að því að móta sérstakan stíl hans. En listamannahópurinn í París var lokaður utanaðkomandi mönnum og myndum hans var illa tekið. Hann hélt til Berlínar 1892 og var í fyrstu talinn sérvitur og stórri sýningu hans lokað. En þó fann hann þar jarðveg fyrir list sína. Menn voru næmari á nýjungar en í París. Smám saman kom Munch myndum sínum á framfæri, hann eignaðist marga vini og kynntist öðrum bóhemskum heimi. Livsfrisen - taugaáfall í dagbók sína skrifaði Munch eitt sinn eitthvað á þá leið að hann vildi ekki að meira yrði málað af uppstillingum, fólki að lesa eða konum að prjóna, „heldur lifandi manneskjur sem anda, finna til, þjást og elska“. Petta er einmitt rauði þráðurinn í myndaseríunni sem hann hóf að mála um þetta leyti. Á norsku nefnist hún Livs- frisen sem mætti útleggja sem lífs- stigin eða lífsferillinn. Til þessarar seríu teljast myndir s.s. Vampíran, 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.