Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 16

Skólablaðið - 01.04.1988, Síða 16
Vampíra, 1902. Madonna, Ópið, Kossinn, Lífs- dansinn og margar fleiri. Á þessu tímabili hóf hann einnig að vinna tréristur. En möguleikarnir sam- fara þeirri tækni heilluðu hann mjög. Á árunum 1892 til 1902 hélt hann 106 sýningar á ferðalagi um Evrópu. Það var 1902 sem frægð hans tók loks að vaxa í Þýskalandi þegar hann hélt þar mikla sýningu. Hann hélt áfram að ferðast og mála, unni sér aldrei hvíldar í flótta sínum frá sjálfum sér og reyndi sífellt að leita sátta við lífið. Árið 1908 var hann illa á sig kom- inn af yfirvinnu og áfengisneyslu og átti í geysilegum andlegum erf- iðleikum. Hann fékk taugaáfall sama ár og var í meðferð mán- uðum saman á stofnun. Hann hélt til Noregs að meðferð lokinni og var í fyrstu endurnærður og myndir 16 hans voru litríkar og ekki eins inn- rænar og áður. En um 1920 hóf hann að lýsa ofboðslegum ótta sínum að nýju. Hann lokaðist inni í sjálfum sér, fluttist á afskekktan stað og lifði einmanalegu lífi, umlukinn málverkunum sem honum þótti svo vænt um. En sagt er að Munch hafi litið á myndir sínar eins og þær væru börnin hans. Hann málaði margar þeirra aftur og aftur, oft í ólíkum útfærsl- um. Þetta gerði hann til þess að tryggja að a.m.k. ein mynd stæði eftir þótt hinar týndust eða eyði- legðust í tímans rás. M.a. reisti hann eldþolna vinnustofu. Hann lést árið 1944 í Ekely og skildi eftir sig gífurlegt safn málverka og trér- istna. Anna Jóhannsdóttir. Heimildir: J.P. Hodin: Edvard Munch Thames, and Hudson Ltd., London, 1985 Kirk Varnedoe: Nordisk Gullalderkunst, J.M. Stenersens Ecrlag, A.S., Oslo, 1987. EIi Greve: Edvard Munch, J.W. Cappelens Forlag, Oslo, 1963. Koss, um 1897.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.