Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1988, Page 20

Skólablaðið - 01.04.1988, Page 20
Tveir gamlir menn sitjandi á bekk um vorkvöld Hvers bíðum við, sem bráðum munum kveðja, er birtir, grasið sveigir vorsins þeyr. Líkt og gneistar logheitt járn á steðja er lífið blik, sem út í myrkrið deyr. Æsku og drauma sálir okkar sakna, er sumarnóttin verður björt og löng, og þrár, sem sváfu í kuldans viðjum, vakna, er vorið krefur fuglana um söng. Vindar skýjum veita óskabyr. O, við, sem synir morgunroðans vorum, á veginn horfum eins og áður fyrr aldnir menn og enn í sömu sporum. Kristján Þ. Hrafnsson. Á ferðalagi í erlendri stórborg á marmaragólfi einhvers safnsins fann ég ekki lengur hjá mér þörf fyrir að yrkja Ijóðið yfirgaf mig líkt og söngur sem deyr út. Mér létti og aftur vöktu fábreytilegustu hlutir og atvik gleði mína. Jafnvel trúður sem ég sá í skemmtigarði kom mér til að hlæja heitt og innilega en eigi leið langur tími uns það vitjaði mín aftur ágengara en fyrr og knúði mig til tjáningar líkt og þegar harpan er slegin verður hún að hljóma og aftur byrgði ég tárvott andlit á faðmi tómleikans. Kristján Þ. Hrafnsson. Urdagbók skáldkonunnar 20

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.