Skólablaðið - 01.04.1988, Qupperneq 27
I.
Dándimaðurinn var borinn í heim-
inn 13. október 1969. Snemma
beygðist krókurinn, og varð dándi-
manninum strax Ijóst í sandkass-
anum að honum líkaði best að
halda um stjórntaumana. Æ síðan
hefur dándimaður gripið hverja þá
lausu tauma, sem á vegi hans hafa
orðið. Aftur á móti er langt frá því
að hægt sé að telja dándimann
sjálfan léttan í taumi, enda hafa
víst fáir náð að beisla hann og
engum enn tekist að temja hann.
Dándimaður er þó blíður og góður
viðskiptis, sé vel að honum farið.
II.
Ferill dándimanns hófst, eins og
svo margra góðra nema Mennta-
skólans, í Melaskóla, og þaðan lá
leiðin í Hagaskóla. Naut stjórn-
semi dándimanns og málgleði sín
vel þar og var það góð upphitun
fyrir komandi frægðarverk. Þegar
dándimaður gekk fyrstu skref sín
upp Skólabrú fór þó loks að draga
til tíðinda.
III.
Dándimaður settist í III. bekk G
og gerðist þar inspectrix classis sem
og formaður þriðjabekkjarráðs.
Dándimaður háði einnig keppni
við aðra dánumenn um titilinn
orator minor við góðan orðstír.
Var dándimaður umsvifalaust tek-
inn í dýrlinga- (ræðumanna) -tölu
og stýrði m.a. hinu sigursæla ræðu-
liði Menntaskólans í keppni við
Veslinga. Var dándimaður viðloð-
andi (sitt) Framtíðarstarf og var
um vorið kosinn ritari hinnar
merku tíðar.
IV.
Er dándimaður sat í IV. bekk M
starfaði hann af kappi í þágu
hinnar ókomnu- tíðar og var gerður
að því rómur góöur, svo góður að
þegar kjósa átti tíl forseta þess
merka félags, fannst enginn sem
etja vildi kappi við dándimann
vorn. Var hann þvf sjálfkjörinn tif
að stjórna þeim málglöðu piltum
og stúlkum, sem yndi hafa af því
að standa í ræðustól og sannfæra
félaga sína og aðra um að þessi og
hin vitleysan sé heilagur sannleik-
ur. Þar er dándimaður í essinu sínu
(auk þess er hann í fimmta ess).
Ekki er nóg með að dándimaður
hafi haldið um stjórntaumana í
Framtíðinni (hvort dándimaður
notaði svipuna góðu, skal látið
ósagt), heldur stýrði hann og
mælskugoðum skólans til fræki-
legra sigra og var þar að auki í
framkvæmdastjórn MORFÍS.
Ljóst er af þessu sem öðru að
stefnuátt dándimanns er ein: UPP.
V.
Hvernig skyldi svo þessi guðdóm-
lega vera líta út? Pó að blindir
verði að öllum líkindum að notast
við hugarflugið, skal hér tíundað
ytra útlit dándimanns. Dándi-
maður er grannur, miðlungi hár,
síðhærður, skarpleitur og ekki
fram úr hófi toginleitur. Reisn er
yfir dándimanni og er hann verð-
ugur fulltrúi hins „veikara“ kyns og
fær án efa mörg piltshjörtun til að
slá hraðar.
Er nú lo'.ið vísbendingum. Telja
má víst að flestir hafi áttað sig á
hver dándimaðurinn er. Augljóst
er að þeim, sem ekki fylla þann
hóp, er ekki við bjargandi og óhætt
ætti því að vera að hvísla ofurvar-
lega nafn Elsu Bjarkar Valsdóttur í
hægra eyra þeirra sömu og læðast
svo burt, hægt og hljótt.
Asta Kristjana Sveinsdóttir.
27