Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.04.1988, Qupperneq 31

Skólablaðið - 01.04.1988, Qupperneq 31
ástar.“ Hún steig út og gekk svartklædd yfir snæviþakta ströndina, veiklu- leg í kulinu, eins grannvaxin og hún var. Hún laut niður og þrýsti flötum lófum á snjóinn, bræddi geil með hita handa sinna, einbeitt. Hún mótaði skál úr samofnum lófunum og drakk áður en vökvinn seytlaði niður grýtið. Síðan reis hún á fætur, og breiddi út faðminn mót briminu. Hann hnipraði sig saman í kóln- andi sætunum og sá hana lúta höfði, hún var líkust krossmarki. Kófið þyrlaðist um hana. Hann bar óljósan beyg í brjósti, fannst sem rás atburða tæki stefnu fjarri hans skilningi, nýtt og hrollvekjandi bættist í öngþveiti reynslunnar. A einu andartaki hafði hún útmáð þá mynd sem hann gerði sér af henni, bjargast vikið fyrir víðfemri óviss- unni. Stúlkan sem hann þekkti við hlið sér í álögum svefnsins og nekt vökunnar, heitum faðmlögum, kvalræði ágreinings, þögn og sam- ræðum, brothættum töfrastundum ástarleiksins, gleði sem sorg, stóð á meðal ókunnugra. Skelfingin laust hann. Hún lagðist í snjóinn og hann bærðist undir henni, blés upp og bylgjaðist áfram, ein bunga elti aðra, klófesti og skildi dæld eftir að baki sér. Snjóöldurnar hófust til himinhæða, hlykkjuðu eins og höfr- ungar að leik, fullir af græskulausum gáska, beygðu sig síðan fyrir boðum þyngdarlögmálsins; strönd- in hvarf sjónum í hvífysstu flóði fallandi snjós. Rétt eins og himn- arnir hryndu. Hann gangsetti þurrkublöðin, en þau höfðu ekki undan; hann rýndi út um hélað gler, bifreiðin var alþakin snjó- flygsum og enn sáldruðust þær yfir. En þegar um hægðist birtist honum magnþrungin sýn, tröllaukin í ótrúlegu umfangi sínu, gríðarlegri hæð og ekki minni breidd. Þar sem helhvít sæng strandarinnar hafði áður legið útbreidd, var risið fjall- mikið ferlíki í einhverri afskræm- ingu mannsmyndar, eins og afsprengi trölls og skepnu. Hávaxin mjög var hún, þó að hún hvíldi á hækjum sér, hefði maður við hlið hennar verið tífalt minni, eins og putalingur. Hárið var dökkt og strítt, hékk niður á bert bakið í þykkvöfðum, flókak- enndum fléttum sem rúnum ristir silfurbaugar sameinuðu. Skepnan var hvasstennt, blóði roðið á ennið. Eyra var bara öðrum megin höfuðs. Andlitið var krímótt, kinn- beinin há og útstæð á örum þöktu andlitinu. Augabrúnirnar þykkar, rauðleitar og uxu saman, undir djúpum skugganum, sem þær vörpuðu, sáust engin augu, aðeins hvíta sem daufu annarlegu skini stafaði frá: Tröllið horfði blindum augum út í heiminn. Eað var svír- amikið, þykkt um herðar og breiddin hélst um brjótskassa og maga. Líkaminn var allur náhvít- ur, þar sem í húð sást fyrir óhrein- indum, var hún þunn, næstum gagnsæ. Upp af ströndinni, undan snjónum hafði gríðarlegur jötunn verið vakinn af værum blundi, ógn- vænlegur, þungbúinn, Flikkið mælti ekki orð af munni. En þar sem hann sat í skjóli bílsins, lamaður af óttablandinni furðu, undrunin uppglennti augun, ómaði rödd í huga hans, eins og gljáfrandi vatn. Manndýrið mælti: „Guðirnir köstuðu þér, vegna doða þinnar sköpunar, niður til heljar öfganna. Úrvalið náttúru réð því, listamenn án listar eru sem fugl án vængja, ófærir um að reisa sköpunarverki guðanna viðeigandi, verðuga minnisvarða. Pér var búið víti leið- inda. Ekkert ætti að bjarga þér þaðan, enginn fengi leyst fjötrana. En eitt sást guðunum yfir; eitt var svo nærri að fjarskinn faldi: Stúlkan. í hjarta sér og huga ber hún mátt, öflugri þeim þráðum örlaga sem að guðanna undirlegi eru ofnir um líf allra manna, mátt sem getur fæðst og dáið í skamm- vinnri samfellu en einnig þegar duttlungar einhverra afla, jafnvel meiri guðunum, fá ráðið, staðið af sér eyðingu örlagavefs nútíðar, framtíðar og fortíðar, storkað iðnu nornunum þremur. Máttur er læddist sem í dularhjúp inn í hug- skot og hjartafylgsn stúlkunnar, án vitundar og vilja guðana, var ástin. Stúlkan hóf hana upp mót þeirra dómi, þeir hopuðu á hæli. Vegna þessa er þér nú veitt tækifæri til að svamla úr drulludíki leiðans og um tærari vötn gleðinnar. Þér verður fenginn lykill að kvalarfullri og langri vegferð, en launin, takist þér að fóta gildrum varða stigu gleð- innar sem liggja í krákustigum um lendur leiðans, er eilíf, fyrirhafnar- laus hamingja. En svo ómetanleg laun krefjast ótal fórna, vægðar- leysis og þrákelkni. Stefna verður þú rakleiðis að settu marki, ef þú hikar einungis brot úr sekúndu og lítur efafullur um öxl, tekur faðmur leiðans við. Og hann er þungbær og þéttur, tök hans kæfa.“ Jötunninn reis upp í fulla hæð, svo hátt að höfuðið huldist myrkri. Síðan gekk hann í sjóinn. djúpin tóku hvítan líkamann og földu. í mjúkbólstruðum sætum bílsins sat hann slyttislega, agndofa, ófær um að marka sýninni og boðskap hennar bás í veruleika sínum og heimsmynd. Hann lokaði því aug- unum, myrkur huldi hugsanir hans, óðamála sannfærði hugurinn sjálfan sig um eigin blekkingar- mátt, að draumurinn biði ávallt rétt handan hornsins, reiðubúinn ástleitni vegfaranda. En samtímis ruddist inn um leyndustu gloppur ímyndunaraflsins sálarvana sann- leikur staðreynda, knúinn af rót- djúpum rökum: Að afneita því, sem svo fastformað og efniskennt hafði risið fyrir sjónum hans, jafn- gilti því að hann úrskurðaði sig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.