Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1988, Page 33

Skólablaðið - 01.04.1988, Page 33
djöflagangi,“ hreytti hann út úr sér, „það er þraut að þurfa að sitja undir þessu.“ Þau leiddu hann hjá sér í fyrstu, leyfðu gleðinni að vera við völd. En rekin áfram að þrautseigju ruddans sem sleginn var blindu um eðli annarra tilfinninga en sinna eigin, fór hann lengra - að brún- inni, út á ystu nöf. „Fólk á ekki að þurfa að búa við svona hávaða á almannafæri, það er leiðinlegt.“ Hann sleit augun frá hennar, setti bollann á undirskálina og leit á hann: „Það fara nú engar sögur af þínum vinsældum." Maðurinn var makalaus leiðindaseggur. Og hann grét þegar rýtingurinn rann fram í dagsljósið og smaug hold hans. Líkaminn stökk upp, féll niður, fór út á hlið eins og í annar- legum dansvenjum taktlauss manns eða drukkins. En hann steig dauðadansinn. Hann kyssti vegginn, reif niður upplituð auglýs- ingaspjöld með fálmandi fingrum og glápti stöðugt á rauðan blettinn sem breiddist út á brjósti hans. Undrun í svipnum. Þegar hönd hans, kreppt um rýt- inginn, þaut í gegnum loftið, lok- aði hann augunum. Hann einsetti sér að hugsa ekkert, sjá tómið eitt fyrir hugskotssjónum og vera jafn- fjarri glæpnum og hugsast mætti. Hann hafði enga huggun að veita en er hún flaug í fang honum, lagði hann arm um mittið og þrýsti ofur- létt. Óafvitandi veitti hún honum meiri styrk en hann gat gefið henni: Heitur, mjúkur líkaminn, ilmandi hárið, ör en niðurbældur andardráttur hennar angistar, voru eins og straumþungur máttur er snerting hennar veitti inn í æðar hans, inn í hjartamiðju og sál. Hræðslan bjó í honum en hlutverk þess, sem verndar, byggði honum kjark, áræði, bak til að taka brotsjó áfallanna keikur. Og frá augum hans voru dregin tjöld villu- reyksins sem hann hafði vaðið undangengna mánuði, leiðinn hafði lætt efa í sinni hans og gert honum ókleift að heyra hljóm tónsins tæra. En nú voru skilning- arvit hans lauguð, hann vissi að hann bar annað og meira en vænt- umþykju í brjósti til hennar. Honum vitraðist, er blóðdropar bílstjórans slitu sig lausa af kinnum hans eins og roðaslegið haustlauf er leitar frelsis frá vetrarbúnu tré og deyr, að hið flókna völundarhús tilfinninga sinna leiddu hann að sölum ástarinnar. Þannig sundur- greindi hann bendu viðbragða og kennda, hugleiðinga og annarra dýpri nafnlausra í heillegustu mynd af sér, sem krókaleiðir og ranghala að kjarna, nefndum ást. Aldrei áður hafði hann skynjað hana í slíkri nánd við sig, loks teygði yfirborðið sig í undirdjúp, loks var fundið hjarta fjallsins. Hönd í hönd hlupu þau út, fætur þeirra þyrluðu upp snædrifinu mörkuðu för í fölið sem jafn- harðan fylltist aftur af snjó, svo að mjöllin varðveitti ásjónu ósnort- innar æsku. Bifreiðin sveigðist út á veg og í átt til fjarskans. Hjólin fjögur lyftu vetrarábreiðunni af malbikinu og drógu í kjölfari bíls- ins hvítar yrjur á óstöðvandi ferð blöku yfir hraundröngum er forv- itnir gægðust upp úr snæsléttunni eins og dvergar í dularfjötrum steinsins. Þeir urðu síðasta vitni brottfararinnar. Frá skálanum barst tónverk óttans yfir auðnina, óp afgreiðslustúlkunnar þögnuðu ekki. Líf til höfuðs leiðanum var hafið. Mánuðir liðu. Þau unnu kappsfull að settu marki, útrýmdu öllu því sem þeim leiddist hér í heimi, tóku leiðinlega af lífi, eyddu hlutum sem þcim leiddust, gengu þvert á leiðinleg boð og bönn. Tímann gerðu þau að þolanlegum þræl sínum með því að hirða ekki um stundvísi og tímasetningu, verkin hæfðu húmi nætur, þau sváfu á daginn, byltu leiðinlegu lífi með uppreisn gegn því, rýtingnum var óspart brugðið. Þau voru krossfarar gleðinnar, skemmtun, spenna og æsingur voru þeirra förunautar. Á barmi brjálæðis stigu þau dans sem færði leiðindapúkum um land allt skjóta helför. Þau voru hundelt af lögum og reglu, eftirlýst í hverju krummaskuði fyrir glæpina sem þau drýgðu, en guðirnir héldu verndarhendi yfir ferð þeirra um ókunn fjöll og fjarlæga dali, þeir ætluðu öðru að verða þeim að fjör- tjóni. Sektin vaknaði vitanlega í brjósti þeirra, en launin voru þeim æðsta markmið, allt var illskárra en að bergja á djúpri lind leiðans, sem flutti göróttan drykk beiskju því var sektin svæfð. Seytl lífs- vökvans á gólfið varð þeirra tónlist, skin blóðs í huliðshjúpi myrkurs myndskreytingin við. Því var þó ekki þannig háttað að þau öðluðust eðli dýrsins, grimmt í slægð sinni og makalausu næmi. Dýrið ber gáfur blóðþorstans en þau voru rekin áfram af mannleg- ustu hvötinni; lönguninni eftir hamingju. Vegurinn hneig í hvilftum og reis á hæðum, hvítur og beinn. Snjóstrókar gerðu áhlaup að honum, æddu yfir hann í mjólkur- litum samanhnykluðum hópum, eins og trylltir svipir eirðarlausra sálna. Einungis þau á bílnum, vélin þanin, brutu strauminn stanslausa á fleygiferð eftir þjóðvegi í hvílu myrkurs. Bílljósin tóku toll af ómælisrúmi nætur og hjólbarðarnir skvettu upp snjónum, sundraðar perlur ruku upp í loftið og svifu kyrrar á meðan bíllinn skaust út úr klakadropunum og skildu þær eftir á leið niður. Hjólin spyrnu veg- inum undir sig. Bóndabýli kúrðu einhvers staðar undir rökkrinu, tindrandi ljósoddar þeirra rufu á stöku stað hvelið myrkt sem um- 33

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.