Skólablaðið - 01.04.1988, Blaðsíða 34
lukti bílinn, titrandi eins og
stjörnur við jörð. í geislaflóðinu,
sem bifreiðin rak á undan sér, birt-
ist hávaxin mannvera í svörtum
frakka. F>au litu hvort í hins svip,
síðan greyptu hjólin mynstur sitt í
fannkalda jörðina og bíllinn mal-
aði kyrr.
Hann keyrði hattkúfinn lengra
niður ennið, tók tösku upp úr
köldu sæti sínu, sneri sér við og
fótaði sig með varkárni að farar-
skjótanum, steig inn og hreiðraði
um sig. Þegar hann tók hattinn af
höfðinu birtist þeim fölt andlit með
há og greinileg kinnbein, fölblá,
næstum litlaus augu í skugga slút-
andi augnabrúnanna, brúnt hárið
snöggklippt nema í hliðum, þar
löfðu lokkar langt niður á kinnar;
nef er sveigðist í ákveðnum boga
yfir varir sem mynduðu lítinn
munn, af dráttunum kringum hann
sást að tennurnar voru stórar og
stungust í góminn. Hann hafði yfir
sér blæ harðneskju. Þau spurðu
hann að nafni og hann svaraði:
„Ægir.“ Þau spurðu hvert hann
ætlaði. „Langt og hvergi,“ svaraði
hann. Hún hafði gaman af svarinu
og hló, hann brosti líka. „Hvernig
stendur á þessum flækingi um há-
vetur á reginfjöllum?“ spurði
hann. Ægir beraði tennurnar í eins
konar brosi: „Mig langaði til að
ganga og ég gekk, svo nennti ég
ekki að stoppa.“ Hlátur fyllti bíl-
inn sem fleygaði nóttina.
Ægir fór langt og fór þó hvergi,
hann slóst í för með þeim á ein-
hvern þöglan og óútskýrðan hátt,
var aldrei leiðinlegur og tilsvör
hans voru í kaldhæðni sinni og lítt
dulinni illgirni fyndin. Bakgrunnur
hans var myrkt tjald sem hann
veitti enga innsýn í, hann var fátal-
aður um sjálfan sig. Fljótlega
skildu þau að hann vissi mætavel
hver þau voru, en það kom þeim
ekki á óvart, mynd þeirra hafði
verið birt um land allt, andlit
þeirra hömruð inn í minni fólks.
Þegar þau hittu fyrir leiðann stóð
hann afsíðis, eins og þögull áhorf-
andi sjónarspils, glotti að grimmd-
inni sem þau sýndu og henti gaman
að leiðindaseggjum, afhjúpaði
34
gagnsleysi þeirra veröldinni með
orðum háðsins napurs. Fljótt var
ljóst að Ægir einbeitti sér meir að
honum en henni. Hann tók hann á
löng eintöl og gerði henni á lævísan
hátt ljóst, að hún væri óþörf, alls
ekki óskað. Og hann var gleðispill-
ir, hún skildi það síðla vetrar í
sumarbústað sem þau brutust inn í.
Þau elskuðust. Varir hans snertu
hálfopnar brjóst hennar, fingur-
gómarnir hringsóluðu í varfærinni
leit um geirvörturnar sem hörðn-
uðu og risu stinnar þegar tunga
hans hvolfdist um þær og kysstu,
fingurnir leituðu annað. Lófar
hennar struku hnakka hans með
hægum strokum sem teygðust út á
axlirnar naktar.
Augu beggja lokuð. Á vörum
hennar glóðu agnarsmáar perlur.
Hann hnikaði sér til og þau
runnu saman í kyrrð líkamanna
sem gæddi spennuna mýkt og
hreyfinguna stillu, eins og dans
loga. Kossar þeirra voru djúpir og
hann kyssti augu hennar og enni,
tennurnar nörtuðu í eyrun eins og
fullar stríðni. Og þögnin ríkti, hún
var sveipuð hljómríkri dul ástar
sem gæðir orð þagnarinnar fjör-
legra lífi og meiri merkingu en
bækur tímans geyma allar; leikur
ástarinnar var þrunginn töfrum,
þau voru einsömul í landi eigin
sælu.
Dyrnar slógust upp í vegginn,
skjannabirtan ruddist inn, húmið
hrökk undan, hún fláði hvern kima
herbergisins. Ósjálfráð viðbrögð
þeirra voru að skiljast að, faðm-
lagið rofnaði eins og á það væri
brugðið hnífi. Skuggi Ægis lagðist
yfir gólfið og skar skugga þeirra.
Hann hló djúpum óheillahlátri svo
undir tók í veggjum og töfrarnir
voru hraktir burt á hröðum flótta
skelfingar, þagnarinnar dul sprakk
eins og sápukúla á svifi. Og erindið
var einskisvert, gagnsær, rakinn til-
búningur, að athuga hvert þeirra
ætti að leitar matar í kjarri um-
kringdu bústöðunum og hann vissi
fullvel að verkefnið beið hans.
Hann kom til að reisa vegg, deyða
gleðina.
Hún reyndi að halda ábreiðunni
þéttar að nöktum líkama sínum,
koma Ægis hafði vakið henni hroll
og þegar hún starði á hávaxna,
eilítið hokna mannveruna sem bar
svarta við ljósið svo að aðeins
augun skáru sig úr skugganum,
fæddist hræðilegur grunur í huga
hennar. Hún leit út á kjarrið,
horfði á þykk snælaufin samvaxin
hríslast um kræklótt tré, sem ann-
ars drypi bert yfir silfrað föl. í
heilabúi hennar æddi tryllt hugsun
snöggrar hugljómunar að ógeð-
felldum getgátum, - eða svarinu
eina.
Eftir því sem vikurnar liðu við
auðsæjar tilraunir Ægis til að sá
fræjum sundrungar og haturs í
þetta litla samfélag, svo að upp af
yxi óskapnaður er tortímdi, styrkt-
ist grunur hennar. Hún orðaði það
ekki við hann, en færði í tal leið-
indaframkomu Ægis með varúð.
En tíminn, sem Ægir hafði gernýtt
til að grafa sér leið að vinsemd
hans, olli því að Ægi leit hann með
augun aftur, hann dró úr og neitaði
falsi hans og flærð. „Ægir er að
vísu ekki eins skemmtilegur og
hann var,“ viðurkenndi hann treg-
lega, „en hann er vinur okkar og
vinir verða að sjá í gegnum fingur
hvor við annan. Vinir verða að
standa saman.“ Einhliða vinátta er
eins og blóm sem ákveður að veita
fegurð úr gnægtabrunnum sínum
til kaktusa eyðimerkurinnar, svo
að þeir megi dafna og blómstra, en
veit ekki fyrr en lífið er sogað úr
krónum þess og visnun stendur
andspænis með arfaher að baki.
Ægi óx ásmegin, hann varð óbæri-
lega leiðinlegur.